Litli Bergþór - 01.12.1999, Síða 4

Litli Bergþór - 01.12.1999, Síða 4
Fonnannsspjall Þessi síðasti formannspistill þessarrar aldar verður í styttra lagi. Vona ég að það valdi ekki gremju lesenda. Það er ávallt venja í lok hvers árs að líta til baka og skoða árangurinn. Hvað gerðist á árinu? Reyndar höfum við heila öld að líta til baka. A árinu höfum við notið nýrrar íþróttamiðstöðvar og blómstraði félags- og menningarlíf, segja sumir að það hálfa væri nóg. Þá er ég búinn að líta til baka því það er fram á við sem við eigum að líta að mínu mati. Hvað er framundan? Hvað viljum við gera? Hvað getum við gert? Hvaða tækifæri eru á nýrri öld? Þetta er það sem við eigum að skoða. Möguleikamir á félags- og menningarlegri afþreyingu eru lítið takmarkaðir nema þá helst í vilja okkar sjálfra. Bíðum ekki eftir því að aðrir geri hlutina fyrir okkur. Byrjum sjálf því það koma alltaf fleiri með. Allar þessar afþreyingar krefjast einhverra fóma hjá þeim sem stunda þær en það er engin spuming að yfirleitt em þær þess virði. A árinu fengum við veglegt félags- og menningarhúsnæði þ.e. íþróttamiðstöðina. Væri ekki lag að gera hana að félags- og fjölskyldumiðstöð? Því þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi eða dregið í gang hverskonar afþreyingu fyrir sig og aðra, sem hentar í húsinu . Veram fyrirmynd barna okkar. Iðkum holla hreyfingu og fáum krakkana með okkur. Geram fþróttamiðstöðina að fjölskyldumiðstöð. Það er orðin venja að fá fyrirlesara á aðal- og haustfundi Ungmennafélagsins til þess að vera með kynningu á efni sem er mikið íumræðunni í þjóðfélaginu á sama tíma. A haust fundinn síðasta kom fyrrverandi kennari héðan, Guðrún Jónsdóttir, frá Stígamótum. Málefnið var ofbeldi hverskonar, afleiðingar, ástæður og refsing með meira. Spumingar urðu töluverðar enda málefni sem snertir okkur öll. Því hefðum við viljað sjá fleiri mætta til að hlýða á og taka þátt í umræðum. Að lokum vil ég óska öllum gleðilegra jóla og þökk fyrir þessa öldina. Sjáumst á þeirri næstu. Magnús Ásbjömsson, form. Umf. Bisk. s Agœtu Tungnamenn! Hjá okkur fæst flest sem þarf til jólanna. Gleðilegjól ogfarsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Bjarnabúð Brautarhóli sími 486-8999 fax 486-8997 Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.