Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 17
í Biskupstungum. Þar bjuggu hjón vel efnuð, Guðmundur Magnússon og Kristrún Gísladóttir. Þau buðu að taka Margréti litlu til fósturs og þáði Hallgrímur það. Ólst hún þar upp síðan og giftist fimmtán árum síðar Magnúsi, syni þeirra hjóna.“ Á sama tíma og Hallgrímur þessi bjó í Böðvarsnesi, bjó í tvíbýli við hann maður sem hét Jón Kolbeinsson og var forfaðir Sighvatar á Miðhúsum. En hvort þeir Jón og Hallgrímur voru eitthvað skyldir eða tengdir, (og við Sighvatur þar með), veit ég ekki. Móðurmóðir mín, Guðrún Sveinsdóttir, var fædd á Kjóastöðum, en ættuð m.a. frá Hrafnkelssöðum í Hrunamannahreppi. Hólmfríður Bjarnadóttir, móðir Oskars. Jóhannes Guðlaugsson faðir Oskars. Igegnum mömmu mína er ég sem sagt skyldur mörgum hér í Tungunum, svo sem þeim Tómasi í Helludal, Þórami heitnum á Spóastöðum (við vorum fjórmenningar), Guðmundi Indriðasyni og fleirum. Það var reyndar ekki fyrr en eftir 20 ára búskap hér, þegar fjarskyldir ættingjar frá Kanada komu í heimsókn til okkar hingað að Brekku árið 1968 til að líta á ættaróðalið, að við vissum að skyldfólk mitt hafði búið hér á Brekku og á bæjunum hér með Hlíðinni mann fram af manni, að undanskildum 12 árum, þegar Þórður Þórðarson, sá er við keyptum af, bjó hér. L-B: En þú Hildur, hvaðan ert þú œttuð? Hildur: Ég er hreinræktaður Vestfirðingur, fædd á ísafirði 11. ágúst 1925. Það erekki einu sinni franskt blóð í mér, sem annars er svo mikið um á Vestfjörðum! Faðir minn hét Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, ættaður frá Meiri-Bakka í Skálavík, sem er næsta vík utan við Bolungavík. Það er hægt að lesa allt um hans ættir í Vestfirskum ættum, undir Arnardalsætt. Hann var skipstjóri og fórst árið 1944. Móðir mín hét Margrét Jónsdóttir frá Isafirði, en hún var elst 8 systa, sem kenndu sig við Kirkjubæ í Skutulsfirði. En sá bær er rétt innan við flugvöllinn á ísafirði. Hún gat rakið ættir sínar til hálfbróður Brynjólfs biskups Sveinssonar frá Holti í Önundarfírði. L-B: Attu mörg systkini? Hildur: Við erum 5 systkinin. Elstur er Páll, síðan komum við fjórar systur: Elísabet, ég, Margrét og Guðrún. Páll var sjómaður og skipstjóri en vann seinna í ísbirninum í Reykjavfk og var oft kenndur við hann. Elísabet rak hannyrðaverslun um tíma í Reykjavík ásamt Guðrúnu systur, og vann seinna hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og víðar. Margrét var flugfreyja hjá Loftleiðum á sínum tíma, var m.a. kosin flugfreyja ársins á 5. áratugnum, og hefur búið úti í Svíþjóð í mörg ár. Guðrún vinnur svo sem aðalbókari hjá Tryggingunum. L-B: Svo við snúum okkur aftur að þér Oskar, bjuggu foreldrar þínir hér í Tungunum? Oskar: Nei, þau bjuggu að vísu í 2 ár á Króki, en fluttu svo til Reykjavíkur. Og þar er ég fæddur, á Skólavörðustíg 5. Seinna byggðu þau á Nönnugötu 6 og átti ég heima þar, þangað til ég flutti hingað. Við erum aðeins tveir bræðurnir, sem upp komumst, ég og Jóhannes, sem er 3 árum yngri en ég. Tveim árum áður en ég fæddist eignuðust foreldrar mínir dóttur, sem skírð var Kristrún Olga, en hún dó á 2. ári. Hildur: Olga, dóttir hennar Fríðu, er skírð eftir þessari systur Óskars. Þannig var, að hana Petu heitina (elstu dóttur Fríðu) dreymdi Olgu og sagði móður sinni frá því. Fríða spurði hana þá hvort hún væri ekki ólétt, því líklega væri hún að vitja nafns. Peta sór það af sér, en skömmu seinna reyndist Fríða eiga von á barni. Það var stúlka, sem skírð var Guðríður Olga. Oskar: Ég hef stundum sagt frá því að móðir mín mjólkaði svo mikið, að hún hafði mig á brjósti þar til Jóhannes fæddist. Þá átti að venja mig af bijóstinu, en ég undi því auðvitað ekki. Mér er sagt að ég hafi þá spurt: „Afhverju má ég ekki sjá mömmu mína?“ Þá tók hún mig aftur á brjóstið, því að hún var hvort sem er í vandræðum með alla mjólkina, og ég var á brjósti til 7 ára aldurs! Þá hefur hún verið orðin 44 ára gömul. L-B: Hvað starfaði faðir þinn? Oskar: Hann vann hjá Alþýðubrauðgerðinni, keyrði út brauð, fyrst á hestvagni og síðar á vörubíl. L-B: Getur þú sagt mér eitthvað frá uppvextinum og skólagöngu ? Oskar: Já, ég var fyrst í Landakotsskóla, og síðan í gagnfræðaskóla Ágústar Bjamasonar. Eftir gagnfræðaskólann fór ég að Sámsstöðum í Fljótshlíð að kynna mér komrækt. Var þar vinnumaður í 2 sumur og einn vetur. Reyndar hafði ég verið í sveit áður á sumrin. Fyrst 13 ára sem snúningadrengur í Ásakoti og frá 16 ára aldri í Lambhústúni (nú Lambhúskoti) í Tunguhverfi og seinna að Tungufelli. Áður höfðum við bræður verið 3 sumur með móður okkar í tjaldi. Við vorum 2 sumur í Lambhúskoti og svo eitt sumar í Einholti. Ég hef líklega verið 11 ára þegar hún fékk slægjur á Hvítarbökkunum, Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.