Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 20
Oskar og Hildur á Brekku frh sinni brotnaði þó undan bflnum í Andalæknum. Að sumrinu þurfti að taka hest um leið og kýmar voru sóttar, þá daga sem mólkurbfllinn kom. Jón gamli í Stekkholti byggði þá sameiginlegan brúsapall fyrir okkur við Stekkholtsafleggjarann. Það var alltaf samvinna um smalamennskur, og eftir að fjárhúsið að Miðhúsum kom '53, var oftast rekið heim þar og rúið. Eins var baðað þar. Ég man eftir 36 tíma töm við smalamennskur og rúning. Þegar ég kom heim daginn þann var ég fljótur að sofna meðan Hildur týndi til bitann. Það var geysilegt álag að þurfa að vinna þetta allt í einni lotu og tafsamt að lemba féð eftir rúninginn. Mér dettur í hug fyrsta haustið, sem ég fór í smalamennsku í Brekkumar og hafði hænsnakjöt með í nesti. Það höfðu fylgt nokkrar hænur með í kaupunum þegar við keyptum jörðina, og mér hafði tekist að höggva af þeim hausinn, þó ég sé annars ekki mikið fyrir að sálga skepnum. En það þótti Gísla í Uthlíð alveg ómögulegt nesti, og næsta haust kom hann til mín nokkru fyrir smalamennskurnar og sagði: Jæja Óskar, nú skulum við fara og ná í fjalllambið. Og síðan hjálpaði hann mér að farga lambinu og gera það til. L-B: Hvemig var með samgöngumar, hvenœr kom vegur að Brekku ? Arið 1957 var kominn óofaníborinn vegarmðningur í Torfholtið. Brú kemur svo á Brúará árið 1960 og á Fullsæl 1961 og ofaníborinn vegur svo í beinu framhaldi af því. Þá breyttist margt. Eins var ekkert símasamband fyrr en 1955. Bændumir hér með Hlíðunum þurftu sjálfir að dreifa staurunum, hver heim á sinn bæ. Við dreifðum staurum frá Miðhúsum að Brekku, drógum þá á stóra traktomum. L-B: Börnin ykkar, hver eru þau? Hildur: Við eigum 3 börn. Hólmfríði, sem fædd er 1947. Hún á 8 böm, þaraf 7 á lífi, og 5 barnabörn. Páll, fæddur 1951, á 3 böm og María, fædd 1957, á 3 drengi. Þetta er því orðinn þónokkur hópur af afkomendum. Hólmfríður býr hér í Rauðaskógi, sem er nýbýli úr Brekkujörðinni, ásamt Sigurði manni sínum, en Páll og María eru flutt að heiman. Páll er á Króki í Gaulverjabæjarhreppi og María vestur á Patreksfirði ásamt Halldóri manni sínum. En þótt þau hafi flutt, sækja barnabömin í að koma hingað og vilja helst hvergi annarsstaðar vera og það er yndislegt. Jóhannes, sonur Fríðu, hefur byggt sér nýbýlið Efri-Brekku hér úr landi Brekku og býr þar með fjölskyldu sinni og er með heilmikla vélaútgerð. Synir Palla, Oddur og Kristinn Páll, eru hér hjá okkur þegar þeir koma því við og eins elsti sonur Maríu, Óskar Kristinn, eða Addi, eins og hann er kallaður. - En Óskar var jafnan kallaður Addi á yngri árum í Reykjavík. - L-B: Voru nothæfar byggingar á Brekku þegar þið komuð, eða þurftuð þið að byggja allt upp? Óskar: Þegarvið komum hingað var hér gamalt íbúðarhús og hlaða, fjós og hesthús úr torfi áfast við það. Þó var ekki innangengt úr hlöðunni í útihúsin. Arið 1951 var þetta íbúðarhús byggt upp úr gamla bænum, á sama grunni og hluti af veggjunum notaðir. Kjallarinn var varla manngengur, en þegar hitaveitan var tekin inn fyrir 10 árum, var hann grafinn niður í miðjunni. Timburgólfið hér í eldhúsinu er eins og það var, yfir kjallaranum. Til að byrja með stækkaði ég hesthúsið og útbjó 6 bása fjós þar. Síðan var nýja hlaðan byggð '54-'55, 10 bása fjós við suðurendann 1960 og fjárhús fyrir 180 kindur við norðurenda hlöðunnar árið 1965. Áður, um 1958, hafði ég byggt upp Nónhóls-fjárhúsin fyrir um 220 kindur. 1 Öskjugosinu 1961 versnaði ég mjög mikið af ofnæmi. Það er svo skrítið, að það var eins og ég versnaði alltaf af ofnæmi þegar gaus einhversstaðar. Árið 1947, eftir Heklugosið, varð ég líka mjög slæmur af heyofnæmi. Fékk slæmt kvef um haustið og var mæðinn. Svo fór ég eina nótt til Reykjavíkur, og kom alheill heim, og fann ekki fyrir þessu í 14 ár, eða þar til í næsta gosi. Hildur: Ég man þegar Margrét á Miðhúsum var að draga Óskar á kóræfingarnar þegar hann var sem verstur af heymæðinni. Það hefur væntanlega verið fyrir Skálholtshátíðina '63. Ég var nú ekkert alltof hress með það að hann væri að þvælast þetta með hita, en hann kom oftast hitalaus og endurnærður til baka. Söngurinn virðist hafa svona góð áhrif á hann, bæði öndunin og að komast burt frá heyrykinu. 'lyna ð (larett) usKar og tiiidur meö ajkomenunum. Myndin tekin í Rauðaskógi á sjötugsafmœli Oskars 1989. Fremri röðfrá vinstri: Ashildur Sigrún, Ragnhildur Petra, Guðríður Olga, Hildur Osk (allt dœtur Fríðu), María með Oskar Kristin, Þuríður Agústa (dóttir Fríðu) og Hekla Hrönn (dóttir Páls). Aftari röð: Kristinn Páll hjá Páliföður sínum, Óskar, Ólafur Jóhann (sonur Fríðu) hjá Jóhannesi bróður sínum, Hildur, Margrét fyrrv. kona Páls, Oddur Óskar, sonur Páls, Hólmfríður og Sigurður maður hennar. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.