Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 24
Linda Skálholtskór syngjandi í Suðurlöndum Það má segja að undanfari ferðar Skálholtskórsins til Frakklands og Italíu nú í október væri all sérstæður. Eins og menn muna, og sagt hefur verið frá hér í blaðinu í fyrra, fór kórinn í söngferðalag til Þýskalands og Frakklands í október 1998. Á leið okkar um Frakkland sungum við í bæ sem heitir Barr og á tónleikana þar kom fólk sem vinnur hjá Evrópuráðinu í Strassbourg. Svo vel leist þeim á kórinn að þeir sendu boð til okkar að undirlagi vinkonu okkar í Evrópuráðinu, Elísabetar að nafni, um að koma og syngja á ráðstefnu um geðlækningar í Frakklandi nú í október. Að sjálfsögðu þekktumst við þetta höfðinglega boð og settum markið hátt. Við töluðum við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og hennar mann Þorkel Jóelsson í því markmiði að fá þau til liðs við okkur. Þeim fannst þetta alveg tilvalið og var það fastmælum bundið. Einnig þurftum við á öðrum organista að halda og samþykkti góður vinur okkar, Kári Þormar organisti í Fríkirkjunni og kona hans Sveinbjörg Halldórsdóttir að koma með. Eins og nærri má geta var undirbúningur fyrir svona ferð ærinn og margt sem þurfti að huga að. En allt hafðist þetta nú að lokum með góðri samvinnu og svo var bara komið að þessu. Lokatónleikar fyrir utanlandsferðina voru haldnir í Skálholtskirkju 10. október. Þar fluttum við brot af þeirri metnaðarfullu dagskrá sem við ætluðum með yfir hafið ásamt Diddú, Kela, og Kára. Flest okkar voru mætt í Keflavík þriðjudaginn 12. október kvöldið fyrir brottför, þar sem við gistum á Hótel Keflavík. Við brottför fengu allir sem í ferðina fóru bol merktan kórnum og allir kórfélagar kórtösku. Vélin fór svo í loftið um 7,45 morguninn eftir og lenti kl. 13,00 að staðartíma í Frankfurt. Fyrir utan flugstöðina beið okkar 1. flokks rúta með þýska bílstjóranum Kalla, sem átti eftir keyra okkur vítt og breitt um Evrópu næstu 8 dagana. Frá Frankfurt til Rouffach eru um 350 km og vorum við komin þangað um sexleytið. Við byijuðum á því að fara í gistiaðstöðuna okkar sem kom vægast sagt mörgum á óvart. Við höfðum sem sagt fengið til ráðstöfunar veiðikofa úti í skógi og voru þama fjögur tólf manna herbergi með kojum og sex fjögra manna herbergi. Sumir fengu vægt menningarsjokk, en það var strax ákveðið að slá þessu upp í grín og gera gott úr öllu saman. Ekki fer mörgum sögum af hrotum en einhverjir höfðu þó varann á sér og voru með „hrotubrjót“ með sér og gafst það víst vel að annarra sögn. Eftir að við vorum búin að fríska okkur aðeins, púðra á okkur nefin og sv.frv. ókum við aftur til Rouffach. þar var móttaka og matur í ráðhúsinu, þar sem við sátum til borðs með ráðstefnugestum þetta fyrsta kvöld. Á matseðlinum var m.a. steiktur þorskbiti, innbakað svínahakk og sterkur ostur sem heitir Munster, (í gríni kallaður monster). Hann er mjög sterkur og Frakkar eru mjög áfjáðir í að gefa hann gestum sínum. f þessari veislu var margt til skemmtunar. Við sungum tvö lög, svo var þama jazzsöngkona sem söng sígilda slagara svo sem „New York, New York“ og hópur af léttklæddum stúlkum, sem minnti ýmsa á stúlkumar á Vegas, nema að engin var stöngin. Þær dönsuðu hina ýmsu dansa í fjölbreyttum búningum svo sem Can Can og kúrekadans sem vakti mikla lukku viðstaddra. Þetta kvöld var að öllu leyti vel heppnað og var þreyttur en sæll hópur sem fór heim í heiðardalinn nokkm eftir miðnætti. Á fimmtudagsmorgninum var vaknað um níuleytið. Helmingur fólksins fór í sturtu og var því jafnframt tilkynnt að þar sem eingöngu væm fjórar sturtur í húsinu fengju þeir ekki að fara aftur um kvöldið. Skálholtskórinn í „galaklœðum “ sínum Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.