Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 15
hross, leituðum kúnna, stundum langar leiðir, ókum út skán, smöluðum fé, fórum á milli, urðum samferða í réttir. Og sitthvað fleira dreif á daga okkar, og við urðum vinir. Smám saman urðu stuttu fæturnir dæmalaust hugþekkir, og höfuðið með augum hýru var svo gott að strjúka og hjala við. Að sjálfsögðu voru fleiri hross á bænum, sum miklu fegurri og frægri en Gráni, en ekkert þeirra hafði lund hans né bestu kosti í jafn ríkum mæli sem hann. Nú eru gömlu traðimar óðum að gróa upp og þrengjast, svo að þær væm varla færar hestvagni lengur. Brattinn er þó samur. I hvert sinn, er ég kem á þær fomu slóðir, sé ég Grána fyrir mér, brjótast upp brekkuna af sama kappi og forðum, rymjandi og másandi eins og grimmasta villidýr. Eg man, að einu sinni tók mig sárt til Grána. Mér þótti hann hart leikinn. Hann hafði farið í Veiðivatnaferð og kom aftur illa skáldaður eftir mývarginn, - mátti segja, að höfuð og háls og nári væm eitt logandi fleiður. Söm var þó rósemi hans og æðruleysið eins. Og raunar var hann hetjan úr ferðinni. Enginn hestur var honum þarfari í slíkar ferðir, að sagt var, enda mun hann hafa farið þær margar. Einn hesta var hann aldrei heftur, því að svo hagspakur var hann, að hann hvarflaði aldrei frá ferðamönnum né farangri, hvað sem aðrir hestar rásuðu og hvemig sem vargurinn ólmaðist við vötnin. Þolinmóður beið hann byrgðar sinnar og skilaði henni heim fúsastur allra hesta. Gráni kom ungur úr Þykkvabæ að Heysholti. Héðan úr heimi fór hann sömu leið og flestir aðrir heimilishestar. Það mun hafa verið haustið 1939, að við urðum síðast samferða - út á veg, sem kallað var. Þar Höfundur með fermingarbarni sínu í Haukadalskirkju. urðu okkar krossgötur. Ég vissi, að ég mundi aldrei framar í þessum heimi fá að stijúka feld hans né flipa, né heldur nokkurn tíma fá að skyggnast í auga hans. Þar varð kveðju stund, sem setti mark á sálina. Ég held það hafi verið Gráni, sem kenndi mér, að Guð mundi hafa skapað menn og hesta til samfélags og gagnkvæmrar vináttu. Við töluðum margt um Guð, og stundum hlustaði hann á samtöl mín við Guð. Oft hef ég verið spurður að því, hvort ég tryði á upprisu dýranna. Það geri ég víst og hef lrklega gert það, frá því við Gráni skildum. En það var síra Bjami, sem gerði mig staðfastan í þeirri trú, eitt sinn, er hann las fyrir og skýrði orð Páls í áttunda kafla Rómverjabréfsins, orðin um þrá skepnunnar og endurlausn hennar úr ánauð forgengileikans. T)ó|el iU Gleðilegjól!! óskum við lesendum Litla-Bergþórs iQEYSJR Bláfellsbar Sími 486 8915 fax 486 8715 /-------------------------N Söluskálinn við Geysi Sími 486 8935 Smáréttir minjagripir Bensín og olíuvörur Tjaldstæði - hjólhýsasvæði Góðar veitingar gisting, svefnpokapláss Bergþórsbar, ný bjórstofa. Ný glæsileg sundaðstaða. Hestaleiga á staðnum. góð þjóniLSta Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.