Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 17. ágúst 1999. Beiðni um stuðning við ferð Karólínu Gunnarsdóttur á atvinnuráðstefnu kvenna í SvíðÞjóð. Samþykkt að veita krónur 20.000,- að þessu sinni enda sé um nýsköpun í atvinnulífi að ræða. Sett er sem skilyrði að Karólína segi frá niðurstöðu ferðar með skrifum á opinberum vettvangi. Hreppsráð leggur til að farið verði út í sameiginleg útboð á sorphirðu í Biskupstungum, Laugardal, Þingvöllum og Grímsnesi og Grafningi. Lögð fram tilboð aðila sem bjóðast til að annast gerð útboðsgagna og mat á tilboðsgjöfum. Samþykkt að taka tilboði Verkfræðistofu Suðurlands. Einnig lagt fram bréf Ragnars S. Ragnarssoar og Guðmundar Rúnars Svavarssonar um að ofangreind sveitarfélög verði tilraunasveitarfélög á vegum Umhverfisráðuneytis hvað varðar flokkun og urðun sorps, en ráðuneytið mun velja eitt sveitarfélag sem tilraunasveitarfélag á haustdögum. Tillaga um byggingu tveggja leiguíbúða fyrir sveitarfélagið sem staðsettar yrðu á lausum lóðum við Kistuholt. Að undanfömu hefur verið aukin eftirspurn eftir húsnáði í sveitarfélaginu og brýnt að mæta þeirri þörf. Samþykkt. Bréf frá skólastjórum í uppsveitum Arnessýslu um 50% stöðu skólahjúkrunarfræðings við grunnskólana í uppsveitunum. Kynnt. Drög að samningi um gerð aðalskipulags fyrir Biskupstungnahrepp 1999-2011, 2. og 3. áfangi. Kynnt. Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar fyrir næsta fund hreppsráðs. Vegna vatnsveituframkvæmda árið 1993 var farið í hönnunarvinnu í samvinnu við Búnaðarsamband fslands. Greiðsla vegna þessa var innt af hendi í ár. Sameiginleg ákvörðun sveitarfélaga á vestursvæði uppsveita að greiða skólastjórum sömu hækkun og kennurum fyrir kennsluþátt þeirra og sex tíma á mánuði í 9 mánuði vegna samvinnuverkefnis á milli skólanna. Vegna beiðni Geysis-vélsleðaferða um staðsetningu á aðstöðuhúsi/fjallaseli við Langjökul/Skálpanesi er lagt til að þeim verði heimilað til bráðabirgða staðsetning aðstöðuhúss til þess tíma að skipulagsnefnd miðhálendis hefur staðfest aðalskipulag Biskupstungnahrepps, þar sem gert yrði ráð fyrir fjallaseli á þessu svæði. Oddvita er að öðru leyti falið að vinna að framgangi málsins. Kynnt. Hreppsráðsfundur 8. september 1999. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis frá 2. september um fundartíma fjárlaganefndar. Samþykkt að fara á fund fjárlaganefndar og kynna brýn verkefni í Biskupstungnahreppi. Beiðni um niðurgreiðslu á leikskóladvöl í Grímsnesi. Grímsneshreppur óskar eftir því við Biskupstungnahrepp að sveitarfélagið greiði alls kr. 14.400 auk síðdegishressingar fyrir tvö böm sem dvelja á leikskólanum en eiga lögheimili í Biskupstungum. Samþykkt að greiða fyrir eldra bamið sem náð hefur tveggja ára aldri. Litli - Bergþór 6 ------------------------- Tillaga að breytingum á leikskólagjöldum skólaárið 1999-2000. Samþykkt að hækka gjaldskrá um 6% til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á vísitöluhækkun launa s.l. ár. Vistun fyrir alla 5 daga vikunnar: Kl. 9:00-17:00 kr. 21.700,- Kl. 9:00-12:00 kr. 8.150,- Kl. 9:00-13:00 kr. 13.250,- Kl. 13:00-17:00 kr. 10.700,-. Fyrir vistun 3 daga vikunnar: Kl. 9:00-17:00 kr. 14.200,- Kl. 9:00-13:00 kr. 8.150,- Kl. 9:00-12:00 kr. 4.850,- Kl. 13:00-17:00 kr. 6.650,-. Önnur vistun er hlutfallsleg í samræmi við gildandl gjaldskrá. Systkinaafsláttur og afsláttur fyrir einstæða foreldra er 25% Ný gjaldskrá leikskóla tekur gildi 1. október 1999. Afstaða til námsvistar nemenda með lögheimili utan sveitarfélagsins. Hafi barn lögheimili í öðm sveitarfélagi greiðir það sveitarfélag fyrir skólavist bamsins samkvæmt samkomulagi sem unnið hefur verið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnfundur „Fræðslumiðstöðvar Suðurlands“. Biskupstungnahreppur er einn af stofnaðilum og vonar að íbúar Biskupstungnahrepps nýti sér endur- og símenntun með tilkomu fræðslumiðstöðvarinnar. Beiðni um fé úr styrkvegasjóði vegna nýlagningar vegar við Svartárbotna á næsta ári. Skógræktaráform á Efri-Reykjum. Hreppsráð leggur til að beiðnin verið samþykkt. Fjárstuðningur við ferð Skálholtskórs til Frakklands 13. október n.k. Geirþrúður og Ragnar viku af fundi við þessa umræðu. Samþykkt að veita kórnum viðbótar fjárstuðning krónur 50.000,- auk þess er kórnum áætlað framlag á fjárhagsáætlun. Fjárstuðningur við kaup á Bingóvél til nota fyrir félög og íbúa Biskupstungnahrepps. Kaupin em að vemlegu leiti fjármögnuð með framlögum félaga í sveitinni. Samþykkt að veita krónur 20.000 til kaupanna. Hreppsnefndarfundur 13. september 1999. Drög að erindisbréfi fræðslunefndar Biskupstungna, skólastjóra Reykholtsskóla og leikskólastjóra lögð fram til kynningar. Kynning á stöðu skipulagsmála, vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins til næstu ára. Pétur H. Jónsson, Oddur Hermannsson og Haraldur Sigurðsson sögðu frá þeirri vinnu sem framundan er. Farið var yfir stöðu skipulags í Laugarási og Reykholti en vinnu þar er að mestu lokið. Kynnt áform uppbyggingar í sveitinni í kjölfar niðurstöðu spumingakönnunar sem gerð var s.l. haust. Margt felst í þeirri skipulagsvinnu sem er framundan m.a. skipulag frístundabyggða, staðsetning skógræktar, skráning á efnisnámum, vemdun votlendis og vemdun sérstakra náttúruvemdarsvæða. Uppbygging á hinum ýmsu sviðum atvinnulífs kom einnig fram í svörunum og stefna margir á stækkun núverandi rekstrar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.