Litli Bergþór - 01.12.2001, Page 18
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh
mjólkurkýr og milli 3 og 400 fjár, þótt því væri farið að
fækka og búið væri að eyða sauðunum vegna
mæðiveikinnar, sem kom fyrr þar en hér í Tungu.
Sauðabúskapur hafði áður verið mikill á Kiðjabergi, eða
um 200 sauðir. En þeir voru einskonar sparisjóður bænda
í þá daga. Ullin var þá svo verðmæt, að hún borgaði
fóðrið og kjötið af þeim var svo hagnaðurinn. Voru þeir
látnir ganga úti að mestu leyti og ekki gefið nema í verstu
veðrum. En samt varð að gæta þess að fóðra þá svo vel
að þeir héldu ullinni, þ. e. að ekki kæmu skil á vorin.
Annars var heyskapur mikill á Kiðjabergi, mikill
mannskapur við slátt og rakstur og kappsamlega unnið.
Kiðjaberg 1927.
L.B: Skólagangan, hvernig var hún?
Sveinn: Eg var náttúrulega í Barnaskólanum í
Reykholti hjá Stefáni Sigurðssyni skólastjóra. Byrjaði 10
ára gamall í vorskóla, en það varð eitthvað styttra í
dvölinni en til stóð, bara 4-5 dagar ef ég man rétt. Eftir
barnaskólann fór ég 17 ára í Héraðsskólann á Laugarvatni
til Bjarna Bjarnasonar og var þar tvo vetur 1944 -46.
Stelpur voru taldar meira bráðþroska þá og máttu fara 16
ára í skólann. Svo var fæðið líka fjórðungi ódýrara fyrir
þær! Þetta var bölvað óréttlæti!
Síðan var ég einn vetur heima, en fór svo á Hvanneyri
veturinn 1947 -48. Eg tók bara eldri deildina þar sem ég
var búinn að vera á Laugarvatni. Við vorum 3
„vetrungar,, herbergisfélagar á Hvanneyri, en auk mín
voru það Kristinn Jónsson frá Þverspyrnu í
Hrunamannahrepp, síðar tilraunastjóri á Sámsstöðum og
Páll Ólafsson, bóndi á Brautarholti á Kjalarnesi. Það var
góður heimilisbragur þarna, en Guðmundur Jónsson var
þá nýskipaður skólastjóri. Þetta sama ár var
búvísindadeildin sett á stofn.
L-B: Kannt þú einhverjar sögurfrá skólaárum þínum
og voru einhverjir aðrir Tungnamenn samtímis þér, t.d. á
Hvanneyri?
Sveinn: Nei, ég kann engar sögur. Við vorum svo
stilltir! En ég á bara góðar minningar frá báðum þessum
skólum. Skólafélagarnir voru góðir og vrðs vegar að af
landinu. Við vorum til dæmis að hittast í gær á Geysi,
Litli - Bergþór 18 -------------------------
gamlir skólafélagar frá Laugarvatni. Við hittumst fyrst
eftir 50 ár, en síðan höfum við hittst þrisvar.
A Laugarvatnsárum mínum kynntist ég Páli á
Hjálmsstöðum, en mér hafði verið uppálagt að skila
sérstakri kveðju til hans frá föður mínum, því milli þeirra
var sérstakur vinskapur. Hafði Páll verið hjá afa mínum
á Kiðjabergi í nokkrar vikur sem unglingur til að læra að
reikna og skrifa og var það hans eina skólaganga. - En
afi minn tók oft drengi til sín og kenndi þeim undir skóla
eins og það var kallað. - Þetta dugði Páli til þess að hann
varð vel ritfær og sveitarskáld Laugdæla og oddviti
þeirra eftir Stefán Stephensen. Bjarni skólastjóri kenndi
okkur félagsfræði og fór frjálslega með kennsluefnið.
Sagði hann m.a. sögur af Kiðjabergsheimilinu í tímum
og tók þá fram að ég væri ættaður þaðan. Fór þetta
ógurlega í taugarnar á mér.
Annars var Bjarni alveg einstakur húsbóndi og mikill
atorkumaður, sérstaklega við uppbyggingu skólans. A
þessum árum var skólahúsið sprungið utanaf
nemendafjöldanum sem fór sífellt stækkandi og beitti
hann sér fyrir byggingu nemenda- og kennarabústaðanna
í Björk, Grund og Mörk. Einnig lagði hann grunn að
menntaskólanámi á Laugarvatni.
A Hvanneyri var Sverrir í Hrosshaga samtímis mér,
en Fríða var þá að vinna þar sem starfsstúlka.
L-B: Svo við snúum okkur aftur að búskapnum hér í
Brœðratungu, hvað getur þú sagt mér afbúskap ykkar
Sigríðar?
Sveinn: Já, við Sigríður giftum okkur á 10 ára
afmæli lýðveldisins, 17. júní 1954, og frá þeim degi
töldumst við fyrir ákveðnum hluta búsins. Það sambýli
hélst til áramóta 1966-67, þegar pabbi fellur frá. Við
bjuggum svo ein hér þar til fyrir nokkrum árum, að
Kjartan fer að búa með okkur. Nú eru hann og Guðrún,
sambýliskona hans, búin að taka við öllu búinu, frá og
með síðustu áramótum (2001).
L-B: Hvernig er það, er Brœðratunga ennþá
ríkisjörð?
Sveinn: Nei, við keyptum jörðina um 1992. Það
hafði verið í býgerð áður, en þá átti ég að kaupa öll þau
tún, sem ég hafði ræktað á jörðinni, og það gat ég ekki
fellt mig við. Seinna var þessu breytt og ábúendum
gefinn kostur á því að kaupa jarðirnar á viðráðanlegu
Nýja íbúðarhúsið í Brœðratungu.