Litli Bergþór - 01.12.2001, Síða 19

Litli Bergþór - 01.12.2001, Síða 19
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh.... verði. Ég held ég fari rétt með, að nú í ár séu allar jarðir í Bræðratungutorfunni komnar í einkaeign. L-B: Eg veit að búið er sórt, en hve stórt er það nú? Sveinn: Ætli það sé ekki heyjað núna á um 150 ha túns auk beitartúna. Við keyptum Hvítárbakkann af Sævari, þegar Ingvar og Haukur fluttu þaðan um 1989 og eru túnin þar, um 30 ha, í þeirri tölu. Það var eiginlega Gunnlaugur bróðir minn, sem hvatti mig til þess að kaupa Hvítárbakkann. Það væri ekkert fýsilegt að fá einhverja hestamenn hér í hlaðvarpann! Nú, hvað bústærðina varðar, - ætli síðastliðinn vetur hafi ekki verið um 760 vetrarfóðraðar kindur, um 50 kýr mjólkandi og auk þess rúmlega annað eins af geldneytum. Hausarnir í fjósinu eru því á bilinu 110- 115. Og svo er til þó nokkuð af hrossum. En áður fyrr, meðan engjaheyskapur var stundaður, þurfti mörg hross undir heyband og hefur hrossabúskapurinn haldist síðan. L-B: Hvernig hefur uppbyggingin á húsakosti verið hér í Tungu? Sveinn: Ibúðarhúsið var byggt á árunum 1956 -58 og fluttum við í það 1958. Nú, allar aðrar byggingar, gripahús og hlöður, voru meira og minna byggðar nýjar, eða endurbyggðar á þessum árum eftir 1950. Fjárhús voru byggð 1958 og fjós 1963. L-B: Með svo stórtfjárbú hlýtur að þurfa talsverðan mannskap ífjallferðir. Sveinn: Jú, það fara í kringum 5-7 rnanns í fyrstu leit á hverju ári. Ég fór fyrst til fjalls 1941, 14 ára gamall, og oftast síðan. Síðast nú í haust, þegar ég átti 60 ára fjallafmæli! Ég hef farið tvisvar í 3. leit, annars hef ég alltaf farið í 1. leit. í eftirsafn hef ég aldrei farið. L-B: Kanntu einhverjar góðar sögur affjalli? Sveinn: Það er þá helst að ég segi þér frá fyrstu fjallferðinni minni, en hún er mér mjög fersk í minni. Eins og ég sagði áðan var þetta fermingarárið mitt, 1941, en draumur margra fermingarstráka var þá að fá að fara á fjall. Þegar fjallskilaseðillinn kom, leist mér ekki á að ég fengi að fara, því pabba var gert að senda mann í svokallaða undanleit. Þá var nýlega hafin varsla á Kili vegna sauðfjárvarna og því hætt að rétta inni á afrétti í Seyðisárrétt, þar sem fé sunnan-og norðanmanna var áður dregið í sundur. Höfðu 10 menn alltaf verið sendir að sunnan að sækja féð og var það rekið beint suður yfir afrétt á ótrúlega skömmum tíma og komið með það í Tungnaréttir á miðjum réttadegi. Fyrstu árin á eftir að varsla hófst þurftu sunnanmenn þó að smala lengra norður, það land, sem áður hafði verið smalað til Seyðisárréttar, og var þetta ár, þegar ég fór fyrst á fjall, síðasta árið, sem það var gert. Ég fékk semsagt að fara og vorum við tíu saman sendir af stað þremur dögum fyrr en þeir, sem fóru í Gránunes. Þetta voru Ingvar og Kormákur sonur hans frá Hvítárbakka, Guðmundur Egilsson frá Galtalæk, Sigurfinnur frá Bergsstöðum, Þórður Benediktsson frá Einholti, Albert Gunnlaugsson frá Gýgjarhóli, ættaður úr Fljótunum og 3 menn frá Jörundi í Skálholti, þeir Skúli Helgason frá Iðu, Sigurfinnur Einarsson frá Iðu 2 og Hjálmar Tómasson frá Auðsholti. Þarftu að byggja - Þarftu að breyta? JH J.H.vinnuvélarehf. hafagóðanvélakosttilmargvíslegra verka, vana menn og býður fljóta og örugga þjónustu á sanngjörnuverði. v^.y * v Þarftuað: -Jarðvegsskipta -Leggjaveg -Byggjahúsgrunn - Leggja vatnsveitu fyrir heitt eða kalt vatn - Flytja hús t.d. sumarhús -Setja niður rotþró og leggjafráveitu - Gera það ómögulega mögulegt Vinnuvélar Simi 852-7190 Leitaðu þá upplýsinga og tilboða Við seljum hvers kyns jarðefni, rotþrær o.fl. Ánægðirviðskiptavinireruokkarstolt! J.H. vinnuvélar ehf. Efri-Brekku e« Símar: skrifst. 486 8626, verkst. 486 8624, GSM (Jóhannes) 892 7190, Jóhannes heima 486 8735, Fax 486 8625, netfang: jh.velar@centrum.is Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.