Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 4

Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 4
Formannspistill Heill og sæll lesandi góður og gleðilegt sumar þótt hægt hlýni. Eins og oft áður ætla ég að leyfa mér að halda áfram að hvetja alla til þess að nýta sumarið til útiveru og hreyfingar og minni því á átakið Fjölskyldan á fjallið, sem er skemmtileg hug- mynd til útiveru fyrir alla fjölskylduna. Þann 7. júní næstkomandi verður farið í skemmtilega göngu á Langholtsfjall og verður lagt upp frá Alfaskeiði. Gangan er öðrum þræði helguð konungskomunni fyrir 100 árum en kóngurinn og fylgdarlið hans áðu á Álfaskeiði í þeirri ferð og þáðu mjólk frá Birtingar- holtsbónda. Sem sagt, allir í gönguskóna, með nestið og góða skapið. Ungmennafélagið fagnar framkvæmdum, sem sveitarfélagið stendur fyrir, en það er gerð spark- valla bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Fjölmargir aðilar leggja hönd á plóg bæði með vinnuframlagi og tækjum sínum til þess að halda kostnaði í lág- marki svo framkvæmdin verði möguleg. Væntan- lega verða vellirnir kærkomið æfingasvæði fyrir þá sem vilja æfa boltafimi. Af málefnum Ungmennafélagsins er það helst að frétta að nú styttist í stórafmæli félagsins og hefur stjórn þess skipað þriggja manna afmælisnefnd til þess að vinna að undirbúningi afmælisins og viðburðum því tengdum. Meira um það síðar. Er umræðan um umhverfismál og umgengni fólks við landið fallin í gleymsku? Já, ég held að þörf sé á átaki og eflingu fyrir því að fólk losi ekki umbúðir utan af drykkjarföngum og öðrum úrgangi út um gluggann í hugsunarleysi, umhverfi okkar til skaða. Þörf væri á hreinsun meðfram vegum. Verum minnug slagorðsins „Hreint land, fagurt land“. Sé ekki borin virðing fyrir umhverfinu lýsir það van- mati okkar á dýrmæti lands okkar, sem við mörg nýtum til framleiðslu hreinna matvæla og aðrir til ferðamennsku og útiveru. Njótum sumarsins í fögru umhverfi en verum minnug þess að akstur er dauðans alvara og að áfengi og akstur fara ekki saman. Kveðja, Guttormur Bjarnason, formaður Umf. Bisk. ‘Bjarruéúð ‘Key/jioíti Verslun og bensínafgreiðsla Opnunartími: Alla dag frá 09 til 21 Allar almennar matvörur og olíur Bjarnabúð Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.