Litli Bergþór - 01.06.2007, Side 6

Litli Bergþór - 01.06.2007, Side 6
Sveinn Skúlason Minning Sigríður og Sveinn í Bræðratungu. Hann var fæddur í Bræðratungu 6. júlí 1927 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 14. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði og Skúli Gunnlaugsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Sveinn átti alla ævi heima í Bræðratungu. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1944 - 1946 og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1948. Hann hóf búskap á nýbýlinu Bræðratungu 2, sem er helmingur Bræðratungunnar, árið 1954 ásamt konu sinni, Sigríði Stefánsdóttur frá Skipholti í Hrunamannahreppi. Þau nytjuðu alla jörð- ina frá 1966 til 2000, er sonur þeirra tók við, en síðu- stu 13 árin þar áður höfðu þeir feðgarnir búið þar félagsbúi ásamt konum sínum. Sveinn hafði brennandi áhuga á búskap og vildi búa stórt og vel, enda lagði hann mikla áherslu á ræktun bæði lands og búfjár. Afrekshorn Búnaðarfélags Biskupstungna og Búnaðarsambands Suðurlands hlaut hann fyrstur manna árið 1986. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum; fyrst hjá Ungmennafélaginu, þar sem hann var formaður í eitt ár og gjaldkeri samtals í átta ár. Hann var í sveitarstjórn í 12 ár og formaður skólanefndar Reykholtsskóla í nokkur ár og þá framkvæmdastjóri byggingar Reykholtslaugar. Hann sat í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands á annan áratug, var formaður Nautgriparæktarfélags Biskupstungna, deildarstjóri Biskupstungnadeildar bæði Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands í áratugi. Þá var hann lengi formaður Jarðanefndar Arnessýslu. Hann beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum, sem ekki tengdust þessum störfum beint, svo sem byggingu brúar á Tungufljót fyrir sunnan Krók og lagningu hitaveitunnar, sem nefnd er Brúin. Hann fór fyrst til fjalls 14 ára og var síðar fjallkóngur í 11 ár. Sveinn hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hans vegum. Hann bar hag Bræðratungukirkju mjög fyrir brjósti og var lengi formaður sóknarnefndar og meðhjálpari þar frá 1966 til dauðadags. Öll sín störf rækti Sveinn af miklum áhuga, sam- viskusemi og dugnaði. A. K. Heimasímar: Loftur: 486 8812 853 1289 VÉLAVERKSTÆOI ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNGUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.