Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 10

Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 10
Frá íþróttadeild Umf. Bisk. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, íþróttakona ársins 2006, og Pálmi Eiríkur Gíslason, íþróttamaður ársins 2006. Æfingar hjá okkur hófust 25. sept. og þeim lauk um miðjan maí. í vetur var boðið upp á knattspyrnu, fimleika, bad- minton, körfubolta, glímu og stelputíma. Knattspyrnuæfingar hófust af krafti fimmtudaginn 21. október 2006, og voru æfingar einu sinni í viku. Vel var mætt og greinilega mikill áhugi á fótbolta í sveitinni. Skipt var í tvo hópa 1 .-4. bekkur og 5.-10. bekkur, fyrsta daginn voru mættir 13 strákar í yngri flokknum og í eldri hópnum voru mættir 20 krakkar, bæði strákar og stelpur. Þegar að við sáum að áhuginn var svona gífurlegur ákváðum við að skipta eldri hópnum í tvennt og hafa þrjár æfingar í viku, en skiptingin varð þannig; 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Þetta gekk bara mjög vel fram að jólum. Þegar mest var voru skráðir 30 nemendur á æfingar. Þjálfari í vetur var Jóhann Pétur Jensson. Fimleikarnir voru með hefðbundnu sniði árið 2006. Það voru um 40 börn sem stunduðu fimleika og voru stelpur í miklum meirihluta. Æfingar voru á mánudögum og þriðjudögum. Blái hópur í leikskólan- um bættist við eftir jól. Þjálfari í vetur var Freydís Örlygsdóttir Badmintonæfingar byrjuðu um miðjan september, æft var einu sinni í viku, á þriðjudögum. A æfingarnar mættu að meðaltali urn 5 krakkar sem er í það fæsta svo hægt sé að gera ýmsa hluti. Ekki var tekið þátt í neinu móti á tímabilinu. Þjálfari í vetur var Helgi Kjartansson. Körfuknattleiksæfingar byrjuðu um miðjan septem- ber fyrir grunnskólabörn. Ákveðið var að bjóða 4.-10. bekk upp á æfingar. 4.-7. bekkur æfa saman og svo eru stelpur og strákar með sér æfingar í 8.-10. bekk. Ein æfing hefur verið á viku hjá öllum hópum. Æfingarnar hafa tekist mjög vel og hefur þátttaka verið framar vonum. Krökkunum hefur farið mikið fram og sést það best þegar er spilað í lok æfingar. Þjálfari í vetur var Axel Sæland. Glímustarfið var með hefðbundnum hætti á árinu. Tveir æfingahópar voru í gangi. Á haustdögum hófust æfingar um miðjan september. I yngri hópnum voru um 12 krakkar sem æfðu á miðvikudögum, strax eftir skóla. Á sunnudagskvöld- um voru æfingar fyrir eldri hópinn en þar voru að mæta að jafnaði 6 á æfingar. Árangurinn var með ágæt- um, hvort sem hann var á mótum á vegum HSK eða á landsvísu. Þjálfari í vetur var Helgi Kjartansson. Stelputímar hófust í byrjun september. Þátttaka var heldur slakari en áður hefur verið en náðist þó upp í 8. Tímarnir voru með sama sniði og áður. Breyttur æfingatími var á fimmtudögum frá kl. 18:30 til 19:30. Stelpurnar hittust heima hjá þjálfara á aðventunni og bjuggu til jólasápur og höfðu notalega stund. Áslaug Rut Kristinsdóttir sá urn tímana í vetur. Hin árlega flugeldasala um áramótin var í samstarfi við Björgunarsveitina. Salan, sem og samvinnan, gekk ágætlega. Við minnum á sölu okkar á salernis- og eldhúspappír, einungis þarf að hafa samband við Maggý í Hrosshaga. Aðalfundur okkar var haldinn 16. maí s.l. Stjórnin var endurkjörin, en smávægilegar breytingar urðu á nokkrum nefndum. í pistli formanns kom fram mikilvægi þess að vera skráður í félagið. Fyrir félagið sjálft hefur iðkendafjöldi áhrif á greiðslur til okkar frá UMFÍ. Félagsmenn í Umf. Bisk. borga árlegt félagsgjald en á móti koma lægri æfingagjöld, en það kemur sér sér- staklega vel fyrir þá sem æfa fleiri en eina grein. Annað er það að einungis félagsmenn eru gjaldgengir í kjöri til íþróttamanns og íþróttakonu ársins. Það ætti því að vera allra hagur að vera félagsmenn í félaginu. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.