Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 16
Þórdís Ivarsdóttir Ferjukonan á Krók Inngangur Hún Dísa á Krók, eins og við köllum hana, er ein þessara dugmiklu kvenna sem á að baki eftirminnilegan starfsferil og mikla lífsreynslu til margra ára. Uppistaðan í þessari frásögn, er viðtal sem ég undirritaður átti við hana í apríl mánuði 1997, en þá var þessi merkiskona orðin 96 ára gömul. Þrátt fyrir háan aldur var minnið óskert og frásagnargleðin með ólíkindum. Spurningarnar hjá mér og frásögnin í heild mótast efalaust af minningum og ánægjulegum samskiptum löngu liðins tíma við frændfólk mitt á Krók. En eiginmaður Þórdísar, Egill Egilsson frá Galtalæk í Biskupstungum, var móðurbróðir minn. Þegar við minnumst efiðleikanna við ferjustaðinn á Krók frá fyrri árum, var Tungufljót beljandi jökulá, þ. e.a.s. áður en Farinu, afrennsli Hagavatns, var veitt frá farvegi Tungufljóts út í Sandvatn og Sandá. Ferjubáturinn var klunnalegur og þungur og þætti ekki eins manns færi að fást við í dag. A veturna varð oft að ferja á milli skara á Fljótinu og í öskrandi jökulskriði. A sumrin var þetta allt auðveldara, en stöðugur sandburður í ánni orsakaði breytilegar eyrar og grynningar sem gerðu ferjumannsfjölskyldunni oft lífið leitt. í ferjumannsfjölskyldunni á Krók voru auk þeirra hjóna, börnin þeirra fimm, Þuríður f. 26. 7.1926, Steinunn f. 3. 9.1927, d. 29. 4.1947, Egill f. 26. 8.1929, ívar Grétar f. 6. 9.1930, og Jóna Kristín f.29.11.1942. Dísa, vinkona mín á Krók, lést rúmum tveimur árum eftir að ég tók þetta viðtal við hana, þann 10. júlí 1999. Fjölskyldan á Krók. Fremri röð frá vinstri: Jóna Kristín, Egill, Þórdís, Þuríður. Aftar: Egill, Ivar Grétar. Fæddur Grímsnesingur Þórdís Ivarsdóttir er fædd að Þóroddsstöðum í Grímsnesi 20. maí 1901. Foreldrar hennar þau ívar Geirsson og Margrét Þorsteinsdóttir voru þá vinnuhjú á Búrfelli, Margrét hafði skömmu fyrir fæðinguna verið orðin mjög þreytt og var þá flutt að Þóroddsstöðum sér til hvíldar þar sem Dísa fæddist. Þegar Dísa var orðin þriggja vikna var móðir hennar flutt aftur út að Búrfelli, en Dísa að Hömrum, þar sem hún dvaldi þar til hún var tuttugu vikna. Þá komst hún í fóstur til hjónanna á Minni-Borg, þeirra Olafs Ásgrímssonar og Guðrúnar Björnsdóttur og ólst upp hjá þeim meðan þau bæði lifðu. Guðrún dó á afmælisdaginn hennar Dísu þegar hún varð 9 ára en Olafur síðan um veturinn sama árið. Eftir þetta ólst Dísa upp hjá uppeldissystur sinni, Kristínu á Minni-Borg, en hún var tólf árum eldri en Dísa. Fyrir utan uppeldissysturnar tvær, áttu hjónin Olafur og Guðrún á Minni-Borg sex börn. Kristín þessi giftist síðar Jóni Þorvarðarsyni og bjuggu þau lengst af í Norðurkoti í Grímsnesi og síðar í Hafnarfirði. Áður en Dísa kom að Krók var hún kennd við Norðurkot. (Dísa í Norðurkoti). Dísa í Tungurnar Árið 1922, þegar Dísa er 21 árs gömul, ræður hún sig í kaupavinnu upp að Galtalæk í Biskupstungum. Á þessum tíma var hún reyndar staðráðin í því að fara norður í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu og var nærri búin að ráða sig þangað. Um þetta segir Dísa „Mér þótti nú skömm að því að fara í vist um svo langan veg og hafa hvorki séð Gullfoss eða Geysi. En til þess að sjá þessi náttúruundur hafði ég ekki önnur ráð en fara sem kaupakona upp í Biskupstungur og lenti þá á Galtalæk“. Á þessum tíma bjuggu á Galtalæk hjónin Egill Egilsson og Guðlaug Steinunn Guðlaugsdóttir. Og Dísa segir: „Þau hjón höfðu þá jörðina á Krók undir eins og sagt var og þar var kaupafólk allt sumarið. Jóhanna, dóttir þeirra, sá um matreiðslu en elsti sonur þeirra, Egill, stjórnaði verkum fólksins þar. Eg fer svo að Krók ásamt fleira vinnufólki og fer aldrei þaðan meir, svona getur þetta nú orðið“. Dísa og Egill hefja búskap á Krók (Ferjustaðurinn og síminn) Þau Egill og Dísa giftu sig árið 1925 og höfðu þá byggt upp á Krók nýjan bæ og hafið þar búskap. Og hvernig var svo að hefja búskap á Krók á þessum tíma? Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.