Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 17
„Það var erfitt. Aldrei stans á ferjunni. Við vorum búin að byggja nokkuð góðan bæ, en hann var kaldur. Það vantaði torfveggina utan á hann til þess að halda kuldanum frá. Ferjustaðurinn er þá orðin mikil kvöð, já þá fyrst var hann orðinn það. Aður var ferjað miklu meira suður í Sporði sem kallað var (á vatnamótum Tungufljóts og Hvítár). Hverfismenn áttu þar bát og fóru þar yfir. Og áður var aðalferjan yfir Tungufljót frá Reykjavöllum“. Eitt það versta fannst mér þó sandburðurinn í Fljótinu, það sem var kannski fært í dag var jafnvel ófært á morgun vegna sandeyra og maður varð oft að draga bátinn langar leiðir fyrir eyrarnar og jafnvel yfir þær. Það held ég að hafi nú farið verst með heilsuna mína“. Og svo kemur síminn hingað. Krókur er fyrsti bærinn í Eystri-Tungunni sem fær síma. Varð ekki mikil aukning á gestakomu til ykkar vegna símans? „Jú það kom fyrir að hingað kom fólk ofan frá Bergstöðum og Drumboddsstöðum í síma og svo úr Hverfinu. Ekki fannst mér gestakoman aukast að ráði við símann, því hér var aldrei gestalaust af nágrönnum“. Sumardvalargestir og vinnufólk Svo minnist ég þess að hér voru oft margir sumardvalargestir og sumir bjuggu í tjöldum. Sá þetta fólk um sig sjálft? „Ekki var það nú nema þá að sumu leyti. Ég var oft með þetta fólk í stofunni hjá okkur og það var stundum svo að heimilisfólkið komst varla fyrir. Þá var ég með flatsæng fyrir það uppi á lofti“. Voru þið Egill með mörg vinnuhjú hjá ykkur eftir að þið fóruð að búa? „Nei, þau voru nú ekki mörg. Stúlka var hér hjá okkur í um tvö ár sem hét Ólöf Guðný og var kölluð Lóa. Svo var hann Guðmundur heitinn Helgason, sem lengi var á Galtalæk, hjá okkur í eitt ár. Síðan kom til okkar unglings piltur Erlendur Guðmundsson, Elli, hann mun Ferjukonan. Dísa leggur frá vesturbakka Tungufljóts, líklega sumarið 1929. Var einhver einn árstími örðum verri varðandi ferjuna? „Veturinn var náttúrlega vestur þegar ísskrið var. Það var á stundum óferjandi þótt verið væri að því. Og svo voru tafirnar um heyskapartímann afskaplega þreytandi á köflum. hafa verið hér í fimm ár. Hún Þórunn, Tóta, kom til okkar frá Reykjavík og var hjá okkur í mörg ár. Hún hafði nú blað upp á það blessunin að hún mætti ekki vinna, en það var nú ekkert nefnt þegar verið var að koma henni fyrir hér“. 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.