Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.06.2007, Blaðsíða 18
Eldri systurnar á Krók. Myndin tekin 1945, Steinunn (Unna) 18 ára t. v., Þuríður (Þura) 19 ára t. h. Þátttaka í fjölþættu félagsstarfi í Tungunum Nú langar mig að spyrja þig um þátttöku þína í félagsmálum. Þú varst mikið í leikstarfsemi þegar ég man fyrst eftir? „Já, ég var mikið í því bæði fyrir Kvenfélagið og á vegum Ungmennafélagsins, en ég gekk nokkuð seint í Kvenfélagið“. Var þá leikið í samkomuhúsinu á Vatnsleysu eða kannski heima í baðstofum bæjanna? „Já, aðallega á Vatnsleysu. Fyrst lék ég reyndar í baðstofunni í Miklaholti, og þá lékum við Happið. Ég var nú búin að leika í því stykki áður. Það kom m.a. fólk utan úr Grímsnesi til að sjá það hjá okkur.“ Og svo lékstu í Skugga-Sveini? „Já, það er nú líklega. Þar lék ég Grasa-Guddu og Hædý í Asakoti Gvend smala“. Varstu einhvem tíma í stjóm Kvenfélagsins? „Nei, aldrei, en ég var bara í skemmtinefndum og svoleiðis“. Uppbygging á húsum og bústofni Dísa, hvenær byggðu þið Egill nýja bæinn ykkar á Krók? „Það hefur líklega verið árið sem við fórum að búa, 1923. Svo féll verð á öllum afurðum um haustið, alveg um helming”. Þá hefur túnið á Krók ekki verið stórt? „Nei, túnið var mjög lítið, en engjarnar alveg út frá túninu og mikið af kúgæfu heyi“. Bústofn hjá ykkur fyrstu árin. Voru þið strax með kýr? „Já, já við áttum oft góðar kýr. Og líka góða hesta, meira að segja gæðinga. Egill var í fyrstu stjórn Hrossaræktarfélags Biskupstungna og mikill áhugamaður um hrossarækt, en var þó aldrei mikill hestamaður og ekkert laginn við hesta. Hann hafði ekkert gaman af hestum, en hann var framsækinn maður og þessvegna vildi hann að hrossin væru kynbætt. En það var ekki mjög auðvelt, því það voru ýmsir bændur sem voru með þessa bölvaða „folatitti” og þeir voru búnir að fylja meramar áður en þær voru settar til kynbótahestsins“. En hafði Egill gaman af sauðfé? „Já, hann hafði mjög gaman af sauðfé og keypti hrúta víðsvegar að til kynbóta og meira að segja ær líka frá Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu". Ferðalög og samgöngubætur Nú ert þú komin á þennan aldur, Dísa. Hefur þú ferðast mikið um landið okkar? „Nei, allt of lítið. Ég hef að vísu komist norður á Blönduós. Ungu hjónin hérna fóru með mig þangað þegar ég varð níræð og þá fór ég fyrst norður Kjöl“. Hafðir þú ekki gaman af að koma í Hvítárnes og á Hveravelli? „Ég hafði ekki sérlega gaman af að koma í Hvítárnes. Það er svo slæmur andi þar og ég er svo næm fyrir því. Það er bara eitthvað meira en lítið þar á sveimi. Hveravellir er ákaflega merkilegur staður, en ég get ekki séð að þar sé fallegt og varð raunar fyrir talsverðum vonbrigðum. Því fólk hafði svo oft talað um Hveravelli,Hveravelli, Hveravelli. En þetta er auðvitað stórkostlegur og merkilegur staður og að hugsa sér það að fólk skuli hafa lifað þarna af í auðninni yfir veturinn“. En hvað hefur þú komist langt austur með suðurströndinni? „Ég hef komist austur að Núpsstað og sá þá gamla bænahúsið og þar var gott að koma“. En hefur þú farið til útlanda? „Nei, og ekkert langað. En ég hefi liðið fyrir það hvað lítið ég hef séð af landinu mínu”. Nú manst þú tímana tvenna í samgöngumálum, Dísa. Fyrst ferjustaðinn hér á Krók, síðan vegurinn ofan frá Fljótsbrú sem lengi hafði verið beðið eftir. Og svo rætist draumurinn um brú yfir Fljótið hér á Krók. Manstu eftir vísunni sem hann Kristinn í Borgarholti orti hér um árið þegar Bjami á Laugarvatni var í framboði til Alþingis, vísan var svona: Sælt er að lifa í sannri trú að samgöngumar batni, ef á Fljótið byggir brú Bjarni á Laugarvatni. „Ég var nú búin að gleyma vísunni. En brúin kom, en það voru ekki Bjarna verk. Ég álít að það eigum við Sveini í Bræðratungu að þakka að brúin kom. Það var svo heimskulega lítill áhugi á þessu máli lengi vel. Að vísu komst þetta mál á nokkurt skrið þegar skólastjórinn okkar, hann Unnar Þór Böðvarsson, komst inn á þing sem varamaður í nokkra daga. Hann tók þá málið upp og skýrði fyrir alþingismönnum o.fl. Hann vildi svo auðvitað þakka sér þetta og mátti raunar Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.