Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 20

Litli Bergþór - 01.06.2007, Page 20
gefinn maður, greindur og skáldmæltur, en kannski vissi hann allt of mikið af því. Það var nú lengi fyrst eftir að hann fór að koma hér, að hann kom alltaf yrkjandi inn og Egill var mjög spenntur fyrir þessu. Svo var það einu sinni, líklega seint í ágúst eitt sumarið. Þá vorum við orðin kjötlaus en það var mikill og vænn hrútur í túninu, sem alltaf hafði staðið til að slátra og honum var nú slátrað. Á þessum tíma var Jón, fóstri minn, hérna hjá okkur og hún Tóta. Jón ætlaði að svíða hausinn af hrútnum fyrir mig á prímus og hann er að biðja um prik til að festa hausin á. Jón fer að orða það við Tótu. Tóta kemur og réttir honum prik, og segir þetta er þvottaprikið okkar, Jón, og þú verður að skila því aftur. í því kemur Kristinn á vettvang, og segir: Tóta var að panta prik, prik hjá honum Jóni. Ég stóð þarna nærri og sagði: Ekki nokkur asnastrik. Ertu, Kristinn, dóni? Kristinn þagnaði um stund, eins og stungið hefði verið upp í hann, en sagði svo. Ég ætlaði nú að hafa þetta svona: Ekki nokkur asnastrik, sem yrðu henni að tjóni. JJann kom aldrei yrkjandi inn til okkar eftir þetta.“ Fjölskylduhagir Dísu á Krók og breyttir tímar Dísa, nú haga atvikin því þannig að börnin ykkar flytja öll í burtu og setjast ekki hér að. Svo takið þið fósturson sem býr hér rausnarbúi í dag með fjölskyldu sinni? „Já við tókum að okkur tvo drengi, fyrst Unnstein og þá er Jóna dóttir okkar þriggja ára. Heimi tókum við svo þremur árum seinna, þá vantaði hann nokkrar vikur upp á að verða tveggja ára. Ég var nú búin að neita því að taka Heimi, var þá sára heilsulaus og með tvö ung börn fyrir“. En voru þið búin að byggja þetta hús þegar Heimir fór að búa hér? „Já, en það var ekki nema hálfbyggt, ekkert farið að gera í kjallaranum þar sem ég bý nú“. Og þetta sambýli hefur verið gott? „Já, mjög. En eins og ég sagði var ég treg til að taka drenginn, en það er mesta gæfuspor sem ég hef stigið á æfinni, það var að taka þetta litla barn. Ég væri ekki það sem ég er ef ég hefði þurft að hrökklast í burtu frá Krók“. Hugsaðu þér, Dísa, þegar maður horfir til baka. Þá eru þessi kot í Tungunum sem tæpast þótti búandi á í gamla daga, t.d. Gýgjarhólskot, Fellskot, Hrosshagi, Krókur og kannski fleiri orðin mestu stórbýlin í dag? „Já það er óhætt að segja það að framfarirnar hafa orðið geysi miklar og góðar“. En hvað með ættmenni þín og vini, hefur þetta fólk sýnt þér tryggð? „Já, allir sýnt mér tryggð. Bróðir minn Geir, sem var næst yngstur af okkur systkinunum og bjó í Glerárþorpi á Akureyri, og hans börn hafa sýnt mér mesta art, fyrir utan dætur hennar Hjörleifar systur minnar”. En hvað með mannlífið hér í sveit frá því þú komst hingað og fram á þennan dag. Hefur það ekki mikið breyst? „Jú náttúrlega hefur það gert það, því það er svo miklu meiri velmegun en hér áður fyrr. En hérna var alltaf mikið framfarafólk, mikið sönglíf og félagslíf almennt“. Dísa, nú er Vatnsdalurinn hérna austan við bæinn út að Vatnsdalsholtinu orðinn eitt fúafen eða mýri. Ég man eftir því þegar ég var sumarstrákur hjá afa mínum á Galtalæk innan við fermingu, líklega um 1940, þá voru íþróttaæfingar á vegum Ungmennafélagsins hér á rennsléttum sandbökkum í Vatnsdalnum og hingað kom fjöldi ungmenna til æfinga, bæði úr Eystri- Tungunni og Ytri. Þetta var á þeim árum þegar Guðmundur (Mummi) móðurbróðir minn var formaður Ungmennafélags Biskupstungna og Hjálmar Tómasson frá Auðsholti, kenndi okkur, þá nýútskrifaður af íþróttaskólanum á Laugarvatni. En landið í Vatnsdalnum hefur breyst verulega í tímanna rás, að mér er sagt, líklega vegna minnkandi sandburðar í Fljótinu eftir að Farið hætti að renna í það og trúlega vegna frárennslismála, sem ég kann ekki skýringu á. „Jú, ég man vel eftir þessum íþróttaæfingum unga fólksins og þessu mikla starfi hjá félaginu í formannstíð Guðmundar“. Dísa, klassísk spurning undir lokin Hver er galdurinn við að ná svona háum aldri? „Ja, ég veit það nú ekki. Ég hef aldrei drukkið vín. Og lítið reykt. Ég var þó byrjuð að reykja og reykti þá eins og fífl. Svo varð ég nú fyrir því að brotna og lenti inni á spítala. Þar sýndist mér stúlkurnar hafa svo mikið að gera að þær höfðu tæpast tíma til að borða hvað þá meira. Þær voru að keyra rúmin fram með sjúklingunum svo þeir gætu reykt. Þá sagði ég: Nei, Dísa mín, nú hættir þú að reykja og ég gerði það og fann ekki fyrir því. Mér datt ekki í hug að láta þessar manneskjur hafa þessa viðbótar vinnu ofan á allt annað sem mér sýndist þær hafa að gera. Þetta var á Landakoti árið sem nunnurnar hættu rekstri spítalans og ríkið tók við. Það vantaði fólk, var svona illa mannað“. Tómstundaiðja, handverk og eða listmunagerð Nú hefur þú, Dísa, að minnstakosti í seinni tíð unnið mikið í handavinnu og að hreinni listmunagerð og unnið úr allskonar efni. Hefur þetta ekki stytt þér stundirnar? „Nei, listmunagerð er það ekki. En þetta hefur verið mér alveg ómetanlegt". Hvernig hefur þér gengið að fá aðföng í þetta? Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.