Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 22

Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 22
Hrepp snefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Biáskógabyggðar 65. fundur byggðaráðs 27. febrúar 2007 Mœttir voru allir byggðaráðsmenn en Pórarinn Porfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Arnessýslu, sat fundinn undir liðum þar sem fjallað var um skipulagsmál. Safnvegaáætlun 2007- 2010. Byggðaráð leggur til að kallað verði eftir upplýsingum um forsendur framlagðrar áætlunar frá fulltrúum Vegagerðarinnar, hvað varðar þá verkþætti sem snúa að Bláskógabyggð. Innsend bréf og erindi: 1. Bréf frá Böðvari Þór Unnarssyni, dags. 1. febrúar 2007. I bréfinu er óskað eftir fjárstyrk vegna gerðar sjónvarpsþáttar um fornleifarannsóknina í Skálholti. Byggðaráð leggur til að umsókninni verði hafnað, þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaðarlið sem þessum í fjárhagsáætlun ársins. 2. Bréf frá Finnboga Kristjánssyni, f.h. Hannesar Lentz, dags. 19. febrúar 2007. I bréfinu óskar bréfritari eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á landspildu, 68 ha, úr Efra- Apavatni II, sem nefnt verði Skógarhlíð. Afstöðumynd fylgir erindinu. Byggðaráð gerir engar athugasemdir við stofnun þessa nýja lögbýlis. 3. Umsókn um byggingarlóð. Lögð fram umsókn um iðnaðarlóðina Lindarskógur 9, Laugarvatni. Umsækjandi er Jón Þór Ragnarsson, kt. 271249-4549. Lóðin var auglýst laus til umsóknar síðast liðið vor. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Byggðaráð samþykkir jafnframt að ekki verða fleiri byggingarlóðum úthlutað fyrr en ný gjaldskrá gatnagerðargjalda hefur verið samþykkt. Efni til kvnningar: 1. Undirskriftarlisti frá íbúum Bjarkarbrautar í Reykholti. Osk um úrbætur og frágang á Bjarkarbraut í Reykholti. 2. Fyrstu drög að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir Bláskógabyggð. Lögð fram frumdrög að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir Bláskógabyggð. Forsendur gjaldskrárinnar ræddar. 70. fundur sveitarstjórnar 21. febrúar 2007 Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fimdargerð. Þriggja ára áætlun Bláskógabvggðar 2008 -2010 tsíðari umræða'). Valtýr gerði grein fyrir framlagðri þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2008 - 2010. Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning eru í þúsundum króna: 2008 2009 2010 Tekjur: 674.913 702.840 731.156 Gjöld: 611.931 635.816 656.320 Rekstrarniðustaða: 27.913 34.383 44.760 Eignir: 671.849 674.667 683.507 Skuldir: 509.466 477.902 441.982 Eigið fé: 162.382 196.765 241.526 Fjárfestingar (nettó): 25.000 30.000 32.000 Ljóst er að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þröng. Ný lántaka að upphæð kr. 50 milljónir hefur verið samþykkt og fyrir liggur að fresta verður greiðslum af láninu allt kjörtímabilið. Langtímaskuldir Bláskógabyggðar í lok árs 2007 eru áætlaðar 420 milljónir króna sem eru um 63% af áætluðum tekjum ársins 2007. Mikilvægt er að tekjur standi undir gjöldum en það hefur sýnt sig að gatnagerðargjöld vegna nýframkvæmda í gatnagerð eru langt undir kostnaði. Lætur nærri að kostnaður sé 100% hærri en gatnagerðargjöldin og eru þau því aðeins um helmingur af því sem nýbygging gatna í þéttbýlunum kostar. Sveitarstjórn er sammála um breyta þurfi gatnagerðargjaldskrá og færa hana nær raunkostnaði við framkvæmdir. Jafnframt þarf að endurskoða aðra rekstrarþætti sveitarfélagsins með það að markmiði að hagræða og nýta betur það fjármagn sem innheimtist með þjónustugjöldum. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.