Litli Bergþór - 01.06.2007, Side 24

Litli Bergþór - 01.06.2007, Side 24
Afrit af bréfinu verður sent til Vegagerðarinnar, umhverfisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og Þingvallanefndar. 66. fundur byggðaráðs 27. mars 2007 Mœttir voru allir byggdaráðsmenn en Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði Jundargerð. Samþvkktir og reglugerðir: 1. Endurskoðun samþykktar um hundahald í Bláskógabyggð. Drög að nýrri samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð kynnt og rædd. Samþykkt að vísa henni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar. 2. Samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð. Drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð kynnt og rædd. Samþykkt að vísa henni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Drög að menningarsamningi Suðurlands. Oddviti kynnti fyrirliggjandi drög að menningarsamningi Suðurlands og samstarfssamningi milli sveitarfélaga á Suðurlandi. Sveitarfélögin á Suðurlandi hafa unnið að gerð þessa samnings undanfarin ár í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Æskilegt er að sveitarfélögin undirriti samstarfssamning sín á milli á sama tíma og menningarsamningurinn verður undirritaður. Byggðaráð leggur til að menningarsamningurinn og samstarfssamningurinn verði samþykktir og að oddvita verði veitt umboð til að undirrita samningana fyrir hönd Bláskógabyggðar. Innsend bréf og erindi: 1. Bréf frá Guðmundi Guðmundssyni, dags. 28. febrúar 2007. I bréfinu kemur fram beiði um fjárstyrk, vegna menningardags til minningar um Jónas frá Hriflu, sem haldinn verður 9. júní 2007, allt að upphæð kr. 75.000. Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 30.000 til verkefnisins. 2. Styrkbeiðni frá Skálholtskór, móttekin 20. mars 2007. Byggðaráð leggur til að oddvita verði falið að ræða við forsvarsmenn kórsins. 3. Styrkbeiðni frá Vísinda- og rannsóknarsjóði, Fræðslunets Suðurlands, dags. 28. febrúar 2007. Byggðaráð leggur til að styrkbeiðninni verði hafnað vegna þess að ekki er rými innan fjárhagsáætlunar ársins 2007. 4. Uppsögn samnings um leigu á landi til reksturs tjaldsvæðis í Reykholti. Leigutaki, Þórir Sigurðsson, hefur sagt upp upp Litli Bergþór 24 _______________________________ samningi við Bláskógabyggð um rekstur tjaldsvæðis í Reykholti, sem undirritaður var þann 16. maí 2006. 72. fundur sveitarstjórnar 3. apríl 2007 Mœttir voru allir sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Samþvkktir: 1. Samþykkt fyrir hundahald í Bláskógabyggð. Lögð fram drög að samþykkt fyrir hundahald í Bláskógabyggð. Almennar umræður urðu um fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samþykkt og felur sveitarstjóra að senda hana til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til staðfestingar. 2. Samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð. Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð, ásamt fylgiskjölum. Almennar umræður urðu um fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að ljúka við endanlega uppsetningu á samþykktinni í samræmi við umræður sveitarstjórnar og leggja fyrir sveitarstjórn á næsta fundi. Leigusamningur vegna húsa á Biskupstungnaafrétti. Lögð fram tillaga að leigusamningi vegna gistiskála á Biskupstungnaafrétti ásamt aðstöðu, skv. bókun sveitarstjórnar 9. janúar 2007. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi leigusamning, og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar. Samstarfssamningur sveitarfélaga í Uppsveitum Arnessýslu. Lögð fram drög að samningi um Laugaráshérað og rekstrarfyrirkomulag sameiginlegra starfsmanna Uppsveita Arnessýslu. Fyrirliggjandi samningur var kynntur á ársfundi sveitarstjórna í Uppsveitum Arnessýslu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggurtil að 12. grein samningsins verði skoðuð sérstaklega og kannað hvort hún geti staðist lagalega eins og hún er varðandi úrsögn úr samstarfsverkefninu. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ljúka frágangi og undirritun samningsins. Rammaskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni. Lögð fram drög að rammaskipulagi þéttbýlisins á Laugarvatni. Umræður urðu um fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Landformi að vinna deiliskipulag að íbúðabyggð neðan við Menntaskólatúnið sem fyrsta áfanga í stækkun byggðar á Laugarvatni. Nauðsynlegt er að flýta þessari vinnu sem kostur er. Akvörðun um gjald vegna skólamáltíðar hjá grunn- og leikskólum Bláskógabvggðar.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.