Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 25

Litli Bergþór - 01.06.2007, Qupperneq 25
Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá vegna skólamáltíða lækki hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólum sveitarfélagsins um 5,3%, vegna ákvörðunar Alþingis um lækkun virðisaukaskatts, sem tók gildi 1. mars. s.l. Breytingin á gjaldskrá skólanna taki gildi frá og með 1. mars s.l. 67. fundur byggðaráðs 2. maí 2007 Mættir vorit allir byggöaráösmenn en Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 12. maí 2007 lögð fram til staðfestingar. Kjörskrá lögð fram og samþykkt að fela sveitarstjóra að undirrita hana fyrir framlagningu. Beiðni landbúnaðarráðunevtisins um umsögn: leigulóð úr landi Laugar. Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dags. 3. apríl 2007, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna afmörkun lóðar úr landi Laugar í Haukadal. Byggðaráð gerir engar athugasemdir vegna afmörkunar umræddrar leigulóðar. Skipulagsmál: 1. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Biskupstungnahrepps 2000-2012; Kjarnholt. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna frístundabyggðar í landi Kjarnholts I. í breytingunni felst að á 158 ha svæði milli Tungufljóts og Einholtslækjar breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars 2007 og var frestur til athugasemda til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. aprfl 2007. Afgreiðslu frestað þar sem umsögn Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar hefur ekki borist. 2. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Biskupstungnahrepps 2000-2012; Höfði. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Höfða. í breytingunni felst að samtals 160 ha svæði nyrst og syðst á jörðinni breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Nyrsta svæðið er að stórum hluta innan svæðis á náttúruminjaskrá. Afgreiðslu frestað þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir. 3. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Biskupstungnahrepps 2000-2012; Iða. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Iðu. I tillögunni felst að um 70 ha lands í og við Vörðufell breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 16. nóvember til 14. desember 2005, með fresti til athugasemda til 28. desember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 15. júní 2006. Tillagan var tekin fyrir í byggðaráði þann 27. júní 2006 og var hluta athugasemda Umhverfisstofnunar vísað til landeigenda. Nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga þar sem svæði fyrir frístundabyggð hefur dregist lítillega saman við Hvítá auk þess sem frekari rökstuðningur liggur fyrir. Ljóst er að hæð sumarhúsa í landi er sambærileg og sú frístundabyggð sem er til staðar í dag norðan við Vörðufell. Byggðaráð leggur til að framlögð tillaga verði samþykkt sbr. 18. grein skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Innsend bréf og erindi: 1. Bréf frá umhverfisnefnd Bláskógabyggðar, dags. 9. mars 2007. Fram kemur í bréfinu að umhverfisnefnd leggur til að tilboði Hrafns Magnússonar í trjákurlun verði hafnað. 2. Styrkumsókn frá Kammerkór Suðurlands, dags. 20. febrúar 2007. Byggðaráð sér ekki fært að veita umbeðinn styrk, þar sem ekki er gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2007. 3. Bréf frá Laufeyju Kristjánsdóttur, dags 19. mars 2007. Byggðaráð leggur til að beiðni um viðhald og snjómokstur á einkavegi í Snorrastaðalandi verði hafnað. Engin fordæmi eru um slíka þjónustu vegna viðhalds á einkavegum utan vegheflun á aðalvegum að sumarhúsasvæðum sbr. samning við JH vinnuvéla, dags. 28. desember 2004. í þeim samningi er m.a. gert ráð fyrir vegheflun, einu sinni á ári, að sumarhúsabyggð í Snorrastaðalandi. 4. Aðalfundarboð Gufu ehf., sem haldinn verður 7. maí 2007. Oddvita falið að fara með umboð sveitarstjórnar á aðalfundinum. 5. Bréf frá SASS, dags. 24. apríl 2007; beiði um umsagnir um frumvörp. Byggðaráð leggur til að skipulagsfulltrúa Uppsveita Arnessýslu verði falið að veita umsögn um umrædd frumvörp. Fundargerðir til staðfestingar: 1. Fundargerð umhverfisnefndar, dags. 8. mars 2007. Byggðaráð vill árétta að ef fundargerðir er tölvuskráðar, þá þarf að skrá í löglega fundargerðabók tímasetningu fundar, hverjir voru mættir á fundinn og að fram komi að fundargerð sé skráð í tölvu. Síðan verða allir fundarmenn að undirrita og staðfesta að viðkomandi fundur hafi 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.