Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 3

Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 3
Ritstjórnargrein I hundrað ár hefur Ungmennafélag Biskupstungna starfað. Allan þennan tíma hefur tekist að halda á lofti merki frumherjanna 30, sem komu saman á Vatnsleysu á sumardaginn fyrsta árið 1908. Merkið hefur að sjálfsögðu risið mismunandi hátt og starfið verið breytilegt, en alla tíð haft það markmið að auðga líf félaga sinna, þroska þá bæði andlega og líkamlega og vinna þjóð sinni gagn. Það hefur verið vettvangur til að koma sjónarmiðum á framfæri, gefa fólki tækifæri til að hittast og kynnast, skemmta sér saman, syngja, kenna sund og keppa á heilbrigðan hátt í ýmsum greinum. Mikil áhersla hefur verið á ræktun lands bæði með plöntun trjáa og uppgræðslu. Heilbrigt líf allra er eitt af markmiðum þess og í því felst að vinna gegn neyslu hættulegra efna. Aðstoð við þá er liðu skort var stór þáttur í starfinu meðan tryggingakerfi var ófullkomið og þá jaf- nan litið til með þeim, er áttu í einhverskonar erfiðleikum. Ferðir til áhugaverðra staða, bæði innan sveitar og utan, hefur aukið þekkingu fólks á landi sínu og virðingu fyrir því. Félagið byggði samkomuhús við lok annars áratugar starfstíma síns og beitti sér fyrir byggingu nýs félagsheimilis, þegar það eldra þótti orðið ófullkomið, um þremur áratugum síðar. Leiklistin hefur allt frá upphafi verið veigamikill þáttur í félagsstarfinu, lengi vel sem hluti af almennum skemmtunum, en síðari áratugi sem sjálfstæð starfsemi. Það hefur gefið mörgum tækifæri til að koma fram, flytja skáldskap og setja sig í spor annarrar persónu. Ahugi á bókmenntum hefur verið glæddur með kaupum bóka í bókasafn og stundum skipulegum rökræðum um efni þeirra. Stundum var fólk hvatt til að mynda sér skoðanir á ýmsum málum og koma þeim á framfæri við aðra með því að láta það svara spurningum, sem fyrir það voru lagðar. Iþróttir hafa oftast nær verið stór þáttur í starfi félagsins. Strax á fyrstu starfsárunum var á þess vegum byggð sundlaug til þess að félagarnir gætu lært að synda. Tilgangur þess hefur að sjálfsögðu fyrst og fremst verið sá að fólk gæti bjargað sér frá drukknun, ef það lenti í sjó, stöðuvatni eða á. Með þessu varð einnig til aðstaða til góðrar líkamsræktar. Síðar var sundið veigamikill þáttur í íþróttaiðkun félaganna. A vegum glímufélagsins Teits var æfð glíma á skipulegan hátt, áður en Ungmennafélagið var stofnað en síðar tók það við því hlutverki. Svo nefndar frjálsar íþróttir voru lengi vel stærsti þátturinn í íþróttastarfinu, en á síðari tímum hafa knattleikirnir fengið meiri hlutdeild í því og að undanförnu hefur félagið beitt sér fyrir æfingum og keppni í ýmsum öðrum greinum. Blaðaútgáfa hefur lengst af starfstímanum verið fastur liður í starfi félagsins. Fyrstu áratugina hét blaðið Baldur, var handskrifað og lesið upp á fundum. Fjögur prentuð blöð, Bergþór, komu út á árun- um 1963 til 1968, en árið 1980 hófst útgáfa Litla-Bergþórs. Síðan hafa komið út þrjú tölublöð á ári. Það var fjölritað í fyrstu en síðan prentað. Þetta er að sjálfsögðu ekki nema lítill hluti af því, sem gert hefur verið á vegum Ungmennafélagsins, en ætti að sýna hve miklir möguleikar eru á að nýta það til þarfra verka. Allt sé það unnið með kjörorð ungmennafélaganna í huga: Ræktun lýðs og lands og íslandi allt. V_________________________________________________________________________a.k. J Guðmundar og Lofts i vgl@simnet.is 3102-3010 Viðgerðir á búvélum og öðrum tœkjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir Smurþjónusta Oliusíur í bíla og dráttarvélar • Pramrúðuskipti - Smíðum háþrýstislöngur 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.