Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni frá júní til nóvember 2008 Tíðarfar var með fádæmum gott í vor og fram á haust. Hlýtt, sólríkt og lygnt. Úrkoma var fremur lítil, en það háði ekki mikið sprettu nema þar sem þurrlendast er. Þeir fyrstu byrjuðu að slá tún um miðjan júní og fengu jafnvel þrjár uppskerur af þeim. Annar gróður spratt einnig vel bæði í ræktar- löndum og á útjörð. Er leið að hausti varð vætu- samara og rigndi stundum mikið um skamman tíma, og urðu aðeins flóð í ám, sem ollu þó ekki umtals- verðum skaða. Á milli var blíðviðri, og ekki næturfrost fyrr en í byrjun október. Gróður var því lengi líflegur og matjurtir fengu langan vaxtartíma. Væta að haustinu torveldaði nokkuð kornskurð, en mun allsstaðar hafa lukkast að lokum. Svolítið snjóaði síðast í október, en í hlýindakafla í byrjun nóvember tók upp allan snjó á láglendi. Veður var óstöðugt það sem eftir var mánaðarins, hvít jörð öðru hvoru, hiti oft nærri frostmarki og vindur lítill. Farið var með fé í afrétt snemma í júlí. Var sumu af því sleppt á svæðinu frá Sandá að Bláfelli en öðru nokkru norðan við Hvítá. Fyrri leit var gerð á Biskupstungnaafrétt í annarri viku septem- ber, og var þá gott leitarveður. Tungnaréttir voru að lokinni fyrri leit, og má áætla að þar hafi verið allt að hálft annað þúsund fjár. Gestkvæmt var þar að vanda og fjöldasöngur að loknum sundurdrætti. í síðari leit var farið undir lok þess mánaðar. Fannst þá nokkuð af kindum til og frá um afréttinn. Tvflemba var sótt á Hveravelli skömmu eftir leitir. Hlíðalönd voru leituð snemma í október, en ekki fundust þar kindur. Hins vegar var nokkuð af fé á Haukadalsheiði, og höfðu þær komið austan af afrétti. í byrjun nóvember bárust fréttir norðan úr Húnavatnssýslu að sést hefði hópur af kindum í Þjófadölum. Þeirra var leitað en fundust ekki enda aðstæður slæmar. Einnig var talið að tvær kindur hefðu sést norðan Bláfells, en illa gekk að finna þær. Grenjaleitir voru gerðar í vor og framan af sumri. I fjórum grenjum, tveimur í byggð og tveim- ur í afrétti, unnust sex fullorðin dýr og sextán yrðlingar. Ibúðarhús er verið að byggja í Brattholti, á Miðhúsum og í Fellskoti og ein þrjú í austanverðu Faugaráshverfi og gróðurhús norðan við það. Gistiheimili er að rísa á Myrkholti. Vatnsveita hefur verið lögð úr stofnlögn á Austurhlíðarmýri suður í Faugarás og að Syðri- Reykjum. Litboltavöllur hefur verið gerður í landi Rauðaskógar. Þar munu geta spilað allt að 24 í einu og er lágmarksaldur leik- manna 15 ár. Á vegum Rafmagnsveitna ríkisins er verið af reisa spennistöð vestan Biskupstungnabrautar nyrst í Reykholtshverfi. Nú er verið að leggja svonefndan Lyngdalsheiðarveg (nr. 365), sem er af Þingvallavegi við norðanvert Miðfell í Þingvallasveit að Laugarvatni á vegum Klæðningar ehf. Bjarkarbrautin í norðanverðu Reykholtshverfi hefur verið undirbyggð og á að klæða hana með olíumöl frá íbúðarhúsum við hana og langleiðina út að Biskupstungnabraut. Það er unnið af sama verktaka. < r 7)jarna6úð ' Brautarhóli - Biskupstungum > ) Bjamaóúð ReykhoCti Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga og sunnudaga 11:00 til 18:00 Allar almennar matvörur og olíur 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.