Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 11

Litli Bergþór - 01.12.2008, Qupperneq 11
síðustu vikuna í maí. Tengdamamma sá um smiðina en við vorum búin að vera allan maímánuð að vesenast hérna í grunninum, koma upp sökkli og steypa plötu, það var erfitt að finna frostlausan dag allan maímánuð til að steypa, það var óskaplega kalt og í lok maí var ekki ennþá kominn einn einasti litur á gróður. Við byrj- uðum okkar sambúð þetta vor í sumarþústað sem var héma fyrir ofan, hann var óeinangraður og það var ekki rennandi vatn eða neitt í honum. Um haustið fóram við svo inn til tengdaforeldra minna og vorum þar fram að jólum en þá gátum við flutt inn í nýja húsið okkar. Þannig að það verða 30 ár næsta vor frá því að ég flutti hingað í Hrosshaga. Síðan hef ég búið í þessu sama húsi, safnað drasli og stækkað húsið. Búið Gunni var byrjaður að búa félagsbúi með foreldrum sínum árið 1974 og ég gekk bara inn í það. Foreldrar hans heita Fríða Gísladóttir og Sverrir Gunnarsson og eru yndislegir tengdaforeldrar. Ég er svo lánsöm að ég fæddist inn í góða og samheldna fölskyldu og giftist inn í aðra en þetta eru hvorttveggja forréttindi. Tengda- foreldrar mínir hættu síðan búskap haustið 1984. Það gerðist allt í sömu vikunni; að þau fluttu að Akri í Laugarási, Maggý (Margrét, systir Gunnars) og Helgi, maðurinn hennar, komu hingað í staðinn og gengu inn í félagsbúið með okkur og við Gunni eignuðumst barn, allt á fimm dögum. Fríða og Sverrir byggðu upphaflega garðyrkjustöðina á Akri árið 1970 og ráku hana þangað til 1978 að Maggý og Helgi byrjuðu sinn búskap þar. Fríða og Sverrir bjuggu á Akri í tvö ár og fluttu þá aftur hingað. Þau eru núna á Ási í Hveragerði. Við þjuggum í félagi við Maggý og Helga í 16 ár eða til ársins 2000. Þá var orðið erfitt að framfleyta tveimur fjölskyldum af búinu og þau vildu fara að breyta til. Helgi er lærður rafvirki og Maggý er garðyrkjufræðingur og þau gátu bæði fengið vinnu við sitt fag þéma þannig að það varð úr að við Gunni keypt- um þau út úr þúskapnum. Það blasti líka alt eins við okkur Gunna eins og þeim hvort við ættum að hætta á þessum tíma, en þetta varð úr og við höfum búið ein síðan. Félagsbú byggir náttúrlega á mikilli samvinnu og ég segi alltaf að þetta sé eins og að vera í öðru hjónabandi, það þurfa sömu hlutir að vera í lagi. Við Helgi fóram stundum saman á hestbak og ef við vorum einhversstaðar þar sem við þurftum að kynna hvort ann- að fyrir fólki þá vorum við „sambýlisfólk“. „Þetta er sambýliskona mín“ sagði Helgi stundum Við fórum fljótlega í að breyta í fjósinu til þess að bæta vinnuaðstöðuna. Áður vorum við t.d. yfirleitt þrjú í mjöltum en gátum verið tvö ef á þurfti að halda en við breyttum aðstöðunni þannig að það varð mjög einfalt að vera bara tvö og hægt er að vera einn ef þörf er á því. Ég var ekki spennt fyrir því að fara að hafa vinnufólk sem þarf að búa á heimilinu, ég var eiginlega búin að fá alveg nóg af því og get ekki hugsað mér að fara aftur í það. Við erum með svona 40 til 50 kýr eða 220 þúsund lítra kvóta. Áður voram við líka með naut en erum hætt því. Skógræktin Við höfum verið að rækta svolítinn skóg hérna, erum búin að planta í 70 hektara á síðustu 19 árum, skógrækt- in í Hrosshaga verður því 20 ára næsta vor. Skóginum var aðallega plantað meðan við bjuggum með Maggý og Helga. Við höfum mjög litlu plantað seinni árin, oftast 1-3 þúsund plöntum, og í rauninni haft alltof Við vegamælingar lítinn tíma til að sinna skóginum. Það þyrfti að fara að fella dálítið af ösp af því það eru raðir alltaf til skiptis af ösp og greni og ef aspirnar eru með miklum hliðar- greinum þá eru þær orðnar of nálægt greninu. Öspin var hugsuð sem skjól, grenið sem framtíðarplanta sem gefi af sér eftir hundrað ár þannig að það eru alveg 80 til 90 ár í að það fari að koma einhver alvöru hagnaður af skóginum. Ætli það þurfi ekki einhverjir aðrir en við að hafa áhyggjur af því. Það er mikil vinna við að grisja öspina og ekki víst að það sé mikill markaður fyrir afurðir af henni. Ég held að það væri sniðugast hjá mér að fara að byggja gufubað og selja aðgang í það, öspin er víst góð í að klæða gufuböð að innan. Barnalánið Við Gunni gátum ekki eignast börn til að byrja með. Við sóttum þess vegna um hjá Félagsmálastofnun Reykjavrkur að fá að taka að okkur fósturböm. Það liðu níu mánuðir og þá var hringt í okkur og við spurð hvort við vildum taka að okkur litla stelpu. Við mátt- um hugsa okkur um til næsta dags sem var föstudagur. Við vildum taka barnið, fórum síðan í viðtal á mánu- deginum suður í Reykjavík og á þriðjudeginum var komið með hana, lítinn pakka í burðarrúmi. Þannig að það liðu fimm dagar frá því að við vissum að hún væri til, þangað til að hún var komin til okkar, annsi stutt meðganga það! Þetta var Henrietta Ósk sem er fædd í október 1984 og var tæplega tveggja mánaða gömul þegar hún kom til okkar. Við vorum svo ekkert endi- lega að hugsa um að taka fleiri börn en rúmum tveim árum seinna hafði Ása Ottesen sem þá sá um þessi fósturmál hjá Félagsmálstofnun Reykjavíkur samband við okkur og spurði hvort við vildum taka annað barn I þetta skipti var um lítinn strák að ræða. Það var Jón Ágúst sem þá var orðinn eins og hálfs árs gamall. Ósk var rúmlega tveggja ára þegar þetta var en það eru bara rúmlega tíu mánuðir á milli þeirra. í þetta skiptið tók ferlið heldur lengri tíma, ég var í viku í Reykjavík að kynnast honum, hann var náttúrlega orðinn þetta eldri og þurfti meiri aðlögun. Hann var búinn að vera í hálft ár inni á stofnun og vantaði tilfinnanlega að fá einhverja festu í lífið. Þetta var mikil innrás á prinsessuna á bænum, hann var strax frekur á okkur og það kom iðulega fyrir þennan fyrsta vetur að þau héngu sitt í hvoru lærinu á mér og slógust og hann beit og var mjög harðskeyttur. Hann var að berjast fyrir sinni stöðu og hún að verja ---------------------------------- 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.