Litli Bergþór - 01.12.2008, Page 15

Litli Bergþór - 01.12.2008, Page 15
Nýverið hélt Lionsklúbburinn Geysir velheppnað Hagyrðingakvöld í Aratungu. Fullt var út úr dyrum og skemmtu gestir sér hið besta enda valinkunnir hagyrðingar mættir á svæðið: sr. Hjálmar Jónsson, Sigurjón Jónsson frá Skollagróf, Jón Kristjánsson fv. ráðherra, Sigrún Haraldsdóttir, Ólafur G. Einarsson fv. þingforseti sem stjórnaði samkomunni og Jón Ingvar Jónsson. Ljósmyndari: Margrét Annie Guðbergsdóttir Nýlega var afhjúpað listaverk af Gabríel Erkiengli við kirkjuna í Úthlíð til minningar um Ágústu Ólafsdóttur eiginkonu Björns Sigurðssonar í Úthlíð. Kvenfélag Biskupstungna gaf pening upp í andvirði styttunnar og við sama tækifæri var Bjössa veitt Melvin Jones viðurkenningin, sem er sú æðsta sem Lions hreyfingin veitir, fyrir mikið og gott starf innan Lions klúbbsins Geysis. Ljósmyndari: Jón Benediktsson 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.