Litli Bergþór - 01.12.2008, Side 18

Litli Bergþór - 01.12.2008, Side 18
Aldargamalt ungmennafélag Ungmennafélag Biskupstungna Hér verður haldið áfram að birta nokkra kafla úr sögu Ungmennafélagsins og nú frá árunum 1915 til 1920. Leitað er fanga í fundargerðabók frá þessum árum. Hún er rúmar 140 handskrifaðar síður. Hér er einnig stuðst við aðra bók Ungmennafélagsins: „Skýrslur og reikningar U. M. F. Biskupstungna. Anno domini MCMIX“, sem hefst með inngangi, „Til skýringar“, eftir Þorstein Þórarinsson. Fyrsti reikningurinn er yfir starfsárið 1909 til 1910 og sá síðasti árið 1922. Báðar eru þessar bækur geymdar á Héraðsskjalasafni Árnesinga. Hér eru mikið notaðar orðréttar tilvitnanir í þessar bækur, og eru þær afmarkaðar með tilvitnunarmerkjum og skáletraðar. Stafsetning og greinarmerki eru eins í þeim. Endurrit af þessum bókum er á heimasíðu Ungmennafélagsins í framhaldi af því sem þangað var komið áður. Síðan er vistuð hjá Bláskógabyggð undir liðnum íþrótta- og æskulýðsmál. Leiðin er þessi: http://umfbisk.blaskogabyggd.is/ Aðaldeild - Söguskráning - Aldarsaga. Félagsfundir Starfsárið hefst á þessum árum með aðalfundum, sem oftast er haldinn á sunnudegi að haustinu eða í byrjun vetrar. Þeir eru alltaf á Vatnsleysu og líklega í gamla fundarhúsinu. Gert var ráð fyrir að þeir byrjuðu á hádegi og stæðu í nokkra klukkutíma. Á flestum þeirra er byrjað á að lesa húslestur og syngja. Lesin er fundargerð, hún samþykkt og blaðið Baldur lesið, og eru það 6 til 8 tölublöð á ári. Oftast er tekið fram hve margir félagar eru mættir, og eru þeir frá 25 til 35. Á þessum árum látast nokkrir félagar og er þeirra minnst í upphafi funda. Oftast eru reikningar félagsins lesnir, en á þeim fyrsta á þessum árum segist gjaldkeri ekki geta lesið hann vegna þess hve mikið væri ógreitt af félags- gjöldum. Jafnan eru kosningar síðast á aðalfundunum og stjórn kosin fyrst. Þorsteinn Þórarinsson hafði verið formaður frá 1909 og er hann endurkjörinn árin á eftir. Á aðalfundi 1916 biðst hann undan endurkjöri og er þá bókað eftir honum: „Kvaðst eigi geta rœkt það starfeins vel og hann óskaði, vegna ýmssa annara starfa. “ Á eftir frásögn af ræðu formanns er bókað: „Á eftir ljetu fjelagar eindregið í ljósi, þá ósk sína, að hann yrði formaður framvegis. Fór svo að hann gaf kost á sjer næsta ár.“. Hann er þá kosinn með 22 atkvæðum, en 35 höfðu verið á fundinum. Á aðalfundi 7. desember 1917 er bókað á undan stjórnarkjöri: „Formaður skoraðist mjög eindregið undan kosningu.“. Þá er Þorsteinn Sigurðsson kosinn í hans stað. Á næsta aðalfundi, sem haldinn er 12. janúar 1919, segir formaður frá því í upphafi fundar að hann sé haldinn svo seint „vegna „inflú- ensu“ veikinnar“. Áður en gengið er til stjómarkjörs segir formaður „að verið gœti að fyrrverandi form. Þorst. Þórarinsson gœfi nú kost á sjer, vildi hann þá gera það að tillögu sinni, að hann yrði kosinn." Hann er kosinn með 30 atkvæðum, en 35 höfðu verið á fundinum. Hann er endurkosinn á aðalfundi í nóv- ember þetta sama ár og svo alltaf til æviloka 1933. Ritarar skrifa yfirleitt fundargerðir. Á þessum árum em þeir: Þorsteinn Sigurðsson 1915 til 7. desember 1917 og Sigurlaug Erlendsdóttir frá 1917. Féhirðir (gjaldkeri) þessi ár er Sigurður Guðnason. Einnig eru kosnir varamenn í þessi störf. Á fundunum er skipað í framsögunefnd og rit- nefnd Baldurs. í skýrslu formanns á aðalfundi í desember 1917 kemur fram að félagar séu 56, 39 konur og 17 karlar. Skógrækt Á fyrstu árum Ungmennafélagsins var girtur skógræktarreitur á þess vegum í hlíðinni sunnan við Vatnsleysu. Hans er getið öðru hvoru í bókum félags- ins næstu árin. í skýrslu fyrir árið 1914 er einn liðurinn: „Skógrœkt: Fjelagið hefir til umráða dálítið skóglendi og hefir áður girt það, þar voru í fyrrahaust settar niður allmargar plöntur afbirki, víði og furu. Flestar þœr plöntur teknar upp í vor, og fluttar í trjáreiti, sem fjelagsmenn hafa margir komið upp heima hjá sjer. “ Árið eftir er í skýrslu: „Trjárœkt og skrautjurta: Gróðursett á árinu: 5 reyniplöntur, 12 birkipl., 8 gulvíðipl.,; alls 35 pl. áður var gróðursett allmikið afreyni, birki, gulvíði ogfuru. Plönturnar fengnar úr Gróðrastöðinni í ReykjavíkF I ársskýrslu fyrir starfsárið 1915 - 1916 er í eign- um: „Rœktað land að stœrð 600ferm. Skóglendi 6400ferm. Ræktaða landið og skóglendið áfjel. ekki, en hefir það án endurgjalds. “ Girðingin um skóg- lendið er á þessum árum metin á 180 kr. Eftirfarandi er niðurlag fundargerðar 1. júlí 1917: „A eftir fundi fóru fjelagar suður í skógrœktarblett fjelagsins. Skemtu menn sjer þar góða stund við að skoða blettinn, svo og söng og leiki. “ Á fundi um haustið fjallar formaður um skógræktarblettinn. Eftir honum er bókað: „Flann skýrði frá að nokkrir fjelag- ar hefðu grisjað dálítið í blettinum í vor, og girðing- in bœtt. Ekki vonlaust að Einar Sœmundsen yrði á ferð í haust og ynni í blettinum. - Svo vœri annað, sem vert vœri að athuga. Fjelagið œtti eigi blettinn og enginn samningur gerður við jarðareigendur og ábúendur. Breyting gæti orðiðfyr en varði og þá slæmt að hafa engan samning við hendina. Þannig samning þyrfti stjórnin að gera fyrir aðalfund í haust. “ Formaður greinir frá vinnunni við skógræktarblettinn á aðalfundi í desember sama ár, og þar er bókað: „Lesnir samningar, semform. hafði gert viðvíkjandi skógrœktarbletti og matjurtagarði fjelagsins. “ Tveim mánuðum síðar er skógræktarbletturinn til umræðu og er framsögukona Þóra í Fellskoti. Hún vildi að komið væri saman á sunnudegi í vor „til að sljetta blett í girðingunni og ryðja braut að liliðinu. Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.