Litli Bergþór - 01.12.2008, Page 20

Litli Bergþór - 01.12.2008, Page 20
gjaldaliður: „cl Nýjar bækar kr. 113.oo bu Gylling á eldri bókum kr, 21.oo“ Það ár voru innkomnar tekjur: „Tillög, greidd á árinu“ 104 kr. og „Seldar kartöflur“ 32 kr. Sambandsskattur þetta ár var kr. 27,5o og til girð- ingar um kartöflugarð var varið 50 krónum. Á fundi sumarið 1919 segir Viktoría á Gýgjarhóli frá því að „að Ingvar heitinn bróðir sinn frá Gýgjarhóli hefði ánafnað Ungmennafjelaginu það úr bókum sínum, erfjelagið œtti ekki, og myndi hún afltenda bœkurnar við tœkifœri. “ A aðalfundi nokkrum mánuðum síðar segir formaður frá því að bækurnar hafi verið afhentar. „Þakkaði fallega og góða gjöf og kvað þó mest virði hinn góða hug til fjelagsins er á bak við þetta lægi. “ Skrá yfir bækur í safninu er lesin upp á aðalfundi 1920 að beiðni formanns, „svofólk gæti áttað sig betur á hvaða bœkur vœru til.“ Einnig kemur fram „að einn bóndi í sveitinni, Guðjón á Tjörn, óskaði að fá bœkur Ijeðar, gegn ákveðnu gjaldi.“ Ekki eru bókuð nein við- brögð við þeirri beiðni. I skýrslu fyrir árið 1918 er skráð að bókasafnið sé 60 bindi og metið til eignar á 200 kr. Minningargjöf Á aðalfundi í október 1915 er eftirfarandi bókað eftir Ingimundi Ingimundarsyni: „ Vakti máls á því hvort Ungm.fél. vildi eigi taka þátt í samskotum þeim, sem hafin hefðu verið í R.vík. til þess að reisa minnisvarða yfir Þorf. sál. Þórarinsson". Ingvar Guðmundsson segir frá því á þessum fundi að nóg fé muni vera til þess að reisa minnisvarðann, „því á nýafstöðnum sveitarfundi hefði safnast það er til vantaði. Raunar hefði það verið miklu skemmtilegra að sveitungar lians hefðu orðiðfyrri til að reisa honum minnisvarða. En þar sem hann þættist ganga að því vísu að ungmennafélagar hefðu fúslega viljað eiga þátt í því, að heiðra minningu hans, þá væri þeim það innan Itandar, með því t. d. að gefa minningargjöf til Heilsuhælisins.“ Hann leggur svo til munnlega „að leitað vœri fijálsra samskota innan fjelagsins til minningargjafar til Heilsuhœlisins. “ Það er samþykkt „íeinu hljóði." Ekki verður samkomulag um þetta og kemur það nokkrum sinnum til umræðu á næstu fund- um. Sumir vilja stofna sjúkrasjóð innan sveitar. Skipuð er nefnd til að gera tillögu um þetta á fundi 21. nóvem- ber 1915. í henni eru Ingvar Guðmundsson, Sumarliði Grímsson og Sigurlaug Erlendsdóttir. Ingvar Guðmundsson er fundarstjóri á næsta fundi, og skýrir hann frá áliti nefndarinnar: „Skyldi tilgang- urinn vera sá, að styrkja unga, efnilega menn til náms. Fundarstjóri las upp skipulagsskrá, er hann hafði samið fyrir sjóðinn, og bar það undir fjelagsmenn hvort þeir vildu samþykkja hana þannig gerða, og var hún samþykkt í einu hljóði. “ Skipulagsskráin, „er nýlega hafði fengið konungsstaðfestingu, “ er einnig lesin á aðalfundi í nóvember 1916, og þá eru kosnir „ístjórn minningarsjóðsins affélagsins hálfu þeir: Guðni Þórarinsson og Sumarliði Grímsson með öllum greidd- um atkv. “ Hjálparstarf Stuðningur við sveitunga, sem eiga í erfiðleikum, er eitt af því sem áhugi er á að vinna að hjá ungmenna- félögunum. Hann felst aðallega í aðstoð við heyskap og fatagjöfum til þeirra er marga höfðu að klæða. Á laugardagskvöldi sumarið 1916 „fóru nokkrir karl- ar og konur úr U.M.F.B. að Króki, til hjálpar við Litli Bergþór 20 ___________________________________ einyrkjan þar Jóhannes Guðlaugsson. Var unnið meiri part nætur af miklu kappi, slegið og rakað á engjum." I frásögn af þessu í fundargerðabók er tilgreint frá hvaða bæjum fólkið kom og hve margir frá hverjum. Það er frá 12 bæjum, 1 - 4 frá hverjum og alls 24. Greint er frá því að meðan fólkið mataðist hafi Þorsteinn Sigurðsson lesið sögu og sungin hafi verið nokkur lög. í bókun frá fundi 24. ágúst 1919 er þetta: „Þá gat formaður um fatagjafir þœr er fjelagið sendi á sumardaginn fyrsta áfátækt barnaheimili í sveitinni. Fœrði fjelaginu kveðju og innilegustu þakkirfrá viðtakanda. Fór nokkrum orðum um, að sá ágæti siður œtti að verða að fastri reglu innan fjelagsins. “ Peningaspil Á fundi 15. september 1918 hefur Þórður Þórðarson á Vatnsleysu framsögu um peningspil. Um það er bókað: „ Vildi að Ungm.fjelagið beitti sjer fyrir það, að afnu- min yrðu peningaspil í sveitinni. Viktoría Guðmundsd. Kvað það gleðja sig, að karlmaður flytti þetta mál inná fundinn, því optast myndu það vera þeir, sem spiluðu. Afyrstu árum Ungm.fj. hefði mál þetta opt komist til tals , og þá hefði verið bannað að spila uppá peninga á fundunum. Síðan myndi peningaspil hafafarið í vöxt, og vœri það mikill ósiður, sem að tjóni gæti orðið. Hin eina semfjelagið gæti gert í þessu væri að bindast sam- tökum með það, að spila aldrei um peninga, og svo auðvitað reyna að hafa áhrifútá við í þessu ej'ni. Formaður. Taldi það áhyggjuefni, að peningaspil fœrðust í vöxt í sveitinni. Kvað það þó gleðja sig, að fidlyrða mætti hann það, aðfœrri myndu þeir ungm.fj. vera er þann fiokk fylltu. Vonaði hann að þeir teldu það skyldu sína, að sýna með breytninni að peningaspil vœri ekki samboðið hugsjónum fjelagsins. “ Ekki virðist þetta hafa borið tilætlaðan árangur, því tæpu ári síðar er Þórður aftur með framsögu um sama efni. Þá er bókað: „Kvað þau mikið vera aðfærast í vögst á sveitinni, og teldi hann það hinn mesta ósóma. Nefndi hann dæmi því viðvíkjandi: Hjelt að ungm.fjel- agar myndu geta spornað við þessu efþeir hefðu vilja til þess, og hver vildi reyna að hafa áhrifá sínu heim- ili.“ Viktoría Guðmundsdóttir. „Kvað það illafarið ef þessi Ijóti siður væri aðfærast í vögst. Kvaðst þó ekki beinlínis sjá nein ráð til að sporna á móti þessu, önnur en þau, að reyna að hafa sem mest gegn þessu.“ Fleiri ræddu þetta ekki þá, en á aðalfundi í 16. nóvember 1919 er Þórður Þórðarson enn með framsögu um þetta. Þá er bókað: „Kvaðst hafa komið með þetta mál áður á fundi, en undirtektir þá orðið litlar, enda fámennur fund- ur. Þetta vœri ekki lítisvert mál. Hann gæti komið með efhann kærði sig um sönnun þess, að peningaspil væru ofmjög um hönd höfð í sveitinni, þar sem menn kæmu saman og vektu heilar nætur yfir slíku. “ Sigurður Guðnason: „Kvaðst hafa haldið að ekki væru svo mikil brögð að peningaspilum að orð væri á gerandi. En sje svo væri það illafarið, en hann sæi ekki hvernig fjelagið gœti snúið sjer í því máli. “ Þórður Kárason. „ Tók í sama streng, kvaðst telja peningaspil einhvern hættulegasta löstinn sem menn gœfu sig á vald. Vildi að framsögumaður benti á ein- hver ráð, til að koma í veg fyrir þetta í sveitinni. Framsögumaður. Taldi heppilegt, til dæmis það að fjelagið bannaði peningaspil á öllum skemtunum sem

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.