Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.2008, Blaðsíða 22
Sigurður Greipsson verst klofbragði hjá Þorgeiri Jónssyni. aðeins að Sigurður gerðist ungmennafélagi hér. Sjer finndist meiningarlaust aðfarið yrði að styrkja utan- félagsmann. “ Bæði Ingvar og Sigurður fullyrða að ekkert sé því til fyrirstöðu að Sigurður gangi í félagið. Þá er samþykkt í einu hljóði að styrkja Sigurð Greipsson til íþróttanáms og fela Sigurði Guðnasyni að semja við hann fyrir hönd félagsins. Einn liður í skýrslu formanns á aðalfundi, sem hald- inn er 12. janúar 1919 er: „Fyrir fjelagið mœtti Sigurður Greipsson á íþróttamótinu við Þjórsártún, og vann hann 1. verðlaun ífegurðarglímu og 2. verðlaun í kappglímu. “ Tíu ára afmæli ..Fundargerð Sunnudaginn 9.júní 1918 varfundur haldinn í U. M. F. B. að Vatnsleysu. Atti þá jafnframt að minnast 10 ára afmœlis fjelagsins. Mœttu 45 fjelagar. Þar að auki hafði 4 utan fjelags verið boðið á fundinn, og mættu 2 afþeim. 1. Lesin húslestur og sungið 2. Fundur settur afformanni fjelagsins Þorst. Sigurðssyni. 3. Lesin fundargjörð síðasta fundar og samþykkt 4. Lesin Baldur 5. Formaður skýrði frá því, að á sumardaginn fyrsta hefði verið unnið að sundlaugarviðgerðinni í Reykholti. Hefði flest af þvífólki verið fjelagsstúlkur, karlmenn eigi komnirfrá sjónum. Laukform. lofsorði á það hve vel og kappsamlega hefði verið unnið. Fór hann nokkrum fleiri orðum um slíka samvinnu og sam- tök fjelagsmanna, hversu mikla þýðingu slíkt hefðifyrir fjelagsskapinn í heild sinni. Síðan er rætt um heyvinnudag, skemmtiferð og hluta- veltu. Litli Bergþór 22 __________________________________ Svo kemur: .. Formaður kvaðst þá hafa tillögufrá sjer, og nokkrum mönnum öðrum ífjelaginu, sem liann œtlaði að bera undir fundinn. - Þar sem nú vœri 10 ára afmœli Ungmfjelagsins findist sjer vel við eiga, að kjósa nú nokkra menn í sveitinni fyrir heiðursfjelaga, sem hann vissi, að verið hefðu fjelaginu velviljaðir,og bæru sömu hugsjónir í brjósti ogfjelagið hefði á stefnu- skrá sinni. Tillaga þeirra væri að kjósa: Eirík Stefánsson á Torfastöðum [Strikað hefur verið yfir nafn hans ífundargerðabókinni, en hann er skráður heiðursfélagi á nœstu árum.j Björn Bjarnarson hreppstjóra á Brekku Jóhönnu Björnsdóttur konu hans og Steinunni Egilsdóttur húsfreyju á Spóastöðum. “ Fórformaður nokkrum fleiri orðum um það, að hann teldi fjelaginu liapp, að geta að einhverju leiti notið samvinnu þessa fólks. Fundurinn samþykkti tillögu þessa í einu hlióði. “ Greint er frá handavinnusýningu félagskvenna og skipað í nefndir. „Því næst settust allir að kajfisamdrykkju. Þá las Þórður Kárason upp afmœlis k\>œði til fjelagsins og rœðu lijelt Sumarliði Grímsson. - Þá voru sungin nokk- ur lög, því næst dansað um stund. Þá sungið aptur og þar á meðal þessi tvísöngslög: Gunnar og Kolskeggur eptir J. Laxdal og Björn og Friðþjófur eptir Crusell. Lögin sungu þeir Þorsteinn Sigurðsson og Biörn Bjarnarson. Þá sungu þær Kristín Sigurðard. og Sigurl. Erlendsd. Sólseturlióð eptir B. Þorsteinsson. - Þá var dansað alllanga stund. Því næst var fundinum og afmælisfagnaðinum slitið með því að syngja nokkur lög að skilnaði. Þótti hvortveggja liafa farið hið beztafram. Sigurlaug Erlendsdóttir, ritari. “ Aform um húsbyggingar Ljóst er að óánægja er innan Ungmennafélagsins með húsið, sem það hafði til umráða og kemur fram á fundi haustið 1915, þegar verið er að ræða um skemmtun að vetrinum, „enda þótt ýmsir annmarkar væru á því, sjer- staklega fyrir lítil húsakynni.“ Skömmu síðar, þegar verið er að ræða um kaup á hlut í Eimskipafélagi Islands, að félagið yrði ,fyrst og fremst að hugsa sjer fyrir samkomuhúsi, jafnskjótt og efni leyfðu.“ A fundi í apríl 1916 hefur Margrét Gísladóttir framsögu um mál, sem nefnt er „Sjóðstofnun.“ Eftir henni er bókað: „Kvað brýna þörfá því, að eitthvað yrði farið að hugsa fyrir því, aðfjelagið yrði ekki svona húsnœðislaust framvegis. Þegar efnt væri til skemmti- samkomu á vetrum, vœri ekki hálft gagn af sjónleikjum fyrir þrengslum. Sjer hefði því komið til hugar, að myndaður yrði sjóður, sem varið væri til húsbyggingar. Enda þótt, að ekki yrði liægt að hugsa um byggingu fyrst um sinn vegna þess hvað allt efni vœri dýrt. Lagði ennfremur til, að efvist árgjald vœri haft afhverjum fjelaga, mœtti það varla vera minna en 3 kr. af karl- manni og 2 kr. af k\>enfólki.“ Þessum umræðum lýkur með því að samþykkt er eftirfarandi tillaga frá formanni: „Fundurinn samþykkir að safnað verði gjöfum innan fjelagsins, til væntan- legrar hlutaveltu á komandi sumri til ágóðafyrir skóla- og fundarhúsið. Skal gjöfum safnað saman og gefnar sem ein heild frá fjelaginu. “ A aðalfundi árið 1917 er rætt um dýravernd, og kemur þar fram að verið væri að vinna að því að koma

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.