Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 4
X 150 V38 N X 150 Y 100 Síiíj Svæði, sem á að graía 1993 Svæði,sem grafin voru 1989-92 Mælikvarði: 1:200 Tfiknii^: 10.02.93 Sig BtrgXtmssari J1 jS&miiijajaf ii L'biJ '. Mynd 1: Grafín svæði ínágreni Bessastaðastofu. Skáli 1 sést á svæðum H12,H13 og H19. langeldurinn hafi verið í miðjum skála þá mun hann hafa verið 24 til 26 m langur að utanmáli. Lag og grunnuppbygging skálans er með dæmigerðu víkingar- aldarlagi eins og er þekkt frá öllu hinu norræna svæði. Langveggir eru dálítið bognir þannig að húsið er breiðast við miðjuna. Gaflar er hins vegar beinir. Eldstæðið er langeldur og er hann nálægt miðju hússins. Meðfram langveggjum er upphækkun, þar sem setið hefúr verið. Veggir þessa skála voru eingöngu úr torfí. Þó var einföld röð steina meðfram ytri kanti þeirra. Þessir steinar hafa stutt við vegginn og afmarkað ytri brún hans, en annars er byggingarfræðilegt hlutverk þeirra óljóst. Þeir hafa gefíð skálanum mikinn svip og ef til vill hafa þeir verið settir þama af fagurfræðilegum ástæðum. Veggimir vom misþykkir, eða um 1,2 m nálægt gafli og um 2 m við miðju. Setið hefúr verið um 1,6 til 1,8 m breitt en hæð þess miðað við gólf er óviss. Engar stoðarholur fundust og því hafa stoðir staðið á steinum. Stærri steinar við setbrún gætu hafa verið stoðasteinar, en ekki er hægt að ákvarða það með vissu. Húsið hefur verið þrískipt með tveimur stoðaröðum sem hafa staðið meðfram setum. Þessar stoðir ásamt veggjum eða veggjarstoðum hafa borið uppi þakið. Fræðimenn hefur greint á um hvemig þök þessara langhúsa hafí litið út, en sú skoðun virðist hafa orðið ofan á að mænirinn hafi verið boginn og lægstur næst göflum. Þetta gæti skýrt hversvegna langveggir eru bognir. Þök skálanna hafa því verið líkustþví semþarværu skip áhvolfí. íþessusambandi er athyglisvert að veggir skálans á Bessastöðum hafa verið þykkastir við miðju. Gæti þetta verið vegna þess að hærra þak á þessum stað krafðist styrkari veggja, eða hafa veggir jafnvel verið hærri við miðju en nær göflum? Líklegt er talið að reykop hafi verið nálægt miðju þakinu yfír langeldinum. Eldstæðið var ekki grafíð upp að fi.il lu, þar sem það náði út fyrir uppgraftarsvæðið til vesturs. Lengd þess er því meiri en 2,6 m. Fáir munir fundust í skálanum en meðal þeirra var gul glerperla, líklega hluti af hálsfesti, sem er nefnt steinsörfí í fomritum. Auk þess nokkur brýni og kljásteinar. Erfltt er að ákvarða aldur skálans nákvæmlega eftir formgerð hans og þeirra muna, sem fundust í honum. Eftirerað fániðurstöðurúrkolefnagreiningum, en þær geta aðeins gefið tiltölulega breiða aldursgreiningu, sem getur skeikað um allt að 100 til 200 ámm. Formgerð skálans getur getur verið frá tímabilinu frá 9. öld og fram á 12. öld. En hér kemur gjóskutímatal okkur til aðstoðar. I torfí veggja skálans er mikið af gjósku, sem nefnd hefur verið Landnámsgjóskan og er talin hafa fallið á árabilinu 870 til 872. Það er því ljóst að gjóskan var fallin þegar 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.