Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 12
Utgáfa Longættar Nú eru liðin nær 10 ár frá því að aðilar úr Longætt tóku upp formlegar viðræður um að reyna að hrinda í framkvæmd útgáfu og samantekt niðjatals Longættarinnar. Með samkomulagi þeirra Páls Braga Kristjónssonar, framkvæmdastjóra Þjóðsögu ehf., og Gunnlaugs Haraldssonar, hinn 25. júní, 1995, voru ritstjóra lagðar línur um íyrirhugaða útgáfú Þjóðsögu ehf. á Longætt. Með þessu fréttabréfi gefst kostur á því að flytja niðjumLongættarinnarþærgóðufréttirað ritstjórinn, Gunnlaugur Haraldsson, skilaði til Páls Braga Kristjónssonar, framkvæmdastjóra Þjóðsögu ehf., handriti að niðj atali Longættarinnar, tilbúnu til útgáfú mánudaginn 15. september. Við athugun hefurkomið í ljós að enn vantar nokkuð á skil mynda. Við viljum því biðja alla niðja að bregðast vel við að skila myndum til skrifstofu Þjóðsögu í Dvergshöfða 27. Þjóðsaga hefur geflð okkur kost á því að fá aðstöðu og síma á skrifstofu Þjóðsögu til að vinna að öflun mynda frá niðjum, þar sem viðkomandi skilaskrárum skil mynda liggjafyrir. Því viljum við leita til þín, kæri félagi, ef þú vildir vera svo vin- samlegur að koma til starfa sem sjálfboðaliði við öflun mynda. Þeir sem gætu og vildu leggja hönd á plóginn eru beðnir að hafa samband við undirritaðan. I bréfí sem barst til okkar frá ritstjóranum, Gunnlaugi Haraldssyni, í apríl 1997, kom fram að „áformað er að birta í niðj atalinu lj ósmyndir af öllum niðjum Richards Long, svo og mökum þeirra. Einstaklingsmyndir verða þó einungis birtar af fúllvaxta fólki (ca. 16-18 ára og eldri) og því er jafnframt óskað eftir fjölskyldu- myndum, þannig að náð verði einnig til sem flestra þeirra sem yngri eru. Allar myndir þarf að merkja rækilega með nöfnum þeirra sem þær sýna, svo og nöfnum eigenda mynda til að auðvelda endursendingu þeirra. Hentugast er að líma við hverj a mynd sérstakan miða með þessum upplýsingum. Nöfn fólks á hópmyndum skulu talin frá vinstri til hægri. Allir sem eiga í fórum sínum myndir af látnum foreldrum, afa og ömmu eða öðrum látnum niðjum Richards Long, eru vinsamlegast beðnir um að Ijá þær til eftirtöku eða festa upplýsingar þar um á sérstakt blað. Vonast ég til að eiga greiðan aðgang að slíkum myndum þegar nær dregur prentun ritsins. Sömuleiðis eru afar kærkomnar allar upplýsingar um gamlar myndir af bæjum eða húsum forfeðranna, myndir frá niðjamótum eða áþekkum samkomum. Allur annar fróðleikur um lífs og liðna af Longætt er þakksamlega þeginn, s.s. gömul Ameríkubréf (en margir af Longætt eru vestanhafs), kveðskapur, frásagnir af ýmsum toga o.fl. Meðal niðja Richards Long eru nokkrir af fremstu listamönnum þj óðarinnar og er ætlunin að geta verka þeirra og annarra eins og framast er kostur.” Eins og fram hefúr komið er áformað að birta myndir af eins mörgum niðjum Richards Long í niðjatalinu og hugsanlegt er. Þó hefur komið fram, þegar rætt hefúr verið við örfáa af niðjunum, að þeir vilja ekki skila myndum til birtingar. Við biðjum þá aðila að endurskoða þá afstöðu sína og sýna samstöðu með ættinni um útgáfu niðjatalsins með því að skila myndum, þannig að full eining verði meðal okkar eins og verið hefur um að niðjatalið verði sem best úr garði gert fyrir okkur og niðja okkar í framtíðinni. Eins og fram kom í tilvitnuðu bréfí ritstjórans er sérstaklega óskað eftir fjölskyldumyndum þar sem lf am kemur að einungis verði birtar einstaklingsmyndir af fullvaxta fólki (ca. 16-18 ára og eldri). í nokkrum tilfellum hefur verið skilað ein-staklingsmyndum af foreldrumogbömum. íþeimtilfellumviljumviðbiðja viðkomandi að skila frekar fjölskyldumyndum, þó einstaklingsmyndum hafi verið skilað áður. A síðastliðnu ári var ætlað að halda niðjamót Longfélagið. Stjóm 1995-1997. Frá vinstrí: Unnar Jónssongjaldkerí, EyþórÞórðarson formaður, Bjöm Magnússon rítari, Hrefna Harðardóttir, meðstjómandi og Þór Edward Jakobsson varaformaður. 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.