Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 15
eyjarbjargi. Það var ekki mikið af fugli þar, hann var
farinn til hafs. Þegar við erum komin fram hjá Elliðaey
erum við komin úr Helgafellssókn í Flateyjarsókn.
Það sem kom mér mest á óvart var smæð
Bjameyja, þessarar miklu útgerðarstöðvar um aldir.
Þama lifði mjög margt fólk, landrými er lítið, en það
var stutt á fengsæl fiskimið á Breiðafírði.
Það var gaman að sigla Breiðafjörðinn spegil-
sléttan. Þegar við lentum í Flatey skein sól í heiði. Við
gengum upp bryggjuna og til vinstri upp á hól og
borðuðum og dmkkum nestið okkar. Þessi hæð heitir
sennilega Tröllendi. Og svo fómm við að kanna
Flatey, skoða gömlu húsin og kynna okkur nöfn
þeirra; Félagshús, Eyjólfshús, Vogur, Vinaminni,
V ertshús, Einarshús og mörg fleiri. Það er skemmtilegt
hvað búið er að gera við mörg hús í Flatey og koma
þeim í upprunalegt horf.
Þegar við gengum út úr þessu nítjándualdar þorpi
sá ég að það var fólk í Félagshúsi. Eg heilsaði þar
húsráðanda og sagði honum hvemig við væmm skyld
og fannst honum ekki mikið til um.
Fólki með okkar áhugamál er nauðsynlegt að
skoða kirkjugarða og við skoðuðum kirkjugarðinn í
Flatey, sumir fundu leiði frænda, aðrir forfeðra. Við
gátum ekki skoðað vel kirkjuna því þar átti að fara að
messa, svo við misstum að mestu af listaverkum
Baltasar.
Bak við kirkjuna er Bókhlaðan í Flatey, lítið hús og
gamalt, en vel við gert. Uti á hólnum frá Bókhlöðunni
em Klausturhólar, stórt og myndarlegt timburhús. Að
horfa til norðurs á gömlu innsiglinguna, Höfnina og
Hafnarhólmann var mjög fallegt, enda allar eyjar
skrúðgrænar og veðrið eins og sumarveður getur
best verið, sól og logn.
Það fór að styttast í að Baldur kæmi til baka frá
Brjánslæk og félagar í Ættfræðifélaginu fóm að tínast
til viðkomustaðar Baldurs. Við stoppuðum í brekk-
unni fyrir ofan höfnina og dmkkum afganginn af
kaffinu okkar. Svo stigum við um borð í Baldur og
héldum til Stykkishólms. Flatey hafði tekið vel á móti
okkur.
í Stykkishólmi fengum við okkur kaffi á hótelinu.
Svo var haldið til Helgafells, gengið á fellið frá leiði
Guðrúnar Ósvífursdóttur, aldrei litið aftur og geymir
hver sínar óskir með sér. Af Helgafelli er fagurt
útsýni yfir Suðureyjar Breiðafjarðar.
Það var farin Skógarströnd á leið suður með
viðkomu á Breiðabólsstað en kirkjan var lokuð. Ég
fylgdi félögunum í huganum á leið suður, því við
hjónin fómm til Ólafsvíkur í fertugsafmæli tengda-
dóttur okkar. Góðum degi var lokið. Þökk fyrir
samfýlgdina.
Hólmfríður Gísladóttir.
- aðsent - aðsent - aðsent -
Strandamenn!
í Pálsætt á Ströndum, segir svo í framættum,
bls.901. Páll Bjömsson bóndi í Gmnnavíkursveit, býr
þar 1762 og 1768, talinn 33 ára 1762, f. um 1729.
Faðir hans gæti verið Bjöm Konráðsson bóndi í Kjós
í Gmnnavíkursveit, f. um 1699. Kona óþekkt. Síðan,
Konráð Ólafsson Kerlingastöðum í Álftafirði, hjá-
leigu frá Súðavík f. um 1669. I Gmnnavíkurbók segir:
Bjöm Konráðsson bjó í Hrafnsfirði 1735 og í Kjós
1762, annars ókunnur.
I bókinni Frá Y stuNesjum, eftir Gils Guðmundsson
segir svo. Sveinn Símonarson pr. og prófastur í Holti
í Önundarfirði (1559-1644) Bjöm Sveinsson, jám-
smiður áÞómstöðum í Önundarfirði. Hann sigldiutan
til að læra jámsmíði, en nam lítt, að því er Jón
prófastur Halldórsson segir. Kom hann síðan aftur til
Önundarfjarðar og bjó á Þórustöðum. Björn var
kvæntur Guðnýju Pálsdóttur frá Fagradal, Orms-
sonar. Þau eignuðust böm nokkur, og eru ættir frá
þeim komnar, einkum Jóni syni þeirra, er bjó í Reykja-
firði á Ströndum og brann þar inni, þegar kveiknaði í
bænum 1657.
Jón Björnsson bóndi í Reykjafirði í Grunna-
víkurhreppi, fórst í húsbruna 1657 ásamt átta öðmm.
Hér álít ég, að vanti ættlið, son Jóns, Bjöm að nafni
en ég hef ekki getað fundið neitt um böm Jóns í
Reykjafirði.
Páll Bjömsson bóndi í Reykjafirði 1662, segir í
Gmnnavíkurbók. Synirhansvom: Jón Pálssonbóndi
í Stóra Ávík í Ámeshreppi og Sigurður Pálsson bóndi
á Homi í Sléttuhreppi. Jón f. um 1756 og Sigurður
um 1762.
Þetta er þess virði, ef hægt væri að fá vitneskju um
þetta, en ég er afkomandi Sigurðar Pálssonar frá
Homi, eins og fjöldi annara, sem hafa orðið að
yfirgefa feðraslóð á Hornströndum.
Með fyrirfram þakklæti.
Kjartan T. Ólafsson
Vallholti39
15