Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 18
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aósent - aðsent -
Ásmundur Uni á Akranesi sendir okkur enn fyrir-
spumir og mættu margir félagsmenn taka hann sér til
fyrirmyndar hvað varðar áhuga á að nýta sér Frétta-
bréfið við ættfræðigrúskið.
Kæra Ættfræðifélag
Það er tilhlýðilegt að þakka fyrir sig, öllum þeim
ágætu félögum mínum í Ættfræðifélaginu, sem veittu
mér fróðleik við fyrirspurnum mínum í fréttabréfi
félagsins2.tbl. 15.árg. 1997, varðandiskyldfólkmitt
bæði hér á landi sem og í V esturheimi, sem ég taldi víst
að væri að fúllu glatað vegna fjarlægðar. Nú veit ég
annað, sem hleypti nýju lífí í kulnaðar glæður.
Þrátt fyrir þann fróðleik, sem mér var veittur í téðu
lféttabréfí, vantar enn uppá að fræðsluþörf minni sé
fullnægt, ætla ég því að varpa fram nokkrum spum-
ingum varðandi afkomendurTorfa Sveinssonarbónda
í Kirkjuskógi Miðdalahreppi, Dalasýslu, sem mig
langar að fá svör við.
Spuming 1. Em einhversstaðar upplýsingar um
það hvenær Kristjana Ingibjörg Torfadóttir andaðist?
Enhún varfædd4. júlí 1885. Hvað hét maður hennar
fullu nafni (McNaughton), hvenær fæddur og hvenær
dáinn? Áttu þau böm; hvað hétu þau? Þau hjón vom
við eða í bænum Edmonton í Alberta, Kanada.
Spuming 2. Hvenær er Matthías Torfason fæddur,
hvenær dáinn og hvað starfaði hann? Hvenær er kona
hans Emma Jónsdóttir Ámason fædd og hvenær
dáin? Hvað hétu foreldrar hennar og hvar bjuggu
þau? Áttu þau böm; hvað hétu þau?
Kristjana Ingibjörg og Matthías vom böm Torfa
Sveinssonar bónda í Kirkjuskógi og þriðju konu hans,
Guðrúnar Jónsdóttur. Þau fóru til Vesturheims 1887.
Spuming 3. Hvenær var Gujón Gíslason, sonur
Gísla T orfasonar, móðurbróðir minn fæddur og hvenær
dáinn? Hvað starfaði hann? Hvað hét kona hans fullu
nafni? Hvenær var hún fædd og hvenær dáin? Áttu
þau böm og hvað hétu þau?
Spuming 4. Hvenær var Sveinn Gíslason, bróðir
Guðjóns hér á undan, fæddur og hvenær dáinn? Hvað
starfaði hann og hvar bjó hann?
Spuming5. HvenærvarSigurrósGísladóttir, systir
þeirra Sveins og Guðjóns, fædd og hvenær dáin? Hún
var gift séra Guðmundi B. Guðmundssyni, að ég held
í Kalifomíu. Hvað hétu foreldrar Guðmundar og hvar
bjuggu þau? Áttu þau Sigurrós og Guðmundur böm
og hvað hétu þau?
Spurning 6. Hvað er vitað um afkomendur
Kristfríðar Jensínu Torfadóttur og manns hennar
Jónasar Jónssonar frá Krithóli í Skagafirði? Þau vom
búsett í Fljótstungu við Islendingafljót og áttu fjögur
böm. Hvert var lífshlaup bamanna, hverj ir vom makar
þeirra og böm?
Vitað er að í bókinni “Icelandic River Saga” eftir
Nelson S. Gerrard í Kanada, er kafli um þau Kristfr íði
Jensínu og Jónas Jónsson með myndum og afkom-
endaskrá.
Þó spumingamar séu ekki umfangsmiklar í sjálfú
sér, em þær æði stórar þegar á að svara þeim. Því
óhemju yfírlega er því samfara að afla gagna þar sem
ættfræði er annarsvegar. Þó vona ég og treysti á
hjálpsemi félaga minna í Ættfræðifélaginu að rétta út
hjálpsamar hendur og veita upplýsingar um það fólk
sem spurt er um í bréfi þessu, á síðum Fréttabréfsins.
Því einhverjir em til sem njóta góðs af, þó hinir sömu
hafi ekki haft uppi spumingar.
Verið öll sæl að sinni.
Ásmundur Uni Guðmundsson,
Suðurgötu 124, 300 Akranes.
Og Ásmundur stingur aftur niður penna.
Kæra Ættfræðifélag.
Við lesturFréttabréfsins 2. tbl. 15. árg. 1997, kom
í ljós það sem ég hafði tekið eftir fyrr þrátt fyrir lestur
gagna sem vitnað verður til síðar með spumingunum.
Allt er þetta raunar tengt afkomendaakri Guðmundar
Vigfússonar bónda og hreppstjóra á Hólmlátri, Skógar-
strönd og k.h. Málmfríðar Jónsdóttur.
Þegar ég fór að púsla saman afkomendum þeirra
hjóna kom þetta í ljós.
Spuming 1. JónBergmannJónssonf. l.feb. 1893,
hvenær dó hann?
Foreldrar hans vom Jón Bergsson b. í Þorgeirs-
staðahlíð í Miðdölumogkonahans Sigurfljóð Ikaboðs-
dóttir.
Jón Bergmann var bóndi á Bjannalandi í Hörðudal
1917-28, fór þá að Litla-Langadal á Skógarströnd.
Kona hans var Kristín Sigríður Guðmundsdóttir, f.
1887, d. 20. ág. 1951. Foreldrar hennar: Guðmundur
Guðmundsson b. á Dunki í Hörðudal og k.h. Margrét
Kristín Þorkelsdóttir.
(Dalamenn 1. bindi)
18