Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 11
ólfur dó 12. jan. 1838 en Valgerður 12. ág. sama ár. Af 14 bömum þeirra komust upp 12. Asgrímur f. 1816 verzlunarmaður Eyrarbakka. Kona: Anna Andrésdóttir. Eyjólfur f. 1820 lausamaður ókv. en átti tvö böm með heitkonu sinni, Þómnni Pálsdóttur. Páll f. 1822 gullsmiður Rvík. Kona: Rósa Jóhann- esdóttir. Dómhildur f. 1823 hfr. Skógtjöm Álftanesi. Maki: Gísli Ketilsson. Margrét f. 1826 hfr. Heiðarbæ Þingvallasveit. Maki: Hannes Guðmundsson. Halldór f. 1827 ókv. d. 1871. Ástríður f. 1828 hfr. Þóroddstöðum Grímsnesi. Maki I: Einar Einarsson, maki. II: Ámi Guðmundsson. Guðríður f. 1830 vinnukona óg. d. 1868. Sigurlaug f. 1831 bústýra Nesjum Grafningi svo Rvík. Maki: Ofeigur Vigfusson. Einar f. 1832 verkam. Rvík. Kona: Kristbjörg Benjamínsdóttir. Eygerður f. 1836 hfr. Kringlu Grímsnesi svo Kanada. Maki: Einar Oddsson. Valgerður f. 1838 hfr. Eystra-Reyni Akraneshr. Maki: Jón Jónsson. Margt manna er komið frá þessum systkinum (sjá Ættir Síðupresta 353-379). Þegar síra Halldór Jónsson tók við Mosfellspresta- kalli árið 1818, var hann kominn í nágrenni við fyrrum systurmann sinn, síra Jón í Klausturhólum, en síra Jón var þá kvæntur miðkonu sinni, Margréti. Þeir síra Halldór og síra Jón vom nú samtímis prestar Gríms- nesinga næstu 14 árin, unz síra Jón lézt 1832. Ástríður Lýðsdóttir, kona síra Halldórs, andaðist 3. júlí 1834 að Mosfelli. Sama ár gekk síra Halldór að eiga Önnu Jónsdóttur, ekkju síra Jóns í Klausturhólum. Böm Önnu vom þá ung að ámm. Síra Halldór þj ónaði Mosfellsprestakalli til æviloka. Hann dó 16. júní 1858, 83 ára. Aðstoðarprestur hans frá 1855 var stjúpsonur hans, síra Jón Jónsson frá Klausturhólum. Síra Jón fékk veitingu fýrir Mosfelli við lát stjúp- föður síns, en varð prestur að Hofl í Vopnafirði árið 1881. Mad. Anna Jónsdóttir dvaldi að Mosfelli til ársins 1861 en fór þá að Hjálmholti Flóa til dóttur sinnar, Margrétar og manns hennar, Guðm. Þormóðssonar. Anna dó í Hjálmholti 20. feb. 1866 en var jarðsett að Mosfelli. Við andlát Önnu Jónsdóttur vom liðin 143 ár frá fæðingu Gróu Bjamadóttur, fyrri konu síra Hilaríusar áMosfelli. Heimildir: Prestsþjónustubækur víðs vegar af Suðurlandi. Manntöl. Ævi lærðra manna eftir Hannes Þorsteinsson. Islenskar æviskrár. Borgfirskar æviskrár. /s/mzAr/fsa^flá/jætárfKolbeinsættarþáttur) eftir Brynjúlf Jónsson fráMinna-Núpi. Rvík 1957. Æviágrip Magnúsar Andréssonar alþm. ritað 1868 Lbs 2248 8 vo (prentað í Þjóðsagnasafninu Dulheimar Rvík 1963). Fagurt mannlífX. bd. ævisögu Áma próf. Þórarinssonar. Þorbergur Þórðarson skráði. Konurskrifa bréf. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Rvíkl952. Þættir úr Amesþingi ( Bændumir á Búrfelli) eftir Skúla Helgason. Selfossi 1960. Skiptabækur Árnessýslu. Ættarskrá eftir síra Bjama Þorsteinsson Siglufirði. Rvik 1930. Staðarbræður og Skarðssystur, niðjatal eftir Oskar Einars- sonlækni.Rvíkl953. Ljósmæðratal. Guðfræðingatal. Ættir Síðupresta, niðjatal eftir síra Bjöm Magnússon. Rvík 1960. Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar Prestbakka. Rvík 1945. Þorleifur Jónsson alþm. Hólum Homaf.: Ævisaga. Rvík 1954. V. Orðsending Stjóm Ættfræðifélagsins vekur sérstaka athygli á því að félagið er flutt með starfsemi sína í Ármúla 19 (fyrir ofan Glóey). Ættfræðifélagið hefur verið með starfsemi sína í Dvergshöfða 27 í tæplega 3 ár, í húsakynnum Þjóðsögu. Samskipti okkar við starfsfólk Þjóðsögu hafa verið mjög góð. Við þökkum Páli Braga og starfsfólki hans fyrir samvemna, okkur hefur liðið vel í Dvergshöfðanum. Nú þegar við flytjum í annað húsnæði þá vonar stjómin að félagar okkar taki því vel og mæti á fundina sem hefjast á næstunni í nýju húsnæði í Ármúla 19, 2. hæð. Fyrsti fundurinn verður 22. október og þá vonum við að Manntalið 1910, Ámessýsla verði komið út. Mætum glöð og hress í nýtt og stærra húsnæði í Ármúla 19, 2. hæð! Hólmfríður Gísladóttir, formaður 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.