Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 25
- aðsent - aðsent - aósent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent -
Svar við fyrirspurn
í vor barst bréf til Ættfræðifélagsins frá Dawn
Johnson í Kanada. Bréf þetta birtist í Fréttabréfmu, 2.
tbl. íapríl 1997.
Ég hef skrifað Dawn Johnson um það sem ég
fann og sent honum upplýsingar úr Manntalinu 1910,
Rangárvallarsýslu og Vestmannaeyjum. A bls. 404 í
Manntalinu 1910, II bindi eru þau Jón Jónsson og
Steinunn Sigurðardóttir kona hans og sonur þeirra,
Magnús Júlíus Jónsson. Kristína Christjánsdóttir sem
sögð fædd í Reykjavík fínn ég ekki. Kristína var kona
Magnúsar.
Dawn Johnson sendi mér tölvupóst og segir að
amma sín hafi heitið Kristín Bjamey Kristmundsdóttir
og verið fædd 12. maí 1898 í Reykjavík. Ég finn hana
í kirkjubók, hún var fædd 11. maí 1898 og heitir
Bjamey Kristín, foreldrar hennar voru Kristmundur
Bjarnason og Margrét Jórunn Magnúsdóttir á
Vesturgötu 51.
Kannski veit einhver lesandi Fréttabréfsins eitt-
hvað um þessa Bjameyju Kristínu og ættingja hennar
og Magnúsar á Islandi.
HólmfríðurGísladóttir
Um Galtalæk á Landi.
Er einhver sem kannast við og getur upplýst mig
um afkomendur Guðbrands Amasonar f. 1831, á
Galtalæk á Landi manntal 1845, faðir hans var F innbogi
Amason bóndi á Galtalæk. Guðbrandur er skv.
húsvitjunarbók Olafsvallakirkju kominn að Kílhrauni
á Skeiðum 1869, giftur Sigríði Ófeigsdóttur, sennilega
dóttur Ófeigs Vigfússonar í Fjalli á Skeiðum, sbr.,
manntal 1845. Böm þeirra Guðbrands og Sigríðar
em talin 1879 árið áður en þau flytjast frá Kílhrauni,
þessi.
Ófeigur 20 ára, Ámi 19 ára, Ingvar 17 ára,
Sigríður 15 ára, Margrét 13 ára,
Ingunn 8 ára, Ólöf 5 ára, (1879), Ég hef gmn um
að þetta fólk hafí flutt niður í Hraungerðishrepp frá
Kílhrauni vorið 1880, þegar Auðun og Þorbjörg frá
Háakoti í Fljótshlíð flytjast þangað.
Svar við fyrirspurn
ÁsmundurUni spyr um konur Torfa Sveinssonar.
Dalamenn segj a Guðrúnu konu T orfa, Gí sladóttur.
Ég tel að Guðrún Gísladóttir hafi verið fædd 24. des.
1822 í Skeggjabúð á Hellissandi og foreldrar hennar
verið Gísli Pálsson og Kristín Bjamadóttir eða Bjöms.
Hún fermist 1836 og þá em foreldrar hennar í Litlu-
dumpu. Gísli var sonur Páls Þórðarsonar bónda í
Litlabæ í Álftaneshr. á Mýmm og k.h. Guðríðar
Jónsdóttur (Borgfírskar æviskrár VIII bls. 447).
Gísli Pálsson lést 19. des. 1840 í Dumpu. Kristín er
sögð vera Bjamadóttir 1836, en Bjömsdóttir í Mann-
tali 1845 og víðar.
Önnur kona Torfa Sveinssonar, Kristíana Jóns-
dóttir var fædd 13.nóv. 1830áKlofárvöllumíMikla-
holtshr., dóttir Jóns Sigurðssonar bónda þar og k.h.
Kristínar Þórðardóttur.
Lestu betur Dalamenn, þar stendur t.d., Kristjana
Jónsdóttir frá Kleifárvöllum í Miklaholtshreppi Sig-
urðssonar.
Bæjamafnið Klofárvellir hefur breyst í Kleifár-
vellir, samanber vísuna eftir Láms Hjaltalín.
Grauturinn mér gerir töf,
graut fæ eg hjá öllum.
Graut í Seli, graut í Gröf
og graut á Kleifárvöllum.
Kristfnður Jensína var fædd 24. febr. 1873 í
Kirkjuskógi.
Hólmfríður Gísladóttir
Auk þeirra sem hér em að framan talin vom á
heimilinu í Kílhrauni þessa Jólaföstu 1879:
Margrét Jörundsdóttir hjú 43 ára,
Guðný Jónsdóttir hjú 17 ára,
Sigríður Sigurðardóttir á sveit 2 ára, og
Sigríður Eyjólfsdóttir á sveit 60 ára.
Með bestu kveðjum og ámaðaróskum til allra
áhugamanna.
Árni Valdimarsson
Lyngheiði 14,800 Selfossi.
25