Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 27

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 27
Ásmundur Uni skrifar: framhald afbls.23 Vonandi finnast svör við þessum spumingum mínum, væri það himnasending í orðsins fyllstu merkingu. Það myndi alla vega friða sálina í bili. Að nota Fréttabréf Ættfræðifélagsins sem fréttabmnn, um málkefni sem brenna á hverju sinni mættu fleiri gera. Það er nú svo að einn og einn er frakkari en annar að leita eftir upplýsingum um áa sína og annarra í gegnum Fréttabréfíð, en allir njóta góðs af í lokin. Verið öll blessuð og sæl. Asmundur Uni. Enn stingur Ásmundur Uni niður penna. Kæra Ættfræðifélag. Enn sting ég niður penna eða þannig, því nú er ég vemlega áttavilltur. Svo er mál með vexti að nú fyrir stuttu var ég að blaða í þeim ættfræðibókum sem helst gætu komið að gagni í leit minni að afkomendum Guðmundar Vigfússonar bónda á Bíldhóli, Skógarströnd og k.h. Málmfríðar Jónsdóttur. Bækumar era Vestur íslenskar æviskrár3. bindi, Dalamenn 1. bindi, og Niðjatal séra Jóns Benediktssonar, þar sem Martha Sigríður og Jón Guðmundsson eru talin. Þá er fysrt til að taka að samkvæmt texta í Vestur íslenskum æviskrám 3. bindi bls. 173 á séra Jón Benediktsson að heita að millinafni “Gahríel”. Er það rétt? Samkvæmt texta í Vestur íslenskum æviskrám á bls 174 eru alsystkini Johnson Sigurðar talin, en hann var sonur Jón Guðmundssonar og seinni konu hans Kristínar Þórðardóttur. Þar er fyrstur talinn Jón Júlíus Johnson f. 5. júlí 1876, kona hans hét Anna Jónsdóttir. Næstur í aldursröð er Sigurður f. 7. maí 1881, þá Anna Guðrún f. í febrúar 1884, átti Solin Shand, þá Egill f. 3. maí 1886, kona hans var Jónína Thora Jochumsson, þá Kristjón Mikael f. 29. sept. 1889, kona hans var Agnes Pershic, þau bjugguíEdmontonAlta, ogsvo JóhannHelgi, f. 12.jan. 1893,konahans var Anna Dawson, þau bjuggu líka í Edmonton. Samkvæmt texta í Dalamönnum 1. bindi, bls. 249 er Anna Guðrún f. í feb. 1884 sögð hafa átt Jón Júlíus b. í Hólabyggð, síðar í Vancouver. Hverra manna var þessi Jón Júlíus bóndi? Það gengur ekki upp í mínum huga að um systkinagiftingu sé að ræða þó nöfnin passi ljómandi vel. Var Anna tvígift? Hvað er sannast í þessu máli? Eftir öllurn ártölum að dæma era Jóhann Helgi Johnson og Kristjón Mikael Johnson fæddir vestanhafs, þó öll seinni konu böm Jóns séu sögð fædd í Vesturheimi því Jón fluttist ekki vestur um haf fyrr en árið 1888, þó Vestur íslenskar æviskrár segi annað. Að endingu vona ég og bið að félagar mínir í Ættfræðifélaginu leiði mig á rétta slóð í þessum ógöngum sem ég hef ratað í. Vonandi fæ ég ekki bágt fyrir þó aðeins sé vitnað í heimildir. Verið öll blessuð og sæl. %0i framhald afbls. 2 Sólveig Erna Sigurvinsdóttir Gunnarsbraut 7, 370 Búðardal, Sími: 434-1142 f.: 10 október 1950 á Vatni í Hauka- dalshrepp, Dal., Áhugasvið: Amardalsætt. Þorsteinn Veturliðason, prentari Þúfubarði 1, 220 Hafnarljörður Sími: 565-2645 f.: 8. nóvember 1949 í Reykjavík. Áhugasvið: Strandamenn, Eyfellingar, Kjósverjar, Kjalnesingar, Austfírðingar. Þórður Jóhannsson, sölumaður Valhúsabraut 25,170 Seltjamamesi Sími: 561-7106 f.: 27 nóvember 1961 í Reykjavík, Áhugasvið: Vestfírðir. Þóroddur Már Arnarson, vélvirki Urðarteig 11, 740 Neskaupstað Sími: 477-1618 f.: 9 júlí 1945 á Stálpastöðum Skorra- dalshr., Borg., Áhugasvið: Skógarkotsætt. Þórunn Gísladóttir Selsvöllum 3, 240 Grindavík, Sími: 426-8008 f.:6 febrúar 1941 í Reykjavík, Áhugasvið: Alltffá Vestur- Skaflafellssýsiu til ogmeð Vestfjörðum. Ágætu félagar! Á síðasta ári var gefið út niðjatal hjónanna Eiríks Kristjánssonar og Þor- bjargar Guðmundsdóttur er síðast bjuggu í Gras- geira, Presthólahreppi, N.- Þing. Niðjatalþetta ertil söluhjá undirritaðri og kostar 1500 krónur auk póstkröfu og sendingarkostnaðar. Vigdís Sigurðardóttir Borgum, 681 Þórshöfn sími 468-1233 J Ásmundur Uni Guðmundsson Suðurgata 124 300 Akranesi V 27

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.