Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 6
móösku að geyma og þar mun því aðaleldhólfið hafa verið. Umhverfis eldstæðið, en þó mest í austurendanum, var að finna litlar holur. Þetta mun vera merki um að t.d. spýtum hafi verið stungið niður við eldinn ogþá hefur líklega eitthvað verið hengt við eldinn. Eflaust hafa föt verið hengd þar til þerris. Einnig getur verið að hér sé um að ræða för eftir e.k. þrífót úr jámi, sem notaður var til að hengja suðukatla í. Aldursgreining á þessum skála er erfíð þar sem hér var ekki að finna nein gjóskulög og vegna fárra muna sem henta til aldurs- ákvörðunar eftir formgerð. Niðurstaða úr kolefnagreiningu liggurenn ekki fyrir. Vel getur verið að skálamir tveir hafi verið samtíma, en þó tel ég líklegra að svo hafi ekki verið. Viðþekkjum a.m.k. engin ömgg dæmi um tvo samtíma skála á sama bæ hér á landi. Ef við gemm ráð fyrir að þeir hafi ekki verið samtíma, þá leikur vaf á því hvor skálinn sé eldri. Það sem helst greinir þessa skála að, er að stærð skála 1 er mun meiri, jafnframt því sem hann hefur verið lengur í notkun ef dæma á eftir þykkt gólflaga. Engar aðrar samtíma byggingar er að finna á rann- sökuðum svæðum í næsta nágrenni við skála 2. Hins vegar er að fínna yngri viðbyggingar við skála 2. Það verður því að teljast líklegast að skáli 1 sé eldri en skáli 2 og þar með forveri hans. Því mætti vel hugsa sér að skáli 1 sé fyrsti skálinn á staðnum, þ.e. skáli landnámsmannsins. Menn hafa þurft að koma sér þaki yfír höfúðið sem fyrst og hafa þess vegna ekki verið að reisa miklar byggingar í öndverðu. Fljótlega hefur verið hafíst handa um að byggja varanlegri og vandaðri skála. I ffamhaldi af þessari kenningu er tvennt varðandi eldri skálann sem kemur upp í hugann. I fyrsta lagi vekur staðsetningin nokkra furðu. Skálinn er neðst í brekku móti suðri, sem verður að teljast eðlilegt, en þama mun hafa verið mjög votlent enda mýri skammt undan. Hvers vegna menn hafa valið þennan stað er undarlegt, enda líklegt að harla blautt hafi verið bæði inni í skálanum og utan við hann, sérstaklega á vorin. I jarðlögum þama má sjá mikið af mýrarrauða. Yngri skálinn er hins vegar efst uppá hryggnum þar sem núverandi hús standa. Þar hefur verið mun þokkalegra að hafa hús. I öðm lagi er kvamarsteinninn nokkur ráðgáta. Það er ótrúlegt að mönnum hafí dottið í hug að gera kvamarstein úr þessu efni. Kom sem hefur verið malað með þessum steini hefur orðið fullt af hörðum steinkomum. Tilgáta mín er að menn hafi fljótlega hætt að nota steininn enda ekki hirt um að flytja hann í nýja skálann. Til gamans vom grafaramir að gantast með þá skýringu,að landnámsmaðurinn hafi gleymt kvöminni sinni heima þegar hann flutti til íslands. Hann hafi þurft að bæta úr þessu í hið snarasta en vegna ókunnugleiks síns á landinu þá hafi hann ekki fundið betri efnivið en dólerítið, til að gera úr kvömina. Varla hefur verið laust við að sumir hafi fengið heimþrá, þegar þeir hafa setið í rökum skálanum og japlað á graut sem hefur verið harður undir tönn og hætt við að einhverjar tennur hafi brotnað. Að öllu gamni slepptu verður að telj ast líklegast að minni skálinn sé eldri forveri hins stærri. Lokaorð Uppgreftri á Bessastöðum er ekki lokið enn. Enn liggur þó ekki fyrir hvar verður ráðist í framkvæmdir næst og þar með hvaða svæði þarf að rannsaka með uppgreftri. En óneitanlega verður spennandi að grafa innan húsagarðsins (sjá mynd 1), því þar er að finna framhald skála 1. Þar með fengist einnig betri tenging milli þeirra svæða sem þegar eru grafin allt í kring. 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.