Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 8
Vænsta dóttir fogur fín fær í sælu að byggja; héðan deyði Margrét mín, mærin ára þriggja. Hilaríus, heppinn sveinn, helgaður skírnar baði, á tíunda degi hreppti hreinn helga að byggja staði. Sr. Hilaríus á Mosfelli sagði af sér prestsskap 25. júní 1799 en dvaldist áMosfelli til æviloka. Hann dó af slysförum 16. febr. 1802 (féll niður stiga af svefnlofti og var örendur, þegar að var komið). Mad. Margrét dvaldist á Mosfelli um sinn. II. þáttur (4.-6. hjónaband) Jón Finnsson f. 31. marz 1738 d. 12. sept. 1810 varð prestur í Hruna Ámesprófastsdæmi árið 1767 en hafði áður þjónað Reynivallaprestakalli. Síra Jón var sonur Finns Jónssonar biskups í Skálholti og kh. Guðríðar Gísladóttur. Kona sr. Jóns var Vilborg f. 1740 d. 13. nóv. 1809 Jónsdóttir pr. Gilsbakka Jónssonar. Vilborg var því alsystir Amdís- ar, konu sr. Kolbeins í Miðdal. Magnús Andrésson bóndi Berghyl svo Syðra- Langholti og alþingismaður segir svo í æviágripi sínu: "Ég, Magnús Andrésson, er fæddur á Efraseli í Hrunamannahreppi nóttina milli 10. og 11. nóv- ember árið 1790 með svo litlu lífí, að ljósmóðirin, Madme Vilborg Jónsdóttir frá Hruna, kona séra Jóns sál. Finnssonar, skírði mig strax skemmri skírn. " Mjór er mikils vísir. Afkomendur Magnúsar Andréssonar skipta nú þúsundum. Þau Hmnahjón áttu tvo syni, Torfa f. 21. okt. 1771 og Jón f. 18. des. 1772. Þeir bræður vom að sjálf- sögðu settir til mennta. Torfi varð prestur í Hmna eftir föður sinn, en frá 1818 á Breiðabólsstað Fljótshlíð. Yngri bróðirinn, Jón, lærði fyrst hjá sr. Hilaríusi á Mosfelli. Fór svo í Reykjavíkurskóla eldra 1786; var þar þrjá vetur. Jón var lítt hneigður til bóknáms en var hraust- menni og fékk viðumefnið "stálhönd". Ef Jón hefði fæðst á 20. öld, hefði hann trúlega orðið afreksmaður í íþróttum. Jón varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1. júní 1796. Hann var heima í Hmna við Mt. 1801. Um aldaraðir var Skálholt sá staður, sem helst mátti kallast höfuðstaður íslands. Alþýðan leit mjög upp til Skálholtsstaðar. Á síðustu áratugum biskupsstóls í Skálholti og sjálfsagt fyrr þótti mjög vænlegt til frama dætmm embættismanna og ríkra bænda að gerast þjónustu- stúlkur í Skálholti, enda giftust margar þeirra skóla- lærðum mönnum. Eiríkur Vigfússon áReykjum, sem fyrr ernefndur, kvað gamanbrag líklega um 1780. Píkur Skálholts prjóna, praktuglega þjóna. Varla væta skóna, þó vott sé úti og bleyta. Það má hispur heita. Þær ganga nett, nett, nett. Þær ganga nett um gerða stétt og görpum lotning veita. Prestshjónin, JónJónssonf. 1740 d. 1813ogHelga Steingrímsdóttir f. 1735 d. 1812 á Mýmm Álftaveri, en síðar (frá 1806) að Holti undir Eyjafjöllum áttu sjö böm, sem upp komust, fjóra syni og þrjár dætur. Synimir urðu allir stúdentar og þrír þeirra urðu prest- ar m.m. Helga Steingrímsdóttir var skagfirzkrar ætt- ar, alsystir síra Jóns á Prestbakka. Tvö böm Mýrahjóna dvöldust í Skálholti, Ragn- hildur f. 1765 þjónustustúlka og Steingrímur f. 1769 stúdent, skrifari Hannesar biskups Finnssonar, en hann lézt 4. ág. 1796. Mad. Helga á Mýmm skrifaði Valgerði Jónsdótt- ur, ekkju Hannesar biskups (kaflar úr bréfinu birtast hér): Hávelboma, háttvirðandi, elskulega velgjörða systir. Auðmjúklega þakka ég yður velgjörðimar við bömin mín hjá yður og góðan vitnisburð þeim til handa............................................ Mér má það vera næsta nóg, að Ragnhildur mín er tekin til að bera yðar menjar, og ég veit það, að Guð mun sjá það í eftirtímanum við hana ásamt bróður hennar, að þau stunda nú yðar hag með þægilegheitum, ei síður en þó allir hefðu lifað. Einasta er hálfvegis mín geðþrá, ef liðugt tækifæri gæfíst í haust eða vor, og ég lifí, að Ragnhildur mín kæmi snöggvast austur til mín, svo ég sæi hana, kannske hér í síðasta sinn. . . . Yðar einlæg elskandi systir, Helga Steingrímsdóttir. Mýrum 5. aug. 1797. Tæpum áratug síðar varð Valgerður Jónsdóttir biskupsekkja tengdadóttir Helgu Steingrímsdóttur, þegar Valgerður giftist Steingrími Jónssyni síðar biskupi. Ragnhildur Jónsdóttir frá Mýmm var enn í Skál- holti við Mt. 1801 þjónustustúlka Valgerðarbiskups- 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.