Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2002, Page 4
Fréttabréf ættfræðifélagsins í mars 2002 Sigurður Líndal í rœðustól. Laungetnir menn stóðu að baki skilgetnum. Á ýmsum stöðum í Grágás eru þeir ekki taldir arfgeng- ir, ef móðir þeirra er ekki „mundi keypt“. Það virðist hafa verið þannig upphaflega, að laungetnir menn hafi engan arf tekið, en síðar hafi það breyst. Og við sjáum þróunina í þá átt að laungetnum er skipað aðeins nær þeim, sem skilgetnir eru og er ástæðu- laust að fjölyrða um það. það var langt fram á síðustu öld, sem óskilgetið barn hafði ekki sömu réttindi og skilgetið barn. Um ættarréttindi þræla þarf kannski ekki að ræða mikið. Um þau eru ýmis ákvæði í Grágás og af þeim má ráða að þýborin börn hafi notið takmarkaðra ættarréttinda, tekið lægstu niðgjöld og ekki tekið arf. Barn sem frjáls kona átti með þræli var ekki arf- gengt. Nokkurt álitamál er hversu útbreitt þrælahald hafi verið á íslandi. En svo voru tengsl, sem ekki voru bundin blóð- skyldleika, en skiptu ekki síður máli, en þau voru mágsemd og guðsifjar. Mágar sem mægðir eru í fyrsta lið, voru að sumu leyti taldir til ættarinnar. Meðal annars mátti ryðja slíkum manni úr dómi. Guðsifjar voru tengsl tveggja manna, þar sem annar hafði skírt hinn eða barn hans eða haldið undir skírn, prímsigningu, eða undir biskups hönd, en þar er átt við fermingu. Þetta var kallaður andlegur skyldleiki og er úr kirkjuréttinum. Að lokum má nefna fóstbræðralag sem eru eins- konar ættartengsl, það táknaði samband tveggja manna eða fleiri, byggt á samningi, stofnað til gagnkvæms trausts og var jafnað til skyldleika þeirra á milli. Við þekkjum ýmis dæmi úr Islendingsögunum um þetta. Slík bræðrabönd þekktust innan víkingaherja. Að lokum er rétt að minnast á Landnámabók. Hvers vegna var þessi upptalning landnámsmanna, forfeðra þeirra og niðja tekin saman. Sagnfræðingar hafa bent á að menn hafi þurft að þekkja ætt sína vel til að sanna eignarétt að löndum. Menn þurftu að vita hvemig háttað var eignarheimildum, meðal annars geta rakið þær til landnámsmanna. Ef til vill hafa frumdrög Landnámabókar verið eins konar ígildi afsals- og veðmálabóka nútímans. Menn byrja að skrá í hagnýtum tilgangi, síðan kemur að því að menn hafa gaman að þessu og finnst þetta fróðlegt og skemmti- legt og auka við sögum, vísum og öðm fróðleiksefni. Nú var ekki eingöngu svo að ættin hefði hlutverki að gegna að lögum, heldur er hún elsti félagsskapur manna og eldri en lögin og ættarböndin voru ekki aðeins réttarsamband heldur ekki síður siðferðilegt samband milli fólks. Og ættin tók yfir hvort tveggja, bæði móður og föður frændur. því er þetta tekið fram, vegna þess að svo hafði ekki alls staðar verið. í sumum þjóðfélögum mun hafa verið eingöngu föðurættin og Ný ættfræðibók: Ljótsstaðaætt Nýlega hefur verið gefin út bókin Ljótsstaðaœtt, sem er niðjatal hjónanna Sigmundar Pálssonar 1823-1905 og Margrétar Þorláksdóttur 1823-1893. Þau bjuggu lengst af á Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði. Sigmundur var fæddur á Ljótsstöðum, en Margrét fæddist á Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Alls eignuðust þau 8 börn og allstór ættbogi er frá þeim kominn. Bók þessari er skipt í þrjá aðalkafla. 1. Niðjatal hjónanna, sem er framsett á hefðbundinn hátt. 2. ýmis fróð- leikur um ættina svo og Ljótsstaðabýlið. 3. Um foreldra og framættir hjónannna. Ritið er skemmtilega uppsett, nkulega myndskreytt, í því er fólginn mikill fróðleikur um Ljótsstaði og ættina, er við býlið er kennt. Útgefandi er „Ritnefnd Ljótsstaðaættar“. Guttormur V. Þormar, verkfræðingur, annaðist heimildasöfnun og bjó til prentunar. Þakkarvert er þetta framtak Ljótsstaðamanna. Verkið er til fyrirmyndar og er hvatning fyrir þá er vilja taka sig saman og gefa út niðjatöl forfeðra sinna án þess að leita að stórum útgefendum. Stjórn Ættfræðifélagsins óskar ritnefndinni til hamingjum með árangurinn. Bókin sem er um 280 bls. kostar aðeins 4.000 krónur og fæst hjá Guttormi V. Þormar í síma 553 6959. Á.J. http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.