Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Side 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Side 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 2. Helga Tómasdóttir (7. gr. 3) ~ Arni Gíslason. 3. Guðrún Árnadóttir (3. gr. 2) ~ Jón Olafsson. 4. Daði Jónsson (1. gr. 1) ~ Ragnhildur Torfadóttir. 5. Síra Halldór Daðason. Biskupshjónin í Skálholti voru 4 ættliður frá Helgu Sigurðardóttur en síra Halldór í Hruna 5 ættliður. „Ef Davíð kæmi í Daða stað“ o.s.frv.“ segir í erindinu hér að framan. Þess sjást merki, að Daði Halldórsson ritaði nafn sitt Davið við bréfagerðir í Skálholti. Þótt Brynjólfur biskup hefði mætur á Daða, var ekki ætlun hans, að Daði yrði dótturmaður hans. Daði hafði ekki þann metnað, að „sigla upp á lær- dóm“. Auðvitað átti biskupsdóttirin að giftast hálærðum manni. Daða Halldórsson henti það „slys“ að eignast í lausaleik tvíbura með skólaþjónustu í Skálholti, Guðbjörgu Sveinsdóttur að nafni. Þetta skeði árið 1660. Bömin munu hafa dáið ung. En Daði fékk uppreisn fyrir þessa hrösun og var eftir sem áður einkakennari Ragnheiðar biskupsdóttur. í ættartölum Jóns Espólíns er Guðbjörg ættfærð þannig (reyndar nefnd Guðríður): Faðir hennar var Sveinn, staðarráðsmaður Skálholti svo bóndi Mos- tungum Eystrahreppi, Sverrisson Stefánssonar, bónda Hörgslandi Síðu, Árnasonar. Samkvæmt þess- ari ættfærslu voru Daði og Guðbjörg þremenningar, sbr. áatal Halldóru Einarsdóttur I. grein. En Jón Espólín nefnir einnig aðra ættfærslu: Sveinn í Mos- tungum Sverrisson Guðmundssonar. Ovíst er hvor ættfærslan er rétt. í ljóðaflokknum Eiðnum segir svo: „ Og deginum sœla sígur að það sagði það allur lýður, „er göfugur skari að Skálholtsstað. í skrautlegum flokki ríður, og fremstur er sveinn svo fríður". Og hver mun ei óska afhjarta þá, að hann vœri sveinninn prúði, semfaðirinn göfgi og lánið Ijá að leiða þá fögru brúði ? Gísli Vigfússon frá Stórólfshvoli átti að verða ektamaki Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Það var algengt í þennan tíma, að hjónabönd væru ákveðin meðan viðkomandi persónur vora á barnsaldri. Svo var einnig hér. Gísli Vigfússon var f. 1637. Hann var sonur Vigfúsar f. 1608 d. 1647 rektors Skálholtsskóla svo sýslum. Stórólfshvoli Gíslasonar, lögmanns Bræðra- tungu, Hákonarsonar. Kona Vigfúsar sýslumanns og Altaristaflan í kirkjunni í Bræðratungu. móðir Gísla, var Katrín Erlendsdóttir, sýslumanns Stórólfshvoli, Ásmundssonar. Gísli Vigfússon varð stúdent frá Skálholtsskóla 1656. Hann nam við Hafnarháskóla en stundaði einnig nám við háskóla í Hollandi, Þýskalandi og Englandi. Gísli hefur verið einhver bezt menntaði Islendingur af sinni kynslóð. Það var eflaust draumur Brynjólfs biskups, að dótturmaður hans yrði eftirmaður hans á Skálholtsstóli. Gísli Vigfússon var rektor Hólaskóla í nokkur ár. Hann bjó á Hofi á Höfðaströnd. Gísli varð skammlífur eins og þeir frændur fleiri. Hann dó árið 1673. Kona hans var Guðríður Gunnarsdóttir, prests Höskuldsstöðum, Björnssonar. Við eiðtöku Ragnheiðar Brynjólfsdóttur laugar- daginn 11. maí 1661 voru flestir prestar Árnes- prófastsdæmis viðstaddir. I ljóðaflokknum Eiðnum segir svo um einn þeirra, síra Jósep Loftsson: Þá stendur Jósep sterki á Olafsvöllum í stuttri hempu, sem er allt ofvíð; hann syngur hœst, og auk þess bezt af öllum, og óð í gaddi Hvítáforðum tíð; og sjö marka ask hann svalg í boðaföllum af sýru á eftir; hún var aðeins þíð. En svo var miltið hreint og hraustur maginn, að hann fékk aðeins kveisu rétt um daginn. Daði Halldórsson vígðist aðstoðarprestur föður síns 28. júlí 1661. Ragnheiður Brynjólfsdóttir dvaldi í Bræðratungu veturinn 1661 - 1662 á heimili Helgu Magnúsdóttur, ekkju Hákonar sýslumanns Gísla- sonar lögmanns Hákonarsonar. Ragnheiður biskupsdóttir ól son í Bræðratungu hinn 15. febr. 1662 og lýsti föður síra Daða Halldórs- son í Hruna. Helga Magnúsdóttir sendi eftir síra Torfa Jónssyni Gaulverjabæ. Hann skyldi færa meistara Brynjólfi tíðindin. Síra Torfi kvaddi til fylgdar með sér frænda sinn, síra Þórð Þorleifsson á Torfastöðum. Þeir síra Torfi og síra Þórður voru hálfbræðrasynir Brynjólfs biskups. I skáldsögunni Skálholt eftir Guðmund Kamban 2. bd. bls. 17 segir svo: Þegar húsmóðirin er horfin inn, er öll Brœðra- tunga á hlaðinu. Menn horfa á eftir prestunum. Þeir ríða niður að Tungufljóti, fót fyrirfót, alla leið. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.