Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Page 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur:
Um ættir Hannesar Hafstein
Blaðalaust spjall á fundi Ættfræðifélagsins
Guðjón Friðriksson sagnfrœðingur rekur hér
ættir og uppruna Hannesar Hafstein og skýrir
frá tilgátum um tilurð og þróun Hafsteinsnafns-
ins. Guðjón vinnur nú að œvisögu Hannesar og
moðar þar úr miklum fjölda áður óbirtra og
ónýttra heimilda.
Eg hef nú ekki verið mikið í ættfræði sjálfur, alla-
vega ekki hin síðari ár. Eg fékk svona dellu þegar ég
var unglingur, 13 -14 ára fékk ég ættfræðidellu. Þetta
var mitt aðaláhugamál í 2-3 ár, þegar ég var í
menntaskóla. En ég hélt því leyndu, af því ég hélt ég
fengi neikvæð viðbrögð í jafnaldrahópnum. Það var
kannski einn vinur minn sem vissi af þessum áhuga
mínum. Síðan snerist ég gegn ættfræði og fannst
þetta hinn mesti hégómi, og var jafnákafur á móti
ættfræðinni eins og ég hafði áður verið áhugasamur
um hana. Þetta breyttist svo aftur er tímar liðu og á
tímabili var ég í ættfræðigrúski, þótt það væri aldrei
mikið. Eg hef aðallega fengist við að skrifa ævisögur
og önnur sagnfræðirit, og undanfarið ár hef ég verið
á kafi í að skrifa ævisögu Hannesar Hafstein.
Mörgum þykir sjálfsagt dálítið skrítið að ég skuli
vera að skrifa nýja ævisögu um Hannes Hafstein, því
það er til þriggja binda saga um hann eftir Kristján
Albertsson sem kom út fyrir u.þ.b. 40 árum. En tím-
amir breytast, menn sjá hlutina í öðru Ijósi og áhuga-
mál og áherslur eru aðrar en áður fyrr. Bæði hjá okk-
ur og öðrum þjóðum er alltaf verið að skrifa nýjar
ævisögur genginna manna.
Bréfin sem aldrei voru brennd
Ég ætla að skrifa nýja ævisögu, allt öðruvísi heldur en
Kristján Albertsson gerði, hans ævisaga var bam síns
tíma. Þar er gefin býsna upphafin mynd af Hannesi
Hafstein. Það var allt gott sem Hannes gerði, en vont
sem andstæðingamir gerðu, það var svart/hvít saga.
Sumir andstæðingar Hannesar vom útmálaðir hálf-
gerð ómenni. Það er nú ekki mín aðferð að skrifa
svoleiðis ævisögur. Ég reyni heldur alltaf að skyggn-
ast ofan í persónuna, reyni að finna út hver hún var í
raun og vem, spegla bæði kosti hennar og galla.
Þannig ætla ég að skrifa ævisögu Hannesar.
Ég hef verið allt síðastliðið ár að grafast fyrir um
heimildir um Hannes. Ég hef fundið og fengið upp í
hendumar margt sem áður hefur ekki verið upp á
borðinu. Það var einn afkomandi Hannesar sem kom
til mín og tjáði mér að hann hefði undir höndum
bréfasafn sem hefði fundist uppi á háalofti. Kristján
Albertsson vissi ekki um þetta safn, en haldið var að
því hefði verið brennt. Þetta bréfasafn, sem var í
stórum kassa, inniheldur bréf Hannesar til móður
sinnar. Kristján Albertsson hafði bréf hennar til hans.
Þama em um sjötíu stórmerkileg bréf, skrifuð á
tímabilinu 1880 til 1903. Þar að auki er á ýmsum
söfnum, sérstaklega Handritadeild Landsbókasafns,
gríðalega mikið af bréfasöfnum og dagbókum sent
hafa komið þangað á undanfömum árum. Þetta eru
meira og minna gögn sem Kristján Albertsson hafði
ekki aðgang að á sínum tíma.
Veðurbækurnar sem voru dagbækur
Þarna er komið gríðarlegt efni, sem hægt er að moða
úr. Sumt var nú reyndar til á dögum Kristjáns en
hann hafði af einhverjum ástæðu ekki notaðst við
það. Ég get nefnt sem dæmi dagbækur Sveins Þórar-
inssonar, skrifara Péturs amtmanns á Möðruvöllum,
föður Hannesar, en Sveinn er faðir rithöfundarins
Nonna. Hann hélt mjög nákvæmar persónlegar
dagbækur. Lýsir hann vel dögunum þegar Hannes er
að alast upp á Möðruvöllum og daglegu lífi þar.
Ég get líka nefnt, svo að dæmi sé tekið, svokallaðar
Veðurbækur Jónasar Jónassens landlæknis sem einnig
í reynd eru dagbækur. Sennilega hefur Kristján ekki
áttað sig á að þetta væru dagbækur vegna nafnsins.
Jónas var mágur Hannesar Hafstein, giftur Þórunni
Hafstein, en hún var hálfsystir Hannesar. Þegar Hannes
var við nám í Lærða skólanunt í Reykjavík, frá tólf ára
aldri, átti hann sitt annað heimili hjá hálfsystur sinni og
kemur því oft við sögu í Veðurbókunum.
Ég hef einnig verið mikið í Kaupmannhöfn og farið
yfir dönsk dagblöð frá ráðherratíð Hannesar og bréfasöfn
á söfnum þar, bæði íslensk og dönsk, mörg mjög merki-
leg. I Danmörku er skylt að koma bréfa- og skjalasöfn-
um háttsettra embættis- og valdsmanna til Ríkisskjala-
safnsins. Þar em því bréf og dagbækur danskra ráðherra,
þingmanna og embættismanna frá tíma Hannesar, en
málefni Islands voru oft á þeirra borði á heimastjómar-
tímabilinu og margt að ftnna í þeim.
Danskur íslendingur
Ef litið er á ættir Hannesar Hafstein, þá var faðir
hans Pétur Havstein amtmaður á Möðruvöllum,
Islendingur í húð og hár, fæddur og uppalinn á
Islandi og gekk í Bessastaðaskóla. Hinsvegar var
ekki íslenskt blóðkom í æðum hans. Allar ættir sem
að honum stóðu voru danskar.
http://www.vortex.is/aett
3
aett@vortex.is