Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 1
FRETTABREF
2ÍTTFRÆÐIFÉLAGSINS
ISSN 1023-2672
4. tbl. 23. árg. - nóvember 2005
Meðal efnis íþessu blaði:
Grasaœttin
Byggt á erindi Franz Gísla-
sonar sagnfrœðings og
kennara áfundi Ættfrœði-
félagsins í október 2005
Einar Kristjánsson:
Fóstursonur segirfrá
Gunnar Guðmundsson:
Ættin Hafstein
Er hún í beinan karllegg af
Sæmundi fróða og Odda-
verjum?
Meira um Hafsteinana
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Nokkrar sögur af Guðjóni
Jónssyni bónda í Garðshorni
og Ólöfu Andrésdóttur konu
hans
http://
www.
vortex.is/aett
„Pess urðu menn fljótt varir að hún hafði ýmsa
merkilega eiginleika fram yfir hversdagsfólk, svo sem
skáldmælsku og dulsýna eiginleika og tilhneigingu til
lækninga“, segir um Þórunni Gísladóttur grasakonu.
„Fékk hún og mjög vekjandi og örvandi uppeldi því
foreldrar hennar voru aðkvæðamenn í sinni röð að
fyrirsjón og dugnaði. Þar með lögðu þau fyrir sig
lækningar og voru mjög urtafróð. Lærði því Þórunn
snemma af þeim að þekkja urtir og lækningagildi það
er fyrri menn trúðu að þær hefðu.“
Franz Gíslason fjallaði um Grasaættina og þau
hjónin Þórunni Gísladóttur og Filippus Stefánsson,
bónda og silfursmið, í Kálfafellskoti, sem telja má
ættfeður Grasaættarinnar.