Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Nokkrir úr eldri deild Grasaættarinnar á niðjamóti árið 2002. Efri röð f.v.: Regína Erlingsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ásta Kristín Erlingsdóttir, Gunnar Gissurarson, Helga Hansen. Neðri röð f.v.: Einar Sveinn Erlingsson, Þórunn Einarsdóttir, Gissur Olafur Erlingsson, Kristín Gissurardóttir. Ljósmvndari Hjörtur ottó Aöaisteinsson. Þórunn stundaði garðrækt í Kálfafellskoti og pantaði m.a. fræ frá Schierbeck landlækni sem var mikill áhugamaður um garðyrkju. Það var ýmislegt fleira sem gerðist á á þessum árum. Þegar Þórunn gekk með Stefán son sinn lærði hún ljósmóðurfræði í Odda hjá Þorgrími Johnsen og tók próf vorið 1870 og starfaði síðan sem ljósmóðir allt til 1897 er fjölskyldan flutti austur á land. Þórunn fékk einnig leyfi landlæknis til að gefa einföld lyf og gera einfaldar aðgerðir. Auk þess fór hún nú að stunda þær lækningar sem hún varð síðast frægust fyrir, en af þeim hlaut hún viðurnefni sitt - grasakona. Bjó hún til allskonar smyrls úr grösum og læknaði mörg vond sár. Svaðilförin mikia Kálfafellskot var rýr jörð og lítil og gat með engu móti brauðfætt hina stóru fjölskyldu til langframa. Það verður úr að fjölskyldan tekur sig upp og flytur austur á land, en Erlingur sonur þeirra hafði útskrifast úr Eiðaskóla og fengið loforð fyrir jörðinni Ormsstöðum við Eiða til ábúðar. Þau ráku allt fé sitt, um 150 fjár, austur því enginn í Skaftafellssýslu gat keypt féð, og varð það ein mesta svaðilför síðari alda. Féð var svo selt fyrir austan á uppboði og fengu þau gott verð fyrir. Þau voru að vísu svikin um Ormsstaðina en geymdu fé sitt hjá sýslumanninum á Eskifirði, því á Austfjörðum starfaði enn enginn sparisjóður. Þau fóru yfir fjöll og fimindi til þess að koma peningunum í geymslu. Vorið 1898 festa þau svo kaup á jörðinni Brúnavík í Borgarfirði eystra, flytja þangað 1899 og eru þar þar til Filippus lést 1909, 70 ára að aldri, en hann var þá orðinn blindur. Systkinin tíndust í burtu eitt af öðru og mörg settust að um tíma á Austfjörðum. Sagan segir að Filippus hafi aldrei fest yndi á Austfjörðum og hafi alla tíð verið kvalinn af heimþrá. Þórunn stundaði ljósmóðurstörf eystra og gegndi því starfi til 1906 þegar Regína dóttir hennar tók við. Grösin rauður þráður Þórunn bjó til skiptis hjá börnum sínurn þau tæp þrjátíu ár sem hún átti eftir ólifuð eftir að hún missti mann sinn, en hún var 63 ára þegar Filippus dó. Hún lést árið 1937 á nítugasta og fyrsta aldursári. Öllum heimildunr ber saman um að systkinin frá Kálfafellskoti hafi verið mjög samhent og samrýnd allt frá æsku fram á elliár. Öll hjálpuðu þau móður sinni við grasatínsluna eftir að hún fór að stunda grasalækningar í verulegum mæli. Flest eða öll lærðu þau eitthvað í listinni af henni og sum þeirra stunduðu lækningar sjálf er fram liðu stundir. Að öðrum ógleymdum varð Erlingur kunnastur á þessu sviði og síðan Ásta dóttir hans og hennar böm. Það á því vel við að kalla ættina Grasaætt því þekkingin á grösunum og lækningamætti þeirra hefur gengið eins og rauður þráður gegnum ættina allar götur aftur til Þómnnar frá Steig og ef til vill enn lengra - að sumra sögn aftur til Jómnnar biskupsdóttur. Grasaættina má panta hjá: Ástu Gunnarsdóttur, Þrastarhólum 10, s. 587 4587 og 694 4094 eða Franz Gíslasyni, Kjartansgötu 7, s. 561 2927. http://www.vortex.is/aett 8 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.