Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: Ættin Hafstein Er hún í beinan karllegg af Sæmundi fróða og Oddaverjum? í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins (mars 2005) er birt erindi Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, um ættir fyrsta innlenda ráðherra okkar íslendinga, Hanncsar Hafstein. Þar kemur fram, að karlleggur Hafstein- ættarinnar er rakinn til Heine Hafreka, sem er prófastur í Færeyjum og er fæddur 1514. Hjá Guðjóni kemur fram að Heine var Jónsson og hann hrakti á báti frá heimalandi sínu Noregi og til Færeyja. Allt þetta vissi ég, nema ekki það, að þarna er einn „veikur hlekkur“ í ættrakningunni. En við vitum eitthvað meira um uppruna Heine og skal það nú tilgreint. Upphaf þess máls var að vorið 1988 vildi færeyskur maður, Ismar Joensen kaup- maður í Fuglafirði í Færeyjum (sem er afkomandi Heine Hafreka) komast eftir því hvort rekja mætti ættir Heine lengra aftur til fortíðar. Seinna um sum- arið ræddum við Ismar saman á heimili fjölskyldu hans í Fuglafirði. Þá sagði hann mér að faðir Heine hefði verið Jón Haraldsson prestur í Biörgvin í Nor- egi og að sá Jón hefði verið af íslenskri ..aðalsætt.“ Ekki var talað um íslenskar „aðalsættir“ á þessum tíma, en samt er augljóst hvað átt er við. Það táknar ótvírætt, að hann hafi verið af íslenskri goðorðs- mannaætt. Við getum líka glögglega séð að hér er átt við Oddaveriaættina. vegna þess að hún var eina íslenska höfðingjaættin sem hafði Haraldamafnið í nafna„flóru“ sinni. Örugglega liggur þetta til Har- aldar Sæmundssonar í Odda d. 1251 og mjög líklega í gegnum Jón Haraldsson sem er kirkjubóndi að Árbæ í Holtum árið 1371 og skal ég nú fara nokkru nánar út í það. Haraldur sonur Sæmundar Jónssonar í Odda er sá fvrsti þeirra ættmenna er bar nafn þetta. Hann er goðorðsmaður í Odda og í yfirbragði þótti hann maður virðulegur. Hann er hrakinn til Noregs á fund Hákonar Noregskonungs (1249), því hann hafði enginn konungssini verið og drukknaði á heimleið 1251. Kona hans var Sigríður systir Halls Þorsteins- sonar í Glaumbæ. Frá Haraldi hlýtur Heine að hafa verið kominn. Sonur Haraldar er Sæmundur goðorðsmaður í Odda. Eftir misheppnaða tilraun Haraldar og annara Oddaverja til að drepa jarl konungsins, Gissur Þorvaldsson, rekur Gissur Sæmund norður í land og er það haustið 1264. Sá merki fræðimaður, Valgeir Sigurðsson á Þingskálum benti mér á, að fjórum árum eftir norðurför Sæmundar deyr Gissur jarl (1268) og að þá hafi ekkert það vald verið til í land- inu sem vildi, eða gat hindrað Sæmund í að flytja aftur suður í Rangárþing, hérað uppruna síns og eigna og honum hafi hlotið að standa hugur til þess. Á Sturlungaöld höfðu Oddaverjar sölsað undir sig nær allar helstu jarðirnar í héraðinu. Auk Odda voru það jarðir eins og Skarð og Stóruvellir í Landsveit, Ás í Holtum, Gunnarsholt og Keldur á Rangárvöll- um, Breiðabólstaður, Eyvindarmúli og Hlíðarendi í Fljótshlíð, Stórólfshvoll og að einhverju leyti Skógar undir Eyjafjöllum. I Sturlungasögu má ennfremur ráða í það að Teigur í Fliótshlíð hafi verið Odda- verjum innan handar og með þetta allt í huga má ætla, að þeir hafi ekki látið hina landstóru kirkjujörð Árbæ í Holtum fram hjá sér fara. Hafi Sæmundur aftur flutt suður, þá hafði hann áður selt Oddann og átti því ekki þangað afturkvæmt og það var því skoðun Valgeirs að Sæmundur hefði sest að í Teigi. Ég ætla Sæmund fæddan nærri 1235 og hans er síðast getið 1273. Næst ber að nefna að árið 1332 býr maður að nafni Haraldur í Teigi í Fljótshlíð. Vegna jarðarinnar og fágæti nafnsins taldi Valgeir að hann væri sonur Sæmundar Haraldssonar frá Odda. Árið 1371 er bóndi og kirkjuhaldari að Árbæ í Holtum maður að nafni Jón Haraldsson. Um það leyti virðist kona að nafni Guðrún Haraldsdóttir eiga jörðina „Efra-Dal“ undir Eyjafjöllum og hafa menn ætlað þau systkin. Það var skoðun Valgeirs að þau hafi verið börn Haraldar í Teigi. Tímans vegna getur þetta náð að ganga upp, en ég hef þó tilhneigingu til að bæta einum ættlið inn á milli Haraldar í Teigi og Sæmundar frá Odda. Skv. Teigsmáldaga (Islenskt fornbréfasafn = DI. II, 686- 7) frá 1332 býr líka í Teigi maður að nafni Þorsteinn Hallsson. (Hann er hugsanlega sá sami og er prestur með því nafni í Rangárþingi þremur áratugum síðar, en það þarf þó alls ekki að vera). Tilgátur eru bæði um ætt Þorsteins og eins það að kona hans hafi verið fyrmefnd Guðrún og tel ég það hvoru tveggja að litlu hafandi. Mér þykir líklegra að Haraldur og Þorsteinn Hallsson bændur í Teigi hafi verið bræður og að faðir þeirra hafi verið sonur Sæmundar Haraldssonar frá Odda. Byggi ég það á líklegum aldri Guðrúnar og því sem upphaflega vakti eftirtekt mína, en það eru nöfnin Þorsteinn og Hallur. Það eru hin næstu nöfn í móðurætt Sæmundar frá Odda, því Sigríður móðir hans var systir Halls Þorsteinssonar í Glaumbæ (og Hallur dvaldi heilan vetur í Odda (1254) þegar Sæmundur var yngri maður, vart kominn af mótunar- skeiði og nýlega orðinn föðurlaus). Hafa ber í huga, http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.