Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Leysingjastaðir í Hvammssveit. Þar ólst Einar Kristjánsson upp. Leysingjastaða er fyrst getið í Gunnlaugssögu Ormstungu þar sem segir frá fóstri Helgu fögru Þorsteinsdóttur frá Borg. Teikning Einar Kristjánsson. að setri skáldsins á Bægisá. I þeim böggum var smér og skreið frá Möngu í Galtardal á Fellsströnd... Flvort sem breiðfirska góðmetið hefur átt hlut í því eða ekki, þá réðist svo að á efri árum sínum á Bægisá, þá lagði sr. Jón í að snúa á íslensku kveð- skap tveggja höfuðskálda álfunnar, John Miltons og Klopstocks Þjóðverja. En eitt má ekki gleymast - þjóðskáldið á Bægisá vakti upp tungutak og háfleyg- ar skáldkenndir ungs drengs í nágrenninu - Jónasar Hallgrímssonar. En það vill svo skemmtilega til að eina rithandarsýnishornið sem varðveist hefur eftir hana móður mína er gullfalleg áritun hennar á Ljóð- mæli Jónasar Hallgrímssonar, til föður míns árið 1915, en bókin kom út 1913. En fleira var bitastætt í bókaskáp Péturs Hall- dórssonar. Tímaritið Iðunn var þarna - frá byrjun. Þar kynntist ég úrvali úr bókmenntum Norðurlanda. Þar bar hátt skáldajöfurinn Bjömsteme Björnson, höfund sögunnar af Sigrúnu á Sunnuhvoli ofl. ofl. Orgelkaup Margt er nú falið bak við móðu minnis og tíma, en þó er það svo að enn get ég séð fyrir mér sjálfan mig hjúfra mig upp í rúmi fóstru minnar og hlusta á lestur Finnu eða fóstra upp úr Laxdælu, Grettissögu eða Njálu, Jón Arason biskup eftir Torfhildi Hólrn, þýddar smellnar sögur eftir Mark Twain eða ævintýri þúsund og einnar nætur í þýðingu Steingríms. Þá má ekki gleyma Mannamun eftir Jón Mýrdal, eða Skin og skúr eftir sama höfund. Eg man vel eftir svipnum á sr. Kristni Stefánssyni í tumi A bekkjar í Reykholtsskóla þegar hann las upp ritgerð eftir mig á einum morgni. Hrósyrði, sem þar féllu í minn garð opnuðu hug minn fyrir því hversu uppeldi mitt á Leysingjastöðum var mikils virði. ,.Heil þú dásöm drottning meðal lista“ var einu- sinni mælt. Víst voru þessir kvöldvökuþættir bað- stofunnar mikils virði, en þó var annað svið sem tók öllu fram - ríki tónanna. Eftir að fósturforeldrar mínir fluttust frá Asgarði að Leysingjastöðum eign- aðist fóstri sænskt Anderson-orgel, góðan grip sem enn mun vera til í Magnússkógum. Næst kom þýskt orgel, Henkel, að mig minnir, góður gripur, valinn af Páli Isólfssyni. Það orgel fór að Hólum með Nonna (Jóni Jóel) og Sigríði, en hann tók til sín nemendur, bæði að Leysingjastöðum og Hólum og kenndi bæði orgelleik og söng. Þá gerðist fóstri um of stórhuga. Þeir feðgar létu Pál Isólfsson panta úrvalsgrip, þýskt orgel, nafnið man ég ekki. Þetta var í lággenginu fyrir og eftir 1930, þegar meðaldilkur gerði 7-9 krónur. Þessi kaup þoldi búið ekki, enda kaupin öll í skuld. Ég var hálfnaður með gamla þýska orgelskólann og gat spilað eftir nótum léttustu lögin. Guðmundur Einars- son í Gröf í Bitru seldi orgelið á heimili við Stein- grímsfjörð, og þar með var sá æskudraumur búinn. Nonni frændi var byrjaður að spila þýsk, þung orgelverk hjá Páli og greip stundum í þau á Leys- ingjastöðum. Stundum sungu þeir saman feðgarnir, t.d. lög Jóns Laxdals eða Inga T. Lárussonar. Það var svo mikil lýrik í lögunum hans Inga T. t.d. Hríslan og lækurinn - en þar mun hríslan vera Ragnheiður seinni kona Páls Ólafssonar. En best af öllu man ég eftir Finnlandia eftir Sibelius þess finnska. Einn kafli þess verks ætti að hljóma yfir mér dauðum. Fóstra mín Signý fóstra mín var mikil húsmóðir - í besta skiln- ingi þess orðs. Efa ég mjög að önnur færari hafi á þeim tíma verið í sveitinni eða nágrenni. Kemur mér að vísu eitt nafn í hugann - Ingibjörg í Magnús- skógum. Þær skiptust nokkuð á heimsóknum. Fóstra mín dvaldi sem ung á Ytri-Eyjarskóla hjá Elínu Briem en eins og alkunnugt er fór mikið orð af þeirri menntastofnun. Ingibjörg í Magnússkógum ól upp níu börn og lét sig ekki muna um að bæta við uppeldi bróðursonar síns Alfons Oddssonar sem lést fyrir skömmu í hárri elli. Vel man ég fóstru mína, þar sem hún var að búverka í gamla kjallaranum eða uppi í búrinu. Ég man eftir því þegar rennt var úr mjólkurbyttunum og http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.