Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Fósturforeldrar Einars Kristjánssonar þau Einar Einarsson (föðurbróðir hans) bóndi á Leysingjastöðum og Signý Halldórsdóttir kona hans, ásamt tveim elstu börnum sínum þeim Guðfinnu og Jóni Jóel. kafli sögu hennar hefur yfir sér sannindablæ um leið og hann opnar okkur sýn inn í heim trúar og siðvenja sem ríktu rétt fyrir kristnitökuna árið 1000. Hreppstjórinn frá Skarfsstöðuin I öðru bindi Dalamannabóka, sr Jóns Guðnasonar, bls. 24 er getið um Helga Jónsson hreppsstjóra á Skarfsstöðum f. 1763 d. 1838. Hann flytur búferlum frá Skarfsstöðum að Leysingjastöðum árið 1816. Þegar Valdimar Olafsson og Þuríður Einarsdóttir, langalangafabam Helga hreppstjóra, llytja alfarin frá Leysingjastöðum árið 1960 þá em afkomendur Helga frá Skarfsstöðum búnir að dvelja á jörðinni í 144 ár. Signý fóstra mín minntist stundum á þennan forföður sinn, Helga frá Skarfsstöðum. Ég man nú ekki lengur neitt af því sem hún kann að hafa sagt mér um þennan mann. En annað man ég vel, það voru tveir menn sem ólust upp á Skarfsstöðum, þeir voru alnafnar hétu báðir Helgi og voru Jónssynir. Báðir þessir menn rugluðust saman í mínum huga og margra annarra allt þangað til séra Jón Guðnason gaf út 1. og 2. bindi Dalamannabóka. Helgi hreppstjóri mun hafa verið sæmilega að sér, eins og sagt var, og tók við hreppsstjórastarfinu eftir að hann flutti að Leysingjastöðum. Hinn Helginn, Skarfsstaða-Helgi f. 1822 d. 1900 bjó í Hvammi 1855-1860 og á Skarfsstöðum 1859 -79 eða í rétt 20 ár. En hann mátti fremur eða ekki síður nefna rithöfund en bónda skv. Dalamönnum. Hann var einn í þeirri framvarðarsveit andlegra mennta í Dölum sem setti svip á alla 19. öldina. Börn Helga hreppstjóra Þessi voru börn Helga hreppsstjóra á Leysingja- stöðum: 1. Sigríður, smalastúlkan á Svínadal, sem sat hjá kvíaánum á dalnum ásamt Jóni Thoroddssyni, fóstursyninum frá Tungu, seinna sýslumanni og rit- höfundi. Sigríður Helgadóttir dó á þrítugsaldri. 2. Þorsteinn, bjó á Leysingjastöðum. (Utihúsa- tóftir hans sjást ennþá ofan götunnar, sem gengin var til gömlu fjárhúsanna á Leysingjastöðum.) -Eitt af börnum Þorsteins var Brynjólfur bóndi og hagyrðingur. Af honum fóru ýmsar sögur. Hann fékkst nokkuð við járnsmíði, bjó á ýmsum stöðum en síðast á Bæjum á Snæfjallaströnd. (sjá grein í Blöndu) Ég hefi náð í nokkuð af kveðskap hans, þar á meðal brúðhjónabálk sem er góður gamanbragur. 3. Solveig, átti Þorgils Halldórsson í Fremri Hundadal, sjá Dalamenn 1. bindi bls. 165. 4. Pétur Helgason bóndi á Leysingjastöðum frá 1827-1859. Kona Péturs var Þuríður Halldórsdóttir frá Hvoli í Saurbæ. Eitt af bömum þeirra var Halldór er varð bóndi á Leysingjastöðum eftir Pétur föður sinn. Bandið sem aldrei slitnaði Af Þuríði konu Péturs er nokkuð sérstök saga sem hér verður ekki sögð nema að litlu leyti. Þegar Þuríður var að alast upp á Hvoli mun hún hafa kynnst nokkuð ungum dreng Guðmundi Jónssyni frá Gilsfjarðar- brekku. Með hvaða hætti sú kynning varð veit ég ekki, en svo mikið er víst að þá myndaðist það vináttu- band sem aldrei slitnaði. Þuríður missti Pétur mann sinn árið 1859. A því sama ári missir Guðmundur Jónsson frá Gilsfjarðarbrekku Hólmfríði konu sína. Hann hafði þá búið í Tjaldanesi um skeið og gegnt hreppsstjórastörfum í Saurbæ. Þegar svona var komið málum þeirra Guðmundar og Þuríðar, flytur hún í sína gömlu fóstursveit Saurbæinn og tekur saman við sinn æskuvin, Guðmund í Tjaldanesi, smaladrenginn frá Gilsfjarðarbrekku, og giftist honum. Guðrún Pétursdóttir frá Leysingjastöðum, dóttir Þuríðar og Péturs, bjó ásamt manni sínum Jens Sig- urðssyni á Kvemgrjóti. Jens var afi Karvels Hjartar- sonar bónda á Kýrunnarstöðum sem lést fyrir rúmu ári. Nú urðu það samantekin ráð þeirra Guðrúnar og Þuríðar, ásamt mönnum sínum, að flytja til Ameríku. Þau fluttu vestur árið 1878 til Minnesota. - Þuríður lést vestanhafs árið 1900 - á tíræðisaldri. Efnabóndi á Leysingjastöðum Halldór Pétursson tók við búi á Leysingjastöðum http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.