Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005
Grasaættin
Byggt á erindi Franz Gíslasonar sagnfræðings og kennara á
fundi Ættfræðifélagsins í október 2005
Þórunn Gísladóttir Ijósmóðir og grasakona
bjó á Kálfafellskoti í Fljótshveifi ásamt
manni sínum Filippusi Stefánssyni bónda
og silfursmið 1868-1897. Þau hjónin eign-
uðust 14 börn og níu þeirra komust upp.
Grasaættina má kalla hliðaranga af Hlíðarætt sem
er með stærstu ættum í Skaftafellssýslum ásamt Páls-
ættinni og Jónsættinni. Okkur þótti við hæfi að kalla
þennan ættboga Grasaætt, þar sem svo margir af
henni hafa fengist við grasalækningar.
Upphafið nær aftur á 18. öld. Steinn Jónsson var
biskup á Hólum 1711-1739. Dóttir hans var Jórunn,
og dóttir hennar var Þórunn Hannesdóttir Scheving.
Hún var stórrar ættar og alltaf kölluð maddaman.
Hún giftist Jóni Vigfússyni sem var staðarhaldari á
Reynistað í Skagafirði. Staðarhaldarar voru fjár-
haldsmenn konungsvaldsins eftir siðaskiptin og ekki
alltaf vinsælir, enda rukkuði þeir landslýð um jarðar-
gjöldin. Margir staðarhaldarar voru líka býsna
drykkfelldir, þar á meðal Jón Vigfússon á Reynistað.
Að hætti þess tíma sparaði hann heldur ekki að lemja
konu sína þegar hann var fullur.
Saman áttu þau hjónin þrjú börn, tvo syni og eina
dóttur, Karítas Jónsdóttur. Dóttir hennar var Þórunn
Þorsteinsdóttir, kölluð „eldri“ í Vesturskaftfellinga-
tali. Dóttir hennar var svo Þórunn Sigurðardóttir frá
Steig í Mýrdal. Hún var móðir Þórunnar Gísladóttur,
grasalæknis sem ég mun ræða nánar um hér í kvöld.
Úr hverri spjör
Þar kom að Jón Vigfússon staðarhaldari drap sig á
brennivíninu, drakk sig í hel. Þá lagðist maddama
Þórunn í rúmið, varð fárveik, og þurfti að vaka yfir
henni. Hjá staðarhaldaranum hafði um tíma verið
ungur kapellán, prestlærður frá Hólaskóla, aðeins 22
ára að aldri, að nafni Jón Steingrímsson. Hann átti
síðar eftir að verða þekktur sem eldklerkurinn. Hann
var trúlofaður stúlku að nafni Sólveig og nú voru þau
bæði fengin til þess að vaka yfir maddömunni.
Sr. Jón Steingrímsson segir frá kynnum sínum og
maddömunnar á skemmtilegan hátt í ævisögu sinni
sem er feikilega vel skrifuð bók og skemmtilegt rit
þegar búið er að flysja utan af því allt guðsorðið. Þau
Jón og Sólveig skiptust á að vaka yfir frúnni sem var
viðþolslaus. Ekki er það skýrt nánar. Býsna opinskátt
skýrir Jón frá þessu af 18. aldar manni að vera.
Sólveig, heitkona hans, kemur að máli við hann og
Kálfafellskot, þar sem Þórunn Gísladóttir og Filippus
Stefánsson bjuggu 1868-1897.
Myndin er tekin um miðja 20. öld. Ljósmyndari ókunnur.
segist hafa tekið eftir því að maddömunni líði alltaf
betur ef Jón leggi yfir hana hendur. Hún leggur það til
við hann að hann leggist niður hjá henni. Sagan segir
að hún hafi fært hann úr hverri spjör og lagt hann upp
í rúmið hjá maddömunni - og það bráði þegar af
henni! Eða eins og séra Jón Steingrímsson segir svo
skemmtilega frá í ævisögu sinni: Að þetta leiddi svo til
þess að til varð barnfuglinn Sigríður.
Smárrar ættar
En á þessu sambandi maddömunnar og Jóns voru
ýmsir meinbugir. Sólveig kom þó til móts við Jón og
eftirgaf honum öll hans heit við sig, svo hann væri
frjáls maður. Það sem hindraði frekari samdrátt var
að Þórunn var stórrar ættar, barnabarn biskupsins á
Hólum, en Jón fátækur bóndasonur úr Blönduhlíð og
smárrar ættar. Þessu áttu sérstaklega synir Þórunnar
erfitt með að kyngja, að móðir þeira tæki svona langt
niður fyrir sig. Jón lenti í ýmsum kárínum út af
þessu, meðal annars í málaferlum.
Jón Steingrímsson skrifar ævisögu sína sem
varnarrit. Hann átti fimm dætur með Þórunni og
hann skrifar ævisöguna fyrst og fremst fyrir þær.
Hann vill skýra fyrir dætrum sínum hverju hann hafi
orðið fyrir í lífinu. Dætrunum mun hafa orðið um og
ó þegar þær lásu þessar skorinorðu og berorðu
lýsingar og vildu brenna bókina. Einn tengdasonur
Jóns kom auga á að þetta væri mikið merkisrit og
það bjargaði þessu riti, sem er einstök aldarfarslýs-
ing. Það hefði orðið ómetanlegt tjón ef þessi bók
hefði glatast. En sem betur fer bjargaðist hún.
„Útvega“ konu
En snúum okkur þá að Þórunni frá Steig, langömmu-
http://www.vortex.is/aett
3
aett@vortex.is