Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Faðir Einars Kristjánssonar var Kristján Jens Einarsson bóndi á Hríshóli í Reykhólasveit og síðar í Hólum í Hvaminssveit. og það var fyrrum orðað og áræðanlega var Pétur einn kvistur af þeirri rót. Koma mín að Leysingjastöðum A þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí 1918 kom ég sem fósturbarn að Leysingjastöðum, þá níu mánaða gamall, en móðir mín, Kristrún, lést við fæðingu mína 15. ágúst árið áður. Kristrún var af Ormsætt, tjórði liður frá Ormi Sigurðssyni b. í Frentri-Langey og víðar. Ljósa mín, Lilja Jónsdóttir frá Kambi, hafði séð að öllu leyti um ferð mína. Hún bar mig fyrst í fanginu frá bænunt niður í fjöruna, þar sem báturinn beið fyrir landi til að flytja fjölskylduna yfir Gils- fjörðinn í Salthólmavík. Sigurður Sigurðsson fóstursonur föður míns hafði farið með hestana fyrir fjörðinn. Nú voru þeir til reiðu fyrir síðasta áfangann yfir Svínadalinn að Leysingjastöðum. Sagt er að fall sé fararheill og það tel ég að hafi sannast á mér. A veginum gegnt Bessatungu, en þá lá vegurinn að vestanverðu við ána, sluppu fætur hestsins sem við Lilja vorum á svo hastarlega í bleytu að við bæði ultum af baki, en án allra meiðsla þó. Móttök- unum á Leysingjastöðum þarf ekki að lýsa. Þó að ég væri velkominn gestur í bæinn þá dvaldi Lilja ljósa mín hjá mér í nokkra daga eða allt að viku á Leysingja- stöðum. Hún gerði það ekki endasleppt blessunin. Fólkið á bænum Á Leysingjastöðum bjuggu árið 1918 föðurbróðir minn, Einar Einarsson, þá 48 ára og kona hans Signý Halldórsdóttir frá Leysingjastöðum, þá 50 ára, langafabarn Helga hreppstjóra, ásamt þrem börnum sínum, Guðfinnu 21 árs, Jóni Jóel 20 ára og Þuríði 9 ára. Guðfinna Einarsdóttir var þá nýkomin af Kvennaskóla Húnvetninga á Blönduósi. Guðfinna frænka mín og uppeldissystir er enn á lífi, elst allra íslendinga, 108 ára gömul, f. 2. febrúar 1897. En í ætt okkar er víða að finna langlífi. Olöf Bærings- dóttir langalangmma okkar varð t.d. 96 ára. Einar fóstri minn og föðurbróðir var sonur Einars Einarssonar bónda á Kýrunnarstöðum, f. 1835, og konu hans Halldóru Þórðardóttur, f. um 1825. Einar afi minn var sonur Einars Einarssonar Jónssonar b. á Kýrunnarstöðum 1829-1846 og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur frá Örlygsstöðum í Helgafellssveit. Einarsnafnið kemur því víða fram í ættinni. Kona Einars Jónssonar var Ólöf Bæringsdóttir f. um 1759. Einar Jónsson og Ólöf Bæringsdóttir voru þre- menningar frá Jóni Jónssyni yngri í Brokey, en hann var sonur Jóns Péturssonar fuglafangara í Brokey. í fótspor Helgu fögru Á Leysingjastöðum var einnig, að mestu rúmföst, görnul kona Halldóra að nafni. Líklega er elsta bernskuminning mín tengd fráfalli þessarar konu. Eg sé ennþá fyrir mér líkkistuna hennar, alveg biksvarta. Mér er sagt að hér áður fyrr hafi verið búin til máln- ing úr svörtu „kinroki“, hrært út með femisolíu og tepentínu. Tvær aðrar bernskuminningar hafa loðað í minni mínu. Önnur, og sú eldri, snertir fyrstu kynni mín af hestamennsku. Eg sé fyrir mér gráan áburðarklár á beit fyrir norðan gömlu fjárhúsin heima. Klárinn var nefndur Kuldi. Eg gat teymt hann á hökuskegginu á milli þúfna. Einhvern veginn gat ég komist á bak klárnum, en hvert ferðinni var heitið er mér nú hulið. Klárskepnan var náttúrlega beislislaus og reiðverið einungis hennar gráa bak. Eg hef víst haldið í faxið og dinglað mínum stuttu fótum, en Kuldi gamli lét sig það engu skipta lengi vel. Svo skellur þoka minnisleysisins yfir og ég ligg í grængresinu við hlið Kulda. Mínu fyrsta reiðmennskuævintýri var lokið! Hin minningin er tengd berjum. Eg gerðist snemma heimamaður í ríki berjanna á Leysingja- stöðum. Sjálfsagt hefi ég oft gengið í spor Helgu litlu Þorsteinsdóttur frá Borg þegar hún var í fóstri þar á bæ. Ef til vill hefur Helga tínt aflöngu aðalbláberin, sem vaxa í brekkunni rétt fyrir ofan túnið. Þessi aflöngu ber vaxa þar sem dýjaafveita sprettur fram undan brekkurótunum. Eg sé sjálfan mig sitja neðan við brekkuræturnar og ég heyri mig fara með þessar tvær ljóðlínur: Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða.... Þegar þetta skeði hafði ég ekki séð skáldið handan Svínadalsins - fátæka skáldið í Bersatungu. En enn í dag fylgir mér í huganum sá töfraheimur, þessi seið- andi ljóðræna, sem fylgdi bestu ljóðum skáldsins. http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.