Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 FRETTABREF Í?FTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@vortex.is Heimasíða: http://www.vortex.is/aett Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@mr.is Ólafur H. Óskarsson S 553-0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins lindasmari@ simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupóstur/disketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Guðjón Óskar Jónsson sendi Fréttabréfinu rnyndir, í eigu erfingja Jóns Gíslasonar f.v. formanns Ættfræðifélagsins, úr fyrstu sumarferð Ættfræðifélagsins. Ferðin var farin austur í Rangárþing 19. júlí 1986. Formaðurinn Jón Gíslason er fyrir miðju á myndinni en ýmsir fleiri eru þekkjanlegir: Skírnir Björnsson, séra Kolbeinn Þorleifsson, Jóhannes Kolbeinsson, Skúli Skúla- son, Ivar Helgason, Björgvin Ólafsson og Einar Egilsson. Sigurður Sigurðarson mun hafa tekið myndina. / Af Islendingabók Eg hefi átt í basli með að finna langalangafa minn, Jón Jónsson í Dældarkoti og Arnarstöðum í Helgafellssveit sem sagður var 46 ára gamall í Manntali 1845 og fæddur í Möðruvallasókn í Eyjafirði. Eftir mikla leit í framsveitum Eyjafjarðar og ákalli á netinu eftir einhverjum sem gæti vitað eitthvað um manninn, benti Sigurður Kristjánsson hjá Islendingabók mér á að Jón væri líklega annar tvíburinn sem fæddist á Skipalóni í Möðruvallaklausturssókn 4. mars 1800. Hinn var Dagur sem síðar varð bóndi í Dæli í Fljótum í Skagafirði og voru þeir laungetnir synir Jóns Jóhannessonar sem var fæddur 24. september 1778 á Möðrufelli í Hrafnagilshreppi og Guðrúnar Daníelsdóttur sem var fædd um 1780 og var heimasæta á Skipalóni þegar bræðurnir komu undir. Það er mjög mikilvægt að hafa fengið þessar upplýsingar um Jón því hann átti mikinn fjölda afkomenda, en börn hans með þremur konum voru 22. Sigurður Kristjánsson gerði betur því hann leiðrétti nokkur atriði í framættum mínum sem höfðu verið færð rangt til bókar í prentuðum heimildum, meðal annars staðhæfingum úr Borgfirskum æviskrám 2. bindi bls. 275 um Eyjólf Einarsson sem var skírður í apríl 1790 í Bessastaðasókn, en Guðmundur Sigurður Jóhannsson hafði rekist á hann í kirkjubókum í Skagafirði og látið mig vita af honum. Eyjólfur var hvorki skráður í Manntali 1801, né í Manntali 1816. Það er ómetanlegt að fá slíka aðstoð sem Sigurður Kristjánsson og Guðmundur Sigurður veittu mér og ber að þakka slíkt og færa áfram til annarra niðja. http://www.vortex.is/aett 2 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.