Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 a) Menn telja að tengingin milli 6. og 7. ættliðs sé ekki örugg. b) Ég tel fullvíst að Jón Haraldsson prestur í Björgvin (NR 11) hafi verið kominn af Haraldi Sæmundssyni í Odda (NR 19) og þá mjög lík- lega í gegnum Jón Haraldsson á Arbæ (NR 15). Hins vegar er ekki hægt að fullyrða að það sé í beinan karllegg, þótt ég telji það líklegra en að það sé í gegnum kvenliði. c) A fyrri öldum voru menn oft nokkuð fullorðnir þegar þeir giftust- og þá stundum miklu yngri konum. Þess vegna kynni ættlið NR 17 að vera ofaukið og ennfremur gætu ættliðimir á milli Jóns Haraldssonar í Björgvin (NR 11) og Jóns Haraldssonar á Árbæ (NR 15) að vera einum færri og væri þá Jón í Björgvin hugsanlega fæddur 30 árum fyrr, þ.e. 1450. d) Ég hef ekki aðgang að „Norska fombréfa- safninu“ (Diplomatarium Norvegicum), sem til er á prenti í Landsbókasafni og Árnastofnun, en fróðlegt væri að vita hvort Jón Haraldsson prestur í Björgvin finnst þar, en ekki er líklegt að faðir hans eða afi séu þar nefndir enda voru þeir íslenskir menn. e) Ef endanlega sannaðist að Hannes Hafstein hefði verið kominn í beinan karllegg af Odda- verjum, þá er það stórkostlegt til þess að vita, að sá maðurinn sem fyrstur gegndi merku embætti (fyrsti innlendi ráðherrann) á ferli þjóðarinnar til algers fullveldis, skuli vera þannig beinn afkomandi þeirrar höfðingjaættarinnar íslensku, sem Hákon Noregskonungur leit á sem helsta þröskuld á leið sinni til valda á Islandi - þeirrar ættar sem veitti vopnaða andstöðu gegn tagl- hnýtingum og leppum erlenda valdsins í lok Sturlungaaldar. DNA-rannsókn Til eru jarðneskar leifar Páls Skálholtsbiskups (d. 1211) bróður Sæmundar í Odda NR 20. Nú spyr ég, er hægt að taka sýni úr beinum Páls til DNA- rannsókna til samanburðar við núlifandi fólk sem er í karllegg af Hafsteinættinni til að sanna eða afsanna að það sé í beinan karllegg af Oddaverjum? Að vísu telja menn óvissa tengingu á milli ættliða NR 6 og NR 7 en þá mætti fá DNA-sýni úr færeyskum mönn- um sem eru í beinan karllegg af Heine Hafreka (NR 10) til að fá úr þessu skorið varðandi ættliðina NR 12-18. Sé þetta gerlegt, þá mætti um leið taka til rannsókna/ úrskurðunar örfáa aðra karlleggi (íslenska), sem menn hafa með (hæpnum?) tilgátum viljað rekja beint til Oddaverja. Þessu vil ég sérstak- lega beina til Kára Stefánssonar og fyrirtækisins „íslenskrar erfðagreiningar.“ S Asmundur Uni á Akranesi Eftir nokkuð langt hlé á skrifum mínum í Fréttabréf Ættfræðifélagsins, sendi ég þennan pistil í von um að hann gjaldi þess ekki að vera ekki á tölvutæku formi og verði birtur á síðum Fréttabréfsins. Auðvitað von- ast ég sem fyrst eftir góðum úrlausnum í blaðinu, á vanda þeim sem við blasir, svo aðrir geti notið upplýsinganna með mér. Ég veit að snillingar og fróðleiksbrunnar eru á hverju strái innan Ættfræði- félagsins og leysa hvern þann vanda sem upp kemur hjá þeim sem lítt eru í stakk búnir til að afla sér fróðleiks varðandi ættfræði. Tilefnið er þetta: Egill Guðmundsson hét maður f. 1789. Ekki er mér kunnugt um hvenær hann dó. Hann bjó á Þóru- stöðum á Vatnsleysuströnd en þar mun þá hafa verið tvíbýli eða margbýlt. Kona hans var Guðrún Magnúsdóttir f. 1789. Dánarár hennar er mér heldur ekki kunnugt. í bókinni Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysu- strönd á bls. 305 og 311 er sagt að kona Egils Guðmundssonar heiti Ólöf, ekkert meir, og dóttir þeirra heiti Margrét, gift Hjálmari sem býr í Reykja- vík. í manntali 1845 í Reykjavíkursókn, bls. 457, er aðeins ein Margrét Egilsdóttir 33 ára, samkvæmt því f. 1812, gift Ingjaldi Ingjaldssyni 34 ára bónda í skrifar Ættfræðifélaginu: Haga. Enginn Hjálmar er skráður í Reykjavíkursókn í því manntali. Var þessi Egill Guðmundsson bóndi á Þóru- stöðum tvígiftur eða var þessi Ólöf hjákona hans eða var Guðrún það? Hvað er rétt í þessu? Eða er þetta eintómt rugl? Það sama gildir um Margréti Egilsdóttur, sem mun hafa verið fædd í Móakoti, var hún tvígift eða ekki og átti hún afkomendur? Er ég að rugla saman persónum? Hvar get ég fengið gleggri upplýsingar um þetta fólk? Gott væri að fá svar eins fljótt og auðið er. Og svo önnur spurning: Snorri Þórðarson hét maður f. 1825, d. hvenær? Hann var bóndi í Steinsholti. Kona hans hét Margrét Einarsdóttir f. 22. júní 1830 d. 8. mars 1910. Hvað hétu foreldrar Snorra og hvenær fæddust þau og dóu? Með bestu kveðjum og von urn skjóta og góða afgreiðslu. Ásmundur Uni Guðmundsson Suðurgötu 124, 300 Akranesi. http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.