Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 neitar samt að fara austur með Filippusi sem þá fer á sjóinn um hríð. Fer svo í vertíðarlokin að hún tekur honum vel og þau sættast og um sumarið 1868 flytja þau austur í Kálfafellskot. Og Þórunn segir: „Að lokum varð hjónaband okkar furðu farsælt.“ Hún lýsir Filippusi á þessa leið: „Hann var allra manna stilltastur og hæg- látastur, en fastur fyrir og stríðsglettinn ef það greip hann.“ í Kálfafellskoti bjuggu þau í 29 ár, til 1897 og eignuðust þar sín böm sem voru nú hvorki fleiri né færri en 14. Filippus var hreinræktaður Skaftfell- ingur eins og reyndar Þórunn sjálf. Móðir hans var Geirlaug Jónsdóttir, fædd 1812 á Þverá á Síðu en faðir hennar var Jón Sverrisson fæddur á Rauðabergi 1776, síðast bóndi á Hvoli í Fljótshverfi. Faðir Filippusar var Stefán Eyjólfsson, f. á Fossi á Síðu 1806 en seinna bóndi í Kálfafellskoti. Filippus var góður smiður og hagur bæði á tré og jám. En hann var einnig silfursmiður, stundaði silfursmíði á vetuma og seldi fyrir peninga. Hann fékk heiðursskjal fyrir smíðisgripi sína á iðnsýn- ingunni í Reykjavík 1883. Einnig bendir margt til þess að hann hafi smíðað silfurbúna svipu handa Kristjáni konungi IX. við komu hans til íslands 1874. Margir af sonum Filippusar, ekki síst Erlingur og Gissur, erfðu hagleik föður síns. Fjórtán börn Böm þeirra Þórunnar og Filippusar voru: 1. Jón dó hálfs árs gamall 2. Stefán 3. Þórunn sem dó 23 ára, líkleg af ofkælingu, en hún bjó þá í Bergshúsi, sem er Skólavörðustígur 10 í dag, en það er búið að umturna því húsi. Það eru nokkrar líkur á að þau hafi verið samtímis þar Þórunn og Eiríkur frá Brúnum. En seinna bjó í Bergshúsi sá merki maður Þórbergur Þórðarson. Bergshús er dæmi um hús sem gjaman hefði mátt sýna meiri sóma. 4. Erlingur sem seinna varð frægur grasalæknir. 5. Geirlaug 6. Regína Magdalena 7. Gísli dó tveggja mánaða 8. Jóhanna dó tveggja ára 9. drengur, f. andvana 10 Jón Sigurður 11. Gissur Kristján afi minn 12. Guðrún 13. stúlka, d. skömmu eftir fæðingu 14. Jóhanna A þessum árum var barnadauði gífurlegur. Samkvæmt dönskum skýrslum dó fjórðungur íslenskra barna í bemsku. Því miður átti kirkjan mikla sök á þessu með þeirri kröfu að böm skyldu færð til skírnar innan viku frá fæðingu. Þetta leiddi til þess að böm veiktust og dóu. Kirkjumar voru auk Systkinin frá Kálfafeilskoti. Efri röð: Sigurður, 1882- 1950, Erlingur, 1873-1967, Stefán, 1870-1964. Neðri röð: Guðrún, 1884-1976, Jóhanna, 1887-1953, Geir- laug, 1876-1969, Regína Magdalena, 1877-1965. Mynd- in mun tekin 1944. Ljósmyndari ókunnur. þess jökulkaldar og aldrei upphitaðar. Kirkjan var ansi sterk og áhrifarík á þessum öldum og sagði foreldrunum að ef þau hlýddu þessu ekki þá færu bömin á verri staðinn. Kálfafellskot var ákaflega lítil jörð og rýr, því þetta var lítið hjáleigukot undir Kálfafelli. Það var augljóst að Kálfafellskot gat ekki borið þessa stóru fjölskyldu með níu lifandi böm, miðað við þá búskaparhætti sem þá tíðkuðust. Menn lifðu nánast eingöngu á sauða- ræktinni. Einu hlunnundin voru silungsveiðin í vötn- unum og ósunum og stundum kópadráp. Þetta bjargaði náttúrlega einhverju. Um annað var ekki að ræða. Menn reyndu að smíða sér báta sem hægt væri að leggja við sandinn, því nokkra km frá ströndinni er einhver stærsta matarkista í heimi, en fólk hafði ekki tæki og tól til þess að nýta sér hana. Grasakonan Það bjargaði ntiklu að Suðausturland er veðurfarslega mildasti hluti landsins. En það gat brugðið út af því eins og það gerði veturinn 1881 -82. Þá verða óskaplegar frosthörkur og illviðri. Sauðimir gengu úti allt árið, þar voru hvorki hlöður né fjárhús. Heyið fyrir æmar var sett í lanir/galta og tyrft yfir með torfi. Þessi frostavetur 1882 fór langt með að leggja allan sauðfjárbúskap í rúst. Féð bara hreinlega fraus í hel í 30 stiga gaddi og norðanroki. Þá misstu Kálfafellskotungar megnið af sínum fjárstofni. Ekki bætti svo úr að síðan kom óþurrkasumar og ill tíð. Hafísinn lá landfastur frá Hjörleifshöfða og um allt Norðurland vestur að Hornbjargi. Þetta var upphafið að sex ára frostaskeiði sem varði allt til 1887 og snerti alla landsmenn. Þetta vor, 1882, kemur upp mislingafaraldur og þá deyr Jóhanna aðeins tveggja ára úr mislingum. Þá dó einnig frænka okkar Margrét, 14 ára á Núpsstað, en Núpsstaðafólkið er náskylt Grasafólkinu. Eyjólfur langafi núlifandi systkina frá Núpsstað var bróðir Filippusar í Kálfafellskoti. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.