Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Gunnar Guðniundsson rekur ættir Hannesar Hafstein, allt til Oddaverja. Ýmsir liðir eru þó enn óljósir og Gunnar spyr hvort hægt sé að taka sýni úr beinum Páls Skálholtsbiskups Jónssonar til DNA-rannsókna til samanburðar við núlifandi fólk sem er í karllcgg af Hafsteinættinni. (Ljósmynd G.S. Mackenzie um isto> að allar „götur“ fram til okkar tíma, var það hluti af lífinu og tilverunni að viðhalda og endurnýja nöfnin í ættinni. Það er ekki eins og nú, þegar blessaðir óvit- arnir eru skírðir ónefnum og orðskrípum en nöfn sem hafa fylgt fólkinu um aldir eru látin deyja út. Hvers vegna föðurnafn Haraldar er ekki nefnt í fn. Teigs- máldaga er auðskiljanlegt, hafi hann og Þorsteinn Hallsson verið bræður. Þar er nýbúið að nefna föður- nafn Þorsteins og Haraldur er nefndur í næstu andrá á eftir og hefur máldagaritara því þótt ástæðulaust að vera að tvítaka föðumafn manna sem trúlega hafa verið velþekktir. Jón Haraldsson á Arbæ gæti verið fæddur um 1340. Haraldur faðir Jóns prests í Björgvin gæti verið fæddur um 1440. A milli þeirra eru á að giska tveir ónafngreindir ættliðir. Þar sem Haraldarnafnið barst til föður Jóns prests í Björgvin, þá mætti ætla að sá eldri þessara tveggja ónefndu hafi borið nafnið Haraldur. Og væri svo, þá vantar okkur aðeins eitt nafn til að fylla upp í öll göt ættartölunnar. Nú ber næst að nefna skjal sem er prentað í Fornbréfasafninu (D.I. V, 213-214). Skjalið sjálft er frá árinu 1464, en í því eru í einni röð nöfn fjögurra Skálholtsbiskupa frá árunum 1342-1381 og eftirþað koma í samfelldri röð nöfn fáeinna presta, sem ekki er vitað hvenær voru uppi, en útgefandi Fombréfa- afnsins tímasetti prestana ca. 1400-1464 en ég held að enginn geti ársett þá með neinni vissu. Fyrstur þeirra, næst á eftir biskupunum, er nefndur Magnús prestur Haraldsson. Þar sem hann er nefndur fyrstur í prestaröðinni kynni hann annaðhvort að hafa verið elstur þeirra, eða þá hitt að hann hafi verið talinn þeirra mikilhæfastur. Vegna fágætis Haraldamafns- ins gæti mönnum dottið í hug að hann væri sonur Haraldar í Teigi. En alveg eins getur hér verið kom- inn þessi eini ættliður sem okkur vantaði - Magnús prestur Haraldsson - og gæti hann verið föðurfaðir sr. Jóns Haraldssonar í Björgvin og um leið sonar- sonur Jóns Haraldssonar á Arbæ. Það svona heldur styrkir þessa tilgátu að sonarsonur sr. Jóns Haralds- sonar í Björgvin hét Magnús. Kannske hafa ofangreind orð mín verið mörgum full mikil „latína“ og ætla ég því að rekja hér á eftir ættina skipulega frá fyrsta innlenda ráðherranum Hannesi Hafstein, í gegnum ofangreindar tilgátur, allt til Oddaverja. 1) . Hannes (Þórður) Hafstein ráðherra og skáld, f. 1861, d. 1922. 2) . Pétur Hafstein amtmaður á Möðmvöllum. Stór- gáfaður maður. 3) . Jakob Hafsteen stórbóndi í Skagafirði og kaup- maður á Hofsósi. 4) . Niels Jakobsen skipasmiður og verslunarmaður í Kaupmannahöfn. 5) . Jakob Níelsson Heineson - Havsteen kráareig- andi í Kaupmannahöfn. 6) . Níels Heineson í Kaupmannahöfn. (Menn telja ekki alöruggt að hann sé sonur NR 7) 7) . Jón Heineson varafógeti í Austurey, Færeyjum. Uppúr 1647 er hann dæmdur til að greiða kon- ungi sekt vegna yfirgangs og eignadeilna við föðurbróður sinn. 8) . Heine Jónsson. (Maður með því nafni býr í Saurvogi í Vogey 1623). 9) . Jón Heineson lögmaður Færeyinga f. 1541, d um 1602. (Aðrar heimildir segja 1589). 10). Heine Hafreki (líka nefndur “Nordvig” vegna uppruna síns) Jónsson. 1530 lauk hann prests- námi í Björgvin og það sama ár hrakti hann á báti til Færeyja. Kvænist þar, verður prófastur og varabiskup. 1566 flytur hann aftur til Nor- egs, að Rauðey (Rödö) í Tromsfylki. Færey- http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.