Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 árið 1863 og bjó þar til dánardags árið 1889. Er hann mesti efnabóndi á jörðinni, sem farið hafa sögur af. Með konu sinni Guðfinnu Daðadóttur (d. 1896, 66 ára) frá Breiðabólsstað í Sökkólfsdal fékk Halldór helming í tveimur jörðum, Svarfhól í Laxárdal og Litla-Vatnshom í Haukadal, 40 kindur og álitlega upphæð af innistæðum í tveimur verslunum, auk feitmetis og búsgagna. Vert er að veita því athygli að amma Halldórs á Leysingjastöðum var Helga Andrésdóttir frá Þórólfs- stöðum í Miðdölum, en sú ætt er ein mesta hag- leiksætt sem um getur í Dölum. (sjá Blöndu, VIII, 4, bls 356 útg. 1948) Sjálfur bar Halldór augljós merki þess að vera góður kvistur af þeim ættarstofni. Veggina að nýjum bæ á Leysingjastöðum hlóð Halldór 1881, um sumarið, og voru þeir látnir standa og síga til næsta árs, 1882, (harðindaárið mikla). Þá var bærinn reistur og hann stóð fram á árið 1942, er ég reisti „for- kallað“ timburhús. Öll horn skulu jafnfalleg Signý fóstra mín sagði mér sögu af Halldóri föður sínum, sem er dæmi um hagleik hans og vandvirkni. Þegar bæjarbyggingin stóð yfir sumarið og haustið 1882 var einhver smiður þar að verki sem Halldór hét. Einn daginn var Halldór húsbóndi ekki heima en kom heim að kvöldi. Þennan dag var Halldór smiður að „spjaldþilja“ gestastofuna. I einu homi stofunnar var nokkurt missmíði á þilinu og var húsbóndinn fljótur að reka augun í það. Þá tautaði Halldór smið- ur: „Það er alltaf skuggi þarna í hominu, nafni minn.“ Þá sagði Halldór húsbóndi: „Það varðar mig ekkert um, öll horn í stofunni skulu vera jafn falleg, þú tekur þetta missmíði upp.“ Varð svo að vera. Guðrún Jóhannsdóttir í Asgarði kunni margt að segja frá heimilisháttum á Leysingjastöðum í tíð Halldórs og Guðfinnu. Sagði hún mér m.a. eftir- farandi sögu. — Slátra þurfti stóru og margra vetra gömlu nauti á Leysingjastöðum. A þeim árum voru notuð svonefnd svæfingajárn er aflífa skyldi stór- gripi. Var svæfingajárninu stungið með vissri nákvæmni í hnakkagróf gripsins. Voru þau hjón Halldór og Guðfinna ein við verkið. Stungan geigaði ekki og tuddi féll. Þá mælti bóndi til Guðfinnu: „Haltu nú Guðfinna, þú hefur haldið fyrr“ en nokkurt hik hafði komið á Guðfinnu þegar þessi stóra skepna féll og sparkaði löppunum út í loftið. En Guðfinna var stór og sterk og hafði gilda karlmannsburði svo athöfn þessi endaði með eðlilegum hætti. Guðfinna var víkingsdugleg og munu útiverk eigi hafa fallið henni ver en nákvæmni inniverka, sagði Guðrún mér. Signý fóstra mín talaði sjaldan um Guðfinnu móður sína en hún minntist með mikilli virðingu Halldórs föður síns. Pétur, vínið og peningarnir Þau Leysingjastaðahjónin, Halldór og Guðfinna, eignuðust alls 10 böm. Af þeim kynntist ég aðeins fóstru minni og Pétri bróður hennar sem átti Leysingja- staðina í bernsku minni. Pétur var með stærri mönnum, mikill um herðar og talinn með hraustari mönn- um, enda fékkst hann mest við átakastörf svo sem ofanafristu og veggja- og tuúngarða- hleðslu. Vann hann um margra ára skeið í Amarfirði, úti í Ketil- dölum, Otradal og Dufansdal. Gísli Vagnson á Mýrum í Dýrafirði sagði mér margar sögur af Pétri, sérstaklega af brenni- vínsdrykkju hans um helgar. Á vetrum dvaldi Pétur lengi vestur í Bolungarvík. Man ég að leigumar eftir Leysingjastaðina vom á tímabili sendar þangað á haustin. Eins og ég hefi minnst á kynntist Gísli á Mýrum Pétri mjög vel í Arnarfirðinum. Um helgar dvaldi Pétur oft í Bíldudal og var þá bakkus oft með í för. Þar átti Pétur marga kunningja og kannski drykkju- bræður. Þegar fór að lækka í pyttlunni hjá honum sögðust vinimir bjarga málunum ef hann sýndi þeim nú regluleg hreystibrögð í sambandi við vinnu sínu, nefnilega moldarverkin. Kom þá stundum fyrir að Pétur lagðist á bakið í sunnudagsfötunum og spyrnti í jarðfasta steina og var stundum með ólíkindum hvað honum tókst að losa um heljarbjörg með þess- um hætti en útgangurinn á fötunum varð skemmti- efni áhorfenda. Þegar þessum vafasama leik lauk var sest við drykkju og skemmtikrafturinn Pétur settur við háborð bakkusar. Gísli Vagnson sagði mér að fólk sem vel þekkti Pétur hefði stórum undrast hversu langt hefði verið farið með jafnvel upplýstan og greindan mann eins og hann vissulega var. Hinsvegar minntist Gísli ekki á þá hlið Péturs sem ég kunni vel skil á, hina hóf- lausu peningahyggju hans, en hún var vissulega sjúkleg á köflum. Reynt hefur verið að rekja ætt þeirra Breiðabóls- staðafeðga, Þorsteins, f. 1762, afa Guðfinnu og Daða, föður hennar, f. 1799, til Daða í Snóksdal, d. 1563. Eru miklar líkur til að sú ættfærsla kunni að vera rétt. Hafa nokkrir af þeirri ætt komist í álnir eins Guðfínna Einarsdóttir, eldri dóttir Leysingjastaðahjón- anna, er fædd 2. febrúar 1897. Hún er í dag elsti Islend- ingurinn, 108 ára gömul. Þó nokkuð er um langlífi í ætt þeirra frændsystkinanna. Ólöf Bæringsdóttir langalang- amma þeirra varð 96 ára. http://www.vortex.is/aett 11 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.