Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005
ingar telja hann fæddan ca. 1514 og hann andast
1576.
11) . Jón Haraldsson prestur við krosskirkjuna í
Björgvin í Noregi, ennfremur kanoki við „Dom-
kapitlet" þar í borg. Er fæddur á Islandi, á að
giska um 1480.
12) . Haraldur (hugsanlega) Magnússon. Fæddur ca.
1440.
13) . Magnús Haraldsson prestur í Skálholtsbiskups-
dæmi á 15. öld. Fæddurca. 1410.
14) . Haraldur (hugsanlega) Jónsson. Fæddur nærri
1370.
15) . Jón Haraldsson á Árbæ í Holtum, Rang (1371).
Hugsanlega fæddur um 1340.
16) . Haraldur (líklega) Hallsson í Teigi í Fljótshlíð
(1332). Fæddurca. 1300.
17) . Hallur (líklega) Sæmundsson í Teigi. Gæti verið
fæddur nærri 1260.
18) . Sæmundur Haraldsson goðorðsmaður í Odda á
Rangárvöllum. Einn aðalmaðurinn í vopnaðri
baráttu Oddaverja gegn fylgjendum norskra
yfirráða hér á landi. Síðar, líklega búandi að
Teigi í Fljótshlíð. Gæti verið fæddur laust fyrir
1240 og er á lífi 1273.
19) . Haraldur Sæmundsson goðorðsmaður í Odda.
Hinn virðulegasti maður. Var andstæðingur
erlendra (norskra) valda á Islandi. Flæmdur til
Noregs (1249) og drukknaði á heimleið 1251.
Hann er fæddur laust fyrir árið 1200.
20) . Sæmundur Jónsson goðorðsmaður í Odda. Frá
1197-1218 er hann langvoldugasti maður
íslands. Hélt svo fast fram rétti íslendinga gagn-
vart Norðmönnum, að lá við styrjaldarástandi
milli landanna. Hélt vinum sínum miklar veisl-
ur. Taldi enga íslenska konu sér samboðna en
átti margar frillur. Einhver taldi hann elliæran
að ævikvöldi; þá var kjarkurinn brostinn og
hann ekki skarptalandi - Kannske var hann
kominn með hrörnunarsjúkdóm (Alzheimer eða
Parkinsons)? Bræður hans voru m.a. Páll
Skálholtsbiskup og hinn spakvitri maður Ormur
á Breiðabólstað. Sæmundur er fæddur 1154 og
hann lést 1222.
21) . Jón Loftsson goðorðsmaður í Odda. Slfk voru
völd hans og áhrif á Islandi að hann hefur verið
nefndur „hinn ókrýndi konungur Islands“. F.
1124, d. 1197.
22) . Loftur Sæmundsson prestur og lærdómsmaður í
Odda og hélt þar skóla (1143). Prúðmenni og
glæsimenni. (Gæti verið fæddur um 1090 og
deyr á tímabilinu 1158-1170).
23) . Sæmundur hinn fróði Sigfússon goðorðsmaður
í Odda og stofnaði þar skóla. Höfuðklerkur og
var mikils virtur. Hlaut nám í ríki Frakkakon-
ungs. Lærður í trúfræði og þekking hans var í
efsta flokki varðandi sögu Islands og þjóðar-
innar. Síðar mynduðust um hann miklar þjóð-
sögur. F. 1056, d. 1133.
Guðjón Friðriksson fylgdi ættum Hafsteinanna frá
hafreka sunnmæringi, yfir færeyskan fógeta og knæpu-
eiganda í Kaupmannahöfn í grein í 2. tbl. Fréttabréfs
Ættfræðifélagsins í mars. Gunnar Guðmundsson frá
Heiðarbrún gerir gott betur og rekur ættirnar til
Sæmundar fróða og Oddaverja og það í beinan karl-
legg. Myndin sýnir Hannes Hafstein á stúdentsárunum.
24) . Sigfús Loðmundsson goðorðsmaður og prestur
í Odda f. um 1020, d. um 1078.
25) . Loðmundur Svartsson í Odda, f. um 985 og er
því um 25 ára þegar Njálsbrenna verður.
26) . Svartur Ulfsson í Odda f. um 949 og er því
samtímamaður þeirra Gunnars á Hlíðarenda og
Njáls. Svartur er bróðir Runólfs goðorðsmanns
í Stóradal undir Eyjafjöllum er kemur við
Njálssögu og mest vildi halda í fornan átrúnað
(Ásatrúna) árið 999.
27) . Ulfur aurgoði Jörundarson goðorðsmaður í
Stóradal f. um 915. 975 er hann í brúðkaupi
Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og er sagð-
ur enn á lífi um 10 árum síðar.
28) . Jörundur Hrafnsson landnámsmaður á Svert-
ingsstöðum, sem að líkindum voru þar sem
Markarfljótsaurar nú eru. F. um 878.
29) . Hrafn heimski Valgarðsson landnámsmaður á
Raufarfelli undir Eyjafjöllum. „Göfugur maður,
auðugur og ættstór.“ Fæddur nærri 840-850.
Ættin verður rakin langt aftur fyrir landnám og
elstu heimildir tengja hana Hlaðajörlum í
Þrándheimi og þá um leið komna í beinan karl-
legg af höfðingjum í Naumdælafylki og á
Hálogalandi.
Við ofanritaða ættartölu ber að hafa eftirfarandi í
huga:
http://www.vortex.is/aett
19
aett@vortex.is